Grimmileg örlög hundsins Lúkasar

LúkasÞað hefur verið ömurlegt í dag að hlusta á fréttir af grimmilegum örlögum hundsins Lúkasar, sem á að hafa verið drepinn hér á Akureyri um þjóðhátíðarhelgina. Málið hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna í dag, sem er eðlilegt, enda eru allar lýsingar af þessu máli og hvernig lífinu var murkað úr þessu dýri ógeðfelldar. Það er með ólíkindum að heyra af grimmd fólks.

Ég sá viðtal við stelpuna sem átti hundinn á N4 í kvöld og ég finn mjög til með henni, enda er þetta allt eins ömurlegt og getur verið. Það er auðvitað með ólíkindum að hún hafi ekki getað fengið allavega að jarða hundinn sinn og í alla staði er þetta sorglegt mál. Ég verð að segja alveg eins og er að þeir sem svona ógeðsverk vinna eru ekki beysnir karakterar.

Það virðist hafa verið mikið fjallað um þessi mál á vefsíðum í dag. Það er ekki líklegt að þessu máli ljúki í bráð, enda hefur málið verið kært og vitni er að árásinni á hundinn sem virðist geta gert grein fyrir því hverjir standi þar að baki. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist næst í þessu máli, sem er allt hið ógeðfelldasta.


mbl.is Hundrað manns á kertavöku til minningar um hundinn Lúkas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Utanbæjarmen!!!!!!

Hvaða hroki er þetta?

Málið er hörmulegt í alla staði og það voru landar okkar sem frömdu ódæðið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.6.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Vá! Á hverju eru þið sem eruð að tjá ykkur hér eða tóku þið kanski ekki pillurnar ykkar í morgun, þið verðið bæði að passa ykkur á að taka ekki allar í einu og svo er  líka atriði að það sé réttur litur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.6.2007 kl. 22:58

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég gleymdi mér alveg, það sem ég ætlaði að segja Stefán er að í fréttunum kom fram að hringt hafi verið í neyðarlínuna en svarið hafi verið að lögreglan hefði ekki tíma í svona lagað, en á mbl.is kemur fram að lögreglan hafi ekki vitað af þessu fyrr en í dag, í hvoru tifellinu er verið að segja satt og ég er mjög svo sammála því að stelpan verður að fá dýrið til að jarða það.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.6.2007 kl. 23:02

4 Smámynd: Andrea

Vá hvað fólk er kalt hérna. Þið hafið greinilega ekki átt gæludýr.

Þeir sem hafa átt gæludýr vita að þau verða eins og fjölskyldumeðlimur manns. Þetta er í alla staði hræðilegt, þið sem skiljið það ekki hljótið að vera hreinir villimenn. Og ef þið eruð virkilega á þessari skoðun að þetta sé bara eðlilegur hlutur, ill meðferð á dýrum, þá ráðlegg ég ykkur að taka að ykkur eins og einn málleysingja, eiga hann í nokkurn tíma og sjá hvað ykkur findist svo ef einhver murkaði lífið svona hrottalega úr honum.

Andrea, 28.6.2007 kl. 23:40

5 Smámynd: Ragnheiður

Heyr heyr Andrea !

Ragnheiður , 28.6.2007 kl. 23:58

6 Smámynd: SS

Forsprakkinn er orðin þjóðþekktur eftir að margir skoðuðu hann í dag áður en hann lokaði síðunni sinni og það er auðvelt að finna út fullt nafn og heimilisfang allra sem á landinu búa.  Er ekki dómstóll götunnar enn virkur ?            Ég vorkenni foreldrum hans innilega að hafa svona skrímsli á heimilinu, þetta hlýtur að vera hættulegt.

Kæri eigandi Lúkasar.  Ég samhryggist þér innilega og hugsa til þín, ég hef misst dýr en aldrei á svona skelfilegan hátt.

 Dýravinur

SS, 29.6.2007 kl. 00:00

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála þér Andrea, dýrin eru partur af fjölskyldunni en það skilja ekki menn sem aldrei hafa átt gæludýr. Dýrin eru ekki skynlausar skepnur, það hlýtur að þurfa mjög sjúka manneskju til að geta framkvæmt svona ógeð.

Huld S. Ringsted, 29.6.2007 kl. 00:19

8 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Hver er þessi forsprakki?

Ég ætla að vona að þessir helvítis aumingjar verða lamdir í spað. 

Ómar Örn Hauksson, 29.6.2007 kl. 00:22

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þoli ekki svona illsku, sýnir best sál manna að ef þeim finnst í lagi að koma svona fram við saklaus dýr, þá er þeim ekkert heilagt. Mín skoðun.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 00:23

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Engin getur varið svona grimd við skepnur/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 29.6.2007 kl. 01:35

11 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mér var kennt það sem barni að það væru ekki stórar manneskjur sem nýddust á dýrum og minnimáttar.  Einnig var manni kennt að bera virðingu fyrir því sem maður á og aðrir eiga.

Ester Sveinbjarnardóttir, 29.6.2007 kl. 06:02

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Njörður.  Skepna er mjög gamalt orð í málinu og merkir það sem er skapt.

Það var talað um, að fara illa með SKYNLAUSARskepnur.  Í þá tíð töldu sumir, að ýmis smádýr hafi ekki verið fengin skynjun.  Nú vita menn betur.

Mín samúð er í fyrstu hjá stúlkunni og fjölskyldu hennar, þekki á eigin skinni, að gæludýr verða mönnum kær, sérstaklega eins skynugar skepnur og hundar.

Þær skepnur er stóðu að þessum gerningi, eru tæplega eins skynugar skepnur og sú sem þer kvöldu til ólífis.

Svo vorkenni ég uppalendum þessara ógæfumanna, sem frömdu nýðingsverkið.

Fól eru til í alflestu bæjarfélögum en þó síst fyrir Vestan, því þar vex eitt blóm eins og allir vita

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.6.2007 kl. 09:59

13 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Ég er ekki sammála miðbæjaríhaldinu honum Bjarna varðandi sem hann kallar skepna.

Ég hef æðtíð haldið að skepna væri dýr. Enn það má vel vera að Bjarni sé að rugla saman að þetta merkir skapt. það er einhver prentvilla í þessu hjá honum.

Hinsvegar tek ég undir með honum varðandi að ráðast á saklaus dýr sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér.

Eitt vil ég líka segja við þig Bjarni þú talar um. að illmenni eða fífl séu til í alflestum bæjarfélögum síst fyrir Vestan. mér finnst ekki hægt að aðhæfa svona.

Ennfremur tek undir með Huldu Ómar vil berja þá í spað það má vel vera að það sé rétt hjá honum það er það sem þeir skilja.

Hitt er svo annað mál eins og Hulda bendir réttilega á þeir sem frömdu þetta eru sjúkt fólk sem veit ekki hvað það framkvæmir.

Það er mín von að þessu fólki verði dregið til ábyrðar. Það er ekki hægt að láta þetta ganga lengur.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 29.6.2007 kl. 11:58

14 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þeir sem bana dýri og það litlu gæludýri á þennan hátt eru örugglega í það minnsta haldnir kvalalosta og siðblyndir með öllu... Spáið í ef þessir mann sem drápu þennan smáa varnarlausa hund á þennan hátt hefðu fundið ungabarn?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.6.2007 kl. 12:44

15 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jóhann minn Símon.

Skapt, skaptan er forn orðmynd af skapaðann og skapað.

Hefur ekkert með skaptpotta eða önnur sköpt að gera.

Ég setti svona broskarl við þessi spémæli mín um Vestfirðinga

Á að gefa til kynna að alvaran var nú ekki mikil í því innleggi.

Skepna er það sem skapað er, svo segir í Passíusálmunum og víðar.  Ekki rífst ég við Sálmaskáldið né áa okkar margfróða.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.6.2007 kl. 13:32

16 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég vil þakka þeim sem hér hafa kommentað.

Sumir sem hér hafa skrifað hafa talað af mjög mikilli óvirðingu við dýr og látið orð falla sem ég get ekki látið standa hér. Þeim kommentum hefur verið eytt. Ég vil biðja fólk að passa orðaval sitt hér, ella verður fólki úthýst frá kommentum hér. Ég læt þessari umræðu lokið.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.6.2007 kl. 15:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband