Hrafnagilsskóli hlýtur menntaverðlaunin

Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit hlaut í kvöld íslensku menntaverðlaunin í flokki skóla. Þetta er glæsilegur árangur fyrir skólann og mikil viðurkenning fyrir gott starf þar. Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla, var kennari minn fyrir um tveim áratugum. Hann þekki ég af góðu einu. Ég veit að Karl hefur unnið vel í forystu skólans og leitt hann af krafti og fært honum ný tækifæri og markað honum farsælt leiðtogahlutverk á sínu sviði.

Ég óska Karli, nemendum og starfsfólki Hrafnagilsskóla innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.

mbl.is Íslensku menntaverðlaunin veitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband