Stærsta fíkniefnamál sögunnar á Fáskrúðsfirði

Það hefur mikið gengið á austur á Fáskrúðsfirði. Þar hefur stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar verið afhjúpað og nokkrir einstaklingar handteknir. Verið er að tala um tugi kílóa af efnum. Gríðarlegt umfang og ánægjulegt hversu vel lögreglan hefur tekið á því að afhjúpa þetta mál. Einn sem ég þekki fyrir austan sagðist ekki hafa séð aðrar eins aðgerðir þar og því mikið um að vera. Að þessu komu sérsveitin og lögregluyfirvöld fyrir austan og þetta hefur verið unnið með fagmennsku.

Þetta sýnir okkur mjög vel hversu dópvandinn er rosalegur sem við er að eiga. Það er samt greinilegt að reyna á að smygla efnum á rólegum stöðum út á landi og reyna að stóla á að löggæslan þar sé það veik að ekki komist upp um neitt. En það er gott að þetta var afhjúpað og umfangið er auðvitað sláandi mikið og þetta er gott sýnishorn á þann vanda sem við er að eiga.


mbl.is Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Það er annaðhvort í ökkla eða eyra. RISASMYGL fyrir austan eða miga utan í vegg í miðborg RVK

Annars er þetta frábært, sést vel hversu vel við þurfum "leyniþjónustu"

Sveinn Arnarsson, 20.9.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er gott að við eigum öflugan hóp sem getur tekið á vanda, stórum sem smáum, Svenni minn. Er þó ekkert alltof hrifinn af því að setja á stofn sérstaka leyniþjónustu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.9.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband