Afnotagjöldin hækka fyrir laun útvarpsstjóra

RÚV Hækkun afnotagjalda Ríkisútvarpsins nú verður ekki lesin með öðrum hætti en svo að það verði dengt algjörlega á skattborgara í landinu gríðarlegri launahækkun Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, og greiðslum fyrir glæsijeppann sem hann ekur á. Það mátti svosem varla eiga von á öðru. Annars er mér til efs að nokkur opinber starfsmaður hafi fengið eins mikla launahækkun á svo skömmum tíma og var í tilfelli Páls Magnússonar.

Það er varla furða að almenningi í landinu blöskri endalausar sjálfhverfar hækkanir hjá Ríkisútvarpinu. Ef RÚV vill borga yfirmanni sínum ofurlaun, frá því sem fyrir var, og gefa honum dýrasta jeppann í bókinni að vinnulaunum, væri ráð að einkavæða loksins þessa stofnun. Það er annars engin vörn til fyrir margfalda launahækkun Páls og bruðlið í kringum embætti hans. Mikið var talað um það sem Markús Örn Antonsson hafði sem útvarpsstjóri en Páll er að njóta mun meiri fríðinda og hærri launa en hann hafði nokkru sinni.

Ég hef verið þeirrar skoðunar í ótalmörg ár að ríkið eigi ekki að reka fjölmiðil. Ég get ekki betur séð en að ríkið sé með hækkun þessara gjalda í kjölfar launahækkana og jeppakaupa að færa stuðningsmönnum einkavæðingar gild rök fyrir sínu máli upp í hendurnar. Ég hlýt að fagna því að vissu marki.

mbl.is Afnotagjald RÚV hækkar um 4% 1. desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband