Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir er látin. Ásta Lovísa vann hug og hjörtu þjóðarinnar í erfiðu veikindastríði við krabbamein. Hún bloggaði um lífsreynslu sína og örlög með í senn hetjulegum og eftirminnilegum hætti. Baráttuhugur hennar var aðdáunarverður. Hún miðlaði lífsreynslu sinni til fólks með þeim hætti sem aldrei mun gleymast. Hún barðist til hinstu stundar og bloggaði nær alveg fram í andlátið. Vefurinn hennar er minning um hetju. Ég dáðist mjög að henni. Styrkur hennar var aðdáunarverður, allt til hinstu stundar.

Ég votta börnum Ástu Lovísu og fjölskyldu hennar mína innilegustu samúð.

Minningin um mikla hetju í baráttuhug mun aldrei gleymast.

mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Lífsreynsla Ástu Lovísu í veikindastríði sínu við krabbameinið var hörð og óvægin.Þegar ég las bloggið hennar var hún og börnin hennar svo nálæg,það streymdi frá henni ótrúlegur styrkur og þessi mikli baráttuhugur.Þó örlögin væru ráðin,þá vildi maður ekki trúa þeim.Hún hafði unnið alla þá sigra ,sem hægt var að vinna við þessar aðstæður.Lovísa verður alltaf fyrirmynd annara,baráttuhugurinn og kærleikurinn og nota hverja stund öðrum til eftirbreytni.Ég votta börnum hennar , fjölskyldu og öðrum ástvinum innilega samúð.

Kristján Pétursson, 30.5.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband