Spilaði U2 í brúðkaupi Jóns Ásgeirs og Ingibjargar?

U2Háværar kjaftasögur voru um það hvort að U2 hefði spilað í brúðkaupi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Nú heyrist að U2 hafi komið til Reykjavíkur í flugvél á tíunda tímanum að kvöldi laugardagsins og dvalið þar yfir nóttina. Eftir lendingu héldu þeir sem komu með vélinni í brúðkaupsveisluna í Hafnarhúsinu.

Kjaftasögurnar eru annars orðnar svo margar og háværar að það er erfitt að trúa því hvað sé satt. Hef heyrt að GusGus og Ný dönsk hafi spilað í veislunni, en það vekur athygli að U2 hafi verið þetta kvöld í Reykjavík og dvalið nóttina þar, auk þess farið í brúðkaupið. Ef þeir komu til að spila, hverjir hafa eiginlega efni á því að borga einkatónleika með þessum rokkgoðum.

Ekki nema von að spurt sé hvað sé rétt og hvað ekki. Hver veit annars nema að Ögmundur og Ólafur Ragnar hafi dansað með spúsum sínum í boði auðvaldsins inn í sunnudaginn við undirleik U2 á hinu frábæra lagi Sunday, Bloody Sunday.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Stefán. Nú spyr ég sem ekkert veit um þessi mál. Hver eru tengsl forseta lýðveldisins við Jón Ásgeir, ef einhver eru á annað borð?

Fannar frá Rifi, 19.11.2007 kl. 09:26

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Þegar þú skrifar "nú heyrist" varstu væntanlega að meina nú er hægt að lesa.. Ja nema þú sért farinn að nota hjálparhelluna Röggu til að lesa fyrir þig fréttirnar..

Stefán Þór Steindórsson, 19.11.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: Ingimar Eydal

Ef þetta er satt þá er ég hættur að hlusta á U2

Hef reyndar engar áhyggjur því, ef ég þekki þá félaga rétt þá velja þeir sér vini eftir lífsskoðunum og hversu áhugaverður félagsskapurinn er, en ekki eftir því hvað viðkomandi á mikla peninga !!  Með fullri virðingu fyrir gestum í þessu brúðkaupi, þá held ég að það sé hægt að finna áhugaverðari félagsskap í heiminum, svona ef hægt væri að velja!

Því þeir þurfa ekki að sækja peninga í nýríka íslendinga, þeir hafa nóg önnur tækifæri til þess!  Ennfremur sem þeir hafa sýnt það að þeir eru yfirleitt ekki að sækjast eftir peningum, sbr. það að þeir leggja svo mikið í tónleikaferðirnar sínar að þeir græða yfirleitt ekkert á þeim.

Öfugt við nýríku íslendingana þá eru þeir hugsjónamenn sem vita að það eru meiri verðmæti í lífinu heldur en peningar!!

Hins vegar hef ég áhyggjur af þeim sem trúa þessu.....

Ingimar Eydal, 19.11.2007 kl. 10:55

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Mér er nok sama og verði þeim að góðu,ég hef allavega ekki efni á slíku.Vona bara að þau verði hamingjusöm.

Forsetinn hefur lengi vel verið í hliðardansi við auðvaldið,fengið fara með einkaþotu og þvíumlíkt.

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.11.2007 kl. 11:14

5 identicon

Það er svo sannarlega rétt orðað hjá þér að þarna var AUÐVALD landsins samankomið, því að Bónus-feðgar og aðrir slíkir hafa orðið meiri völd í þjóðfélaginu en þingmenn og ráðherrar. Það er óhugguleg þróun og fólk þarf ekki að halda að íslenskir ráðamenn þiggi síður ekki mútur frá auðmönnum en ráðamenn á Ítalíu og víðar.

Stefán (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 11:23

6 identicon

Og hvað þó U2 hafi spilað eða ekki spilað. Meira hvað fólk getur velt sér uppúr þessu.

M (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:44

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Fannar: Jón Ásgeir var einu sinni nágranni Ólafs Ragnars Grímssonar. Jóhannes í Bónus bjó í sömu raðhúsalengju og Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir bjuggu í árum saman. Utan þess veit ég ekki um nein tengsl, nema þá í gegnum vini.

Stefán Þór: Þetta er ekki mín frétt. visir.is benti á þetta, þaðan koma heimildirnar. Ekki var ég í brúðkaupinu eða veislunni og get því ekkert fullyrt frá eigin hendi um málið, þetta hélt ég að skildist vel af færslunni.

Ingimar: Finnst frekar súrt að þegar að U2 loks kemur hingað sé það á einkakonsert. Nær væri að flytja þessi goð hingað til að spila fyrir okkur öll á almennilegum tónleikum.

María: Auðvitað óska allir brúðhjónunum góðs. En þetta er samt allt mjög spes. Finnst nærvera forsetans athyglisvert endaspil á umræðuna um fjölmiðlafrumvarpið og einkaþotuflugið.

Stefán: Gott innlegg.

M: Auðvitað eru það tíðindi hafi U2 komið hingað og spilað í einkasamkvæmi. Það er frétt að allra mati.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.11.2007 kl. 16:28

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Stefán þetta er auðvita allt mjög spes,og við hinir venjulegu launþegar hafa ekki efni á að fá heimsfrægar hljómsveitir til að spila í brúðkaupum eða afmælum.

Það er satt þetta er frétt,en af hverju fáum við ekki að vita af því,hafa þau kannski tilfinningar eins og við hin og þau skammast sín fyrir eyðsluna?

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.11.2007 kl. 19:41

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hvað meinarðu Ingi? Ég var ekki með neitt skúbb, enda bendi ég á frétt á vísir.is með skrifunum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.11.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband