Umdeild auglýsingaherferð Símans hittir í mark

Umdeild auglýsing Um fátt hefur meira verið rætt í dag en auglýsingu Símans þar sem þriðja kynslóð farsíma er auglýst með áberandi hætti með tilvísan í síðustu kvöldmáltíð Jesú Krists en sitt sýnist hverjum um framsetningu auglýsingarinnar. Ekki verður deilt um það að Símanum hefur tekist að hitta í mark með markaðssetningunni; bæði tekist að tryggja sér umræðu og fengið jafnvel ókeypis auglýsingu með svo umdeildri framsetningu sem raun ber vitni.

Það verður ekki af þeim skafið hjá Símanum að þeir hafa náð fram ótrúlegri kynningu á kerfinu og fyrirtækinu á aðeins um sólarhring. Þeir eru fáir sem ekki hafa séð auglýsinguna og umfang auglýsingarinnar hefur tryggt að fólki langar til að kynna sér auglýsinguna. Þeir hjá Símanum hafa jafnan verið með áberandi auglýsingar sem hafa hitt í mark með einum hætti eða öðrum og það hefur tekist núna, þó vissulega séu ekki allir á eitt sáttir með auglýsinguna og telji hana annaðhvort tæra snilld eða lúalega smekklausa útfærslu á síðustu kvöldmáltíðinni.

Sá í kvöld viðtalið við Halldór Reynisson og Jón Gnarr í Kastljósi. Áhugavert að heyra í þeim um þetta mál. Auðvitað er auglýsingin ekki þess eðlis að fólk vilji stöðva hana af svosem en það eru greinilega heitar skoðanir og þeim hjá biskupsstofu er ekki skemmt. Eflaust er þessi auglýsing sett fram til að stuða. Þannig má jú fá umfjöllun og það var eflaust það sem stefnt var að. Held þó ekki að stefnt hafi verið að því að gera lítið úr Jesú en einhverjir vilja þó túlka svo.

Svo mikið er víst að Símanum tókst ætlunarverkið að komast í umræðuna, ná athygli og það massívri. En það var held ég öllum ljóst að þessi framsetning myndi kalla á skiptar skoðanir og deilur. Þetta er einfaldlega þannig efni sem gert er út á. Er svosem ekki einn þeirra sem varð ofurhneykslaður, varð samt frekar hissa. Það voru eflaust viðbrögðin sem gert var út á.

Símanum tókst að ná sínu fram og fær sína umræðu, sem var vitað mál að yrði niðurstaða mála. Lífleg umræða hefur verið um þetta á blogginu í dag og sitt sýnist hverjum, sumir eru æfir, aðrir alsælir. Það er aldrei hægt að gera öllum til geðs en Síminn fær sitt break í kynningu. 

Umdeild auglýsing Símans

mbl.is Miklar umræður á meðal bloggara um nýja auglýsingu Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Frábær auglýsing í alla staði. Flott unnin og leikararnir standa sig með ólíkindum. Kannski kemur þetta á stað umræðu á milli unglinga og foreldra, held að unglingarnir í dag séu markhópurinn hjá Símanum. Þá kemur bara smá kristinfræðsla frá foreldrunum...

Fishandchips, 5.9.2007 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband