Vissi Geir um samrunann á undan borgarfulltrúum?

Geir H. Haarde Mér finnst mjög mikilvægt að Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, skýri frá því opinberlega hvenær að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti honum um yfirvofandi samruna REI og GGE. Ekki er óeðlilegt að fá úr því skorið hvort hann hafi vitað af samrunanum áður en óbreyttum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins var skýrt frá því á fundi kvöldið áður en hann varð opinber.

Þetta er að mínu mati mikilvægir þættir sem duga engar kjaftasögur um. Það þarf að fá fram í dagsljósið. Mér finnst það vera mjög dapurlegt fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sé það svo að óbreyttir borgarfulltrúar flokksins, kjörnir fulltrúar hans í borgarmálunum, hafi fengið að vita um samrunann svo seint og jafnvel á eftir formanni flokksins, eins og mjög háværar sögusagnir eru nú um.

Mér finnast skýringar Jóns Kristins Snæhólm, fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra, sem fram komu á vísi.is í dag mjög athyglisverðar og finnst vanta eitthvað í þá frásögn, þar sem hann skiptir að því er virðist um útgáfu á skömmu millibili. Það er ekki undrunarefni að fólk leitist eftir að vita þessa atburðarás með svo háværar sögusagnir.

Það er ágætt að fara yfir þennan þátt málsins, enda hlýtur það að teljast vont fyrir flokkinn ef borgarfulltrúar hafa farið inn á fundinn kvöldið fyrir tilkynningu um samrunann án þess að vita nokkuð. Lýsingar á atburðarásinni komu fram í vandaðri umfjöllun Péturs Blöndals í Mogganum um helgina, sem sýndi málið í mjög áhugaverðu samhengi.

Þar kom æ betur fram að sólóspil fyrrverandi borgarstjóra í málinu innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins var algjör.

mbl.is Björn Ingi segir að forsætisráðherra hafi vitað um samruna REI og GGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert Stefán. Já það er margt á huldu í þessu máli öllu og einkavæðingu orkuauðlindarinnar almennt. Einn bloggari skrifar: "Einn af þeim þáttum sem merkilegir eru í OR/REI/GGE málinu en hefur hlotið litla umfjöllun, eru sala Landsvirkjunar á hlut sínum í Enex til GGE, sem greiðist að hluta til með hlutabréfum í GGE þannig að Landsvirkjun er orðinn hluthafi í GGE! Bíðum við!? Hver tekur ákvörðun um að selja GGE þessi bréf á þessum tímapunkti? Friðrik Sóphusson með samþykki ríkisstjórnarinnar?" - Hvað finnst þér um þetta, Stefán? Færslan er á slóðinni http://pallheha.blog.is/blog/pallheha/. 

Friðrik (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 17:27

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentið Friðrik.

Sannarlega flókið mál, sem alltaf fær á sig nýja fléttu. Það væri hægt að skrifa magnaða pólitíska spennusögu útfrá þessu handriti. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.11.2007 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband