Mjög ósmekklegt

Ég fagna því að Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur tjáð sig af áberandi krafti gegn hinum ógeðfellda nauðgunarleik RapeLay. Mikil umræða hefur spunnist útfrá fréttum um leikinn og eru viðbrögðin mjög hvöss eins og gefur að skilja. Ég skrifaði aðeins um þetta mál hérna í gærkvöldi, enda fannst mér þetta hreinn viðbjóður og þótti rétt að skrifa gegn leiknum. Það er ánægjuefni að lögregluyfirvöld hafi nú tekið málið fyrir.

Það er mjög notalegt að hafa netið, til að fræðast og vera í samskiptum við annað fólk. Netið er mjög mikilvægur staður, flestir nota sér þann vettvang með einum eða öðrum hætti. Það er þó ógeðfellt að sjá og heyra fréttir af svona efni sem þar gengur sem kastar rýrð á þennan vettvang. Viðbrögðin við þessum leik eru mjög eindregið í eina átt, þó að einhverji reyni að réttlæta svona óhugnað með einhverjum undarlegum rökum.

Það má vel vera að svona efni verði til þess að setja verði einhverjar reglur um netið, taka verði á vafamálum þar. Það er mjög vont ef út í það þarf að fara, en ef það er nauðsynlegt verður það að gera. Það verður að taka á öllum svona skuggalegum málum með afgerandi hætti.

mbl.is "Afar ósmekklegur leikur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Mitt álit er að ef þú ætlar þér að komast yfir viðbjóð, þá gerirðu það á einn aða annan hátt. Auðvitað er ég ekki meðfylgjandi því að hafa svona óþverra í umferð, en allt er hægt ef viljinn er nægur!

Eva Þorsteinsdóttir, 25.5.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Öfuguggaháttur mannsins virðast engin takmörk sett. Vissulega er æði margt sem þyrfti að taka á og útiloka á netinu t.d. en hvernig og hvar á að draga mörkin er ekki gott að segja? En ég er sammála þér Stefán (eins og ég skil greinina) nú er komið að því að menn fari að huga að því hvernig taka skuli á hinum margvíslega viðbjóði sem virðist þrífast á netinu.

Páll Jóhannesson, 25.5.2007 kl. 20:46

3 Smámynd: Þarfagreinir

Eina leiðin til að 'taka á og útiloka' ákveðið efni á netinu, og þá meina ég netinu öllu, er að setja upp síur sem ákveða hvað má koma inn í landið og hvað ekki. Er það það sem fólk vill? Ég bara spyr í fullri einlægni.

Þarfagreinir, 25.5.2007 kl. 21:40

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Finnst óskaplega "súrrealískt" að Guðlaugur Þór skuli nú hafa tekið til máls eins og "netlöggan rauðskeggjaða" sem gert var grín að í kosningabaráttunni.   Er Guðlaugur Þór virkilega að leggja til að við tökum upp netlögvöktun og eftirlitskerfi lögreglu??

Benedikt Sigurðarson, 26.5.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband