Vegleg og rándýr drykkja í London

Skál! Þeir sem fara út að skemmta sér um helgar eiga sjaldan í vandræðum með að eyða peningum við barinn. Þúsundkallarnir eru fljótir að fljúga í þeim viðskiptum ef drykkjan er stíf. Það er þó sennilega sjaldgæft að menn eyði milljónum á milljónum ofan í drykkjuna. Fannst merkilegt að lesa þessa frétt um bissnessmanninn frá M-Austurlöndum sem náði að spandera 13 milljónum íslenskra króna á djamminu.

Það er vissulega dýrt að panta mikið af veglegum kampavínsflöskum en samt er þetta merkilegur pakki sem viðkomandi keypti sér. En ekki var bara sullað í léttari veigum heldur haldið beint í vodkann. Þetta hefur verið merkileg samblanda áfengis. Það er reyndar svolítið sérstakt að lesa svona frásagnir af fólki sem getur fengið sér endalaust án þess að hafa nokkrar áhyggjur af kostnaðinum. Þetta er allavega fólk sem getur lifað hátt og leyft sér munað án takmarkana. Það fólk er oft með önnur raunveruleikatengsl en aðrir.

Fannst fyndnast við fréttina að með sögunni fylgir að tvær kókflöskur hafi fylgt með í pakkanum er gert var upp. Þær hafa væntanlega verið ódýrastar og hafðar út í vodkað. Já, það er margt skondið í henni veröld.

mbl.is Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband