Margrét Frímannsdóttir hćttir í stjórnmálum

Margrét Frímannsdóttir

 

Margrét Frímannsdóttir, ţingflokksformađur Samfylkingarinnar og síđasti formađur Alţýđubandalagsins, tilkynnti á kjördćmisţingi Samfylkingarinnar í Suđurkjördćmi í dag um ţá ákvörđun sína ađ gefa ekki kost á sér í alţingiskosningunum ađ vori. Ţađ eru stórtíđindi ađ Margrét hćtti í stjórnmálum. Margrét Frímannsdóttir hefur setiđ á ţingi frá árinu 1987. Hún hefur veriđ einn helsti leiđtogi vinstrimanna hérlendis í tćpa tvo áratugi og veriđ öflug í sinni stjórnmálabaráttu. Hún var ţingflokksformađur Alţýđubandalagsins 1988-1992, formađur Alţýđubandalagsins 1995-2000, varaformađur Samfylkingarinnar 2000-2003 og ţingflokksformađur Samfylkingarinnar frá 2004. Hún hefur leitt frambođslista í öllum kosningum frá árinu 1987 á Suđurlandi.

Margrét Frímannsdóttir var fyrsta konan sem leiddi einn af gömlu fjórflokkunum og sigur hennar yfir Steingrími J. Sigfússyni í hörđu formannskjöri í Alţýđubandalaginu er Ólafur Ragnar Grímsson lét af formennsku áriđ 1995 var nokkuđ sögulegur. Án hennar hefđi Alţýđubandalagiđ aldrei fariđ í sameiningarviđrćđur viđ kratana og Kvennalistakonur. Hún stýrđi málinu og var óneitanlega ljósmóđir Samfylkingarinnar. Ţađ mćddi oft gríđarlega á henni undir lokin í Alţýđubandalaginu er Steingrímur J. og hans fylgismenn klufu sig frá og stofnuđu eigin flokk. Ennfremur var hún talsmađur Samfylkingarinnar í alţingiskosningunum 1999, en ţađ voru fyrstu kosningar flokksins. Sennilega voru alţingiskosningarnar 1999 ţćr kosningar sem mest reyndu á hana, en hún leiddi Samfylkinguna fyrstu skrefin.

Ég held ađ ţađ sé ekki ofmćlt ađ brotthvarf Margrétar Frímannsdóttur veiki Samfylkinguna. Hún var sannkölluđ ljósmóđir flokksins og tryggđi ađ flokkurinn komst í raun á koppinn. Ţađ hefur öllum veriđ ljóst ađ Margrét Frímannsdóttir hefur veriđ gríđarlega öflugur leiđtogi á Suđurlandi og átti sér persónufylgi langt út fyrir flokkinn. Hún kom enda úr grasrótinni og hefur veriđ í pólitík síđan ađ hún var ung. Sennilega má segja ađ hún hafi byrjađ í pólitík í hreppspólitíkinni, enda var hún lengi oddviti í heimabć sínum, Stokkseyri, og varđ svo ţingmađur 33 ára og var alla tíđ í forystusveitinni á vinstrivćngnum. Ţađ vekur verulega athygli ađ Margrét ákveđi ađ hćtta. Hún er jafngömul Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar. Báđar eru ţćr fćddar áriđ 1954.

Margrét Frímannsdóttir

 

Margrét greindist međ krabbamein skömmu eftir prófkjörssigur sinn í Suđurkjördćmi í ársbyrjun 2003. Meginhluta kosningabaráttunnar var hún í međferđ viđ ţví meini en tók ţátt í kosningabaráttunni undir lokin. Rétt eins og Guđrún Katrín Ţorbergsdóttir, gerđi í veikindum sínum, vafđi hún túrban um höfuđiđ til ađ hylja hárleysiđ. Hún stóđ sig gríđarlega vel viđ erfiđar ađstćđur. Hvernig hún tókst á viđ erfiđa kosningabaráttu í skugga veikinda áriđ 2003 var mikill persónulegur sigur hennar. Ţađ er öllum ljóst ađ Margrét hefur veriđ gríđarlegt akkeri Samfylkingarinnar. Ţó hefur öllum veriđ ljóst ađ samstarf hennar og Ingibjargar Sólrúnar hefur veriđ mjög stirt, frá kjöri ISG í formannsstólinn og ţeim tíma er hún eiginlega allt ađ ţví neyddist til ađ fórna varaformennsku flokksins fyrir ISG eftir ađ hún var hrakin úr borgarstjórastól.

Reyndar eru miklar breytingar nú ađ eiga sér stađ innan flokksins. Auk Margrétar hafa ţau Jóhann Ársćlsson og Rannveig Guđmundsdóttir tilkynnt ađ ţau gefi ekki kost á sér aftur í ţingkosningum. Á kjörtímabilinu hćttu auk ţess bćđi Guđmundur Árni Stefánsson og Bryndís Hlöđversdóttir ţingmennsku. Ţađ leikur enginn vafi á ţví ađ ţađ veikir verulega Samfylkinguna ađ missa svona marga forystumenn á einu bretti, enda voru ţetta allt leiđtogar innan flokksins međ miklar sögulegar tengingar fyrir ţennan unga flokk.

En ákvörđun Margrétar er áfall fyrir Samfylkinguna, sem sannar sig best í ţví ađ landsţing UJ samţykkti í dag áskorun á Margréti um ađ fara aftur fram og minnt á ađ ef hún hćtti hefđi ţađ veruleg áhrif á stöđu flokksins t.d. í Suđurkjördćmi.


mbl.is Margrét Frímannsdóttir hyggur ekki á áframhaldandi ţingmennsku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar R. Jónsson

Sćll,

Rakst hingađ inn fyrir tilviljun. Gott ađ sjá ađ ţú sért kominn yfir á "málgagniđ" -ađ hluta til hiđ minnsta.

kv, Gunnar R.

Gunnar R. Jónsson, 17.9.2006 kl. 20:46

2 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Ţađ er ágćtt ađ kanna ţennan möguleika. Nú verđur mađur ađ sjá til hvađ gerist. Ég hef bloggađ á sama stađ í fjögur ár, svo ađ ţađ eru viss tćknileg atriđi framundan hjá mér. En já, ţetta er allavega vettvangur sem verđur virkjađur héđan í frá. Ţađ ţarf smáfíniseringar á nćstu dögum og ţá verđur ţetta fínt.

Stefán Friđrik Stefánsson, 18.9.2006 kl. 00:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband