U2 spilaði ekki í brúðkaupi Jóns og Ingibjargar

U2 Jæja, þá er ljóst að U2 spilaði ekki í brúðkaupi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur, þrátt fyrir mjög háværar kjaftasögur úr öllum áttum um Íslandsför þeirra poppgoða og komu þeirra með glæsikerrum í brúðkaupið í Hafnarhúsinu. Munu brúðkaupsgestir "aðeins" hafa dansað við undirleik Ný danskrar og GusGus. Íslenskt og gott vissulega.

Annars er greinilegt að kjaftasögurnar um þetta brúðkaup voru svo margar að flestar voru ósannar. Það var talað fram og til baka um að brúðurin myndi verða í svörtum brúðkaupskjól. Hún var hinsvegar í hvítum kjól er yfir lauk. Svo var líka gasprað með matinn og allt hvað heitir. Mér fannst um tíma við vera að fylgjast með brúðkaupinu sem flestir töldu að Ólafur Ragnar og Dorrit myndu eiga, allt þar til að þau giftu sig borgaralega í kyrrþey, mörgum að óvörum.

En mikið er ég annars feginn því að U2 kom ekki til að spila í þessu brúðkaupi. Held að það hefði verið meiriháttar áfall fyrir okkur aðdáendur hljómsveitarinnar hefðu þeir loksins komið til Íslands og það til að spila á einkakonsert, fyrir lokaðan hóp. Enda fann maður vissa kergju meðal aðáenda vegna þessa umfram allt. U2 er ein besta rokksveit sögunnar og við eigum skilið að fá þá hingað á almennilegan konsert, opinn fyrir alla en ekki sem einkasamkvæmi elítunnar.

En heilt yfir er maður að ná sér af allri umfjölluninni um brúðkaupið. Þetta var svo háfleygt og mikið. Kannski eðlilegt, enda voru Bónus og Hagkaup að sameinast þar endanlega, ekki bara peningalega heldur með fjölskylduböndum. Um leið og allir óska brúðhjónunum til hamingju með giftinguna velta eðlilega margir fyrir sér umfanginu. Sá að fjöldi netpenna blöskraði helst flutninginn á Rollsinum til að keyra nokkur hundruð metra með brúðhjónin.

Sumum blöskraði helst að sjá Ögmund Jónasson í brúðkaupi aldarinnar. Það fannst sumum óviðeigandi og stílbrot fyrir þann gamla byltingamann alþýðunnar sem Ögmundur hefur verið. Hann einhvern veginn fittaði ekki inn í hópinn, var eins og boðflenna konungs í hirðveislunni. Prinsippin verða greinilega ekki settar ofar fjölskyldunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Hörður

Fannst rétt að klára þessa umræðu vegna fyrri færslunnar sem ég skrifaði. Þar gaf ég þessu byr undir báða vængi vegna kjaftasagnanna af þessu sem voru til staðar. En það þarf að loka þessari umræðu og það geri ég. Annars hef ég ekki skrifað nema þessar tvær færslur um brúðkaupið og þær verða sennilega ekki fleiri.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.11.2007 kl. 10:11

2 identicon

Ég held að tengdafaðir Ögmundar og Pálmi í Hagkaup hafi verið systkynabörn. Ég er ekki alveg með það á hreinu en það var eitthvað nærri.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:14

3 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Ömmi var primus motor á sínum tíma í Sigtúnshópnum sem mótmælti háum vöxtum á íbúðaarlánum. Hann hefur ekki séð þetta fyrir, að vera eins og skrattinn úr sauðaleggnum í þessu brúðkaupi.

Ólafur Þór Gunnarsson, 20.11.2007 kl. 16:50

4 Smámynd: Sandra Dögg Guðmundsdóttir

ég hálf skammast mín nú fyrir það að hafa ekki heyrt neitt um þetta brúðkaup, vissi ekki af því fyrr en amma mín fór að slúðra um þetta, og það var á brúðkaupsdaginn sjálfan!

 Hvar var öll þessi umræða?

Sandra Dögg Guðmundsdóttir, 20.11.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband