Björn Ingi talar ekkert um eigin hliðar REI-málsins

Björn Ingi Hrafnsson Það hlýtur að teljast pólitískt afrek að Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa, tókst að flytja ræðu í hálftíma í borgarstjórn síðdegis án þess að víkja einu orðið að aðkomu sinni að REI-málinu og breyttri stöðu þess innan vinstrimeirihlutans á síðustu dögum, þar sem tekinn var allt annar kúrs en hann talaði fyrir. Vék Björn Ingi í löngu máli að ummælum og verkum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið og fór reyndar um víðan völl í smjörklípum. En hann talaði ekkert um stöðu málsins í dag.

Sat ekki Björn Ingi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og REI? Var hann ekki sem leiðtogi meirihlutaflokks á fullu í öllum lykilákvörðunum þessa máls? Hann var eini kjörni fulltrúi borgarbúa í stjórn REI og eðlilega er því spurt um pólitíska ábyrgð hans í málinu. Hversvegna talar hann enn um afstöðu Sjálfstæðisflokksins? Það er ekki nema von að spurt sé. Björn Ingi hefur slitið samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna stöðu REI-málsins en nú hefur nýji meirihlutinn slegið á puttana á honum og stefnt málinu í betri áttir að mínu mati. En það er fjarstæðukennt að Björn Ingi tali ekki um sinn þátt málsins.

Það sem mér fannst reyndar fyndnast var að Björn Ingi sagðist hafa axlað pólitíska ábyrgð á REI-málinu með því að sprengja meirihlutann. Þetta er nú með því fyndnara sem komið hefur úr þessari áttinni lengi. Ég man að DV og ýmsir fjölmiðlar, meira að segja Bjarni Harðarson, alþingismaður Framsóknarflokksins, kröfðust afsagnar Björns Inga Hrafnssonar í hita REI-málsins. Hvar er sú gagnrýni núna? Bjarni er þagnaður (þagnaði vandræðalega í beinni örlagadaginn 11/10) og það er pressan líka, eða ég fæ ekki betur séð.

En það er vissulega pólitískt afrek fyrir Björn Inga að geta haldið hálftímaræðu með staðreyndum út og suður án þess að tala um eigin þátt, nýja stöðu mála og framvindu þess í framhaldinu. Það er ekki furða að sumir nefni Björn Inga konung smjörklípunnar eftir þessa ræðu.

mbl.is Björn Ingi: Kannski er byltingarforinginn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæti Stefán.....Mér finnst nú aðaltíðindi máls þessa síðustu vikur vera hvernig hjarðeðli Valhallarliðsins í Borgarstjórn Reykjavíkur hefur lotið í gras.  Hver höndin upp á móti annari þar.

Ágúst Jónatansson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 18:18

2 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Björn Ingi er spilltasti stjórnmálamaður Íslands í dag og þó víðar væri leitað. Þetta er alveg með ólíkindum að maðurinn hafi ekki rætt við Sjálfstæðisflokkinn áður en hann sleit meirihlutanum.  Ekki kannski um það að hann ætlaði að mynda nýja stjórn heldur um það að honum þætti óeining vera innan raða Sjálfstæðismanna í Reykjavík (sem að ef einhver var hefði verið hægt að laga).  Það er algjör gunguháttur af honum að axla ekki pólitíska ábyrgð og segja af sér.  Hann gæti farið í að fjárfesta með Bjarna og fleirum í REI, og grætt mikið (að hans sögn).  Menn eiga ekki að leika sér með fé skattborgaranna.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 6.11.2007 kl. 18:53

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð grein og skilmerkileg/Hefi ekki geta orðað þetta svona vel,/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.11.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Að fylgjast með þessum manni er ótrúlegt - menn hljóta upp frá þessu að taka allt með fyrirvara sem hann lætur frá sér.´
 

Óðinn Þórisson, 6.11.2007 kl. 23:04

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ágúst: Það voru ólíkar skoðanir uppi í REI-málinu. Stór þáttur þessa var auðvitað vinnuferlið sem var engum til sóma. Það hefur annars verið farið yfir þann hluta málsins. Hvað málið í dag varðar er sá þáttur orðin hrein sagnfræði. Meirihlutinn er farinn frá og hugsa verður um næstu skref málsins, ekki liðna tíð sem enginn fær breytt.

Aubbi: Góðir punktar.

Alex: Eftir stendur að ég hef engan varið af þeim sem tóku ákvarðanir í REI-málinu. Hef ég verið samkvæmur sjálfum mér í þeim efnum. Skrif mín eru heil í því ljósi. Í þeim efnum hef ég ekkert síður gagnrýnt forystumann Sjálfstæðisflokksins en forystumann Framsóknarflokksins. Er stoltur yfir mínum skrifum og tel þau heilsteypt. Enda get ég vel gagnrýnt það sem ég tel að innan míns flokks og hef margoft gert það. Það er heiðarlegt.

Halli: Takk fyrir það.

Óðinn: Sammála.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.11.2007 kl. 23:53

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Góð og áhugaverð yfirferð á þessu

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.11.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband