Undarleg minnimáttarkennd femínista í garð Egils

Egill Helgason Mér finnst nú frekar hlægileg þessi minnimáttarkennd femínista í garð Egils Helgasonar, sem fram kemur í fréttinni í 24stundum í morgun. Séu femínistar ekki sáttir við umfjöllun um jafnréttismál hjá Agli ættu þær/þeir að mæta og tala hreint út um það á þeim vettvangi þegar að þeim er jú boðið að mæta. Veit ekki betur en að Egill hafi verið með öflugar konur í þættinum það sem af er þessum fyrsta vetri hjá Ríkissjónvarpinu - meðal annars löng og góð viðtöl við Svandísi Svavarsdóttur og Ingibjörgu Sólrúnu.

Það eru vissulega valdamiklar konur í samfélaginu sem hafa mætt til Egils, enda eru víða áhrifakonur í stjórnmálum, konur með völd og sem skipta máli - þær hafa komið til Egils í viðtöl. Enda eðlilegt að þeim sé boðið, því þær skipta máli í stjórnmálaumræðunni. Þær hafa jafnan talað tæpitungulaust og verið beinskeyttar, hef ekki orðið var við annað. Egill á vissulega við það vandamál að stríða að færri konur eru alþingismenn og ráðherrar en karlar. Það er vel þekkt staðreynd að konum fækkaði á þingi bæði í kosningunum 2003 og 2007. En hinsvegar hefur mér fundist Egill vera nokkuð heiðarlegur í sinni umfjöllun. Get ekki séð neina gríðarlega kynjaslagsíðu.

Egill hefur vissulega sínar skoðanir á málum og tjáir þær óhikað, meðal annars á jafnréttismálum. Hann er ekkert einn um það og hlýtur að mega tala hreint út hvað þau varðar. Hvað varðar þessa frétt er hún svolítið spes. Sú kjaftasaga gengur annars að Sóley Tómasdóttir hafi sent út fjöldapóst á konur þar sem þær eru hvattar að mæta ekki til Egils. Hvert erum við komin ef það er staðan að konurnar sem gagnrýna Egil þiggja ekki gestaboð til hans? Af hverju þiggja þær ekki að tala hreint út þegar að þær fá boð? Er það ekki svolítið ankanalegt? Annars sýnist mér þetta vera aðallega vinstri græn femínistaslagsíða sem er að tala gegn Agli.

Annars er ekkert nýtt að Sóley og Egill skiptist á kuldalegum kommentum og viðbúið að þau yrðu enn harkalegri. Fyrir nokkrum dögum sá ég frétt þar sem stjórnmálakona í Venezuela réðst inn í prógramm þekkts sjónvarpsstjórnanda og tók hann engum vettlingatökum - braut gleraugun hans og öskraði ókvæðisorð að honum. Ég vona að Sóley fari ekki að leika þetta eftir og komi öskrandi inn í settið í næsta þætti. Er annars ekki öryggiskerfið í Efstaleitinu rock solid eftir að geðveili kallinn tók rafmagnið og vararafkerfið úr sambandi þar um árið?

mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki aðalástæðan sú að þær líta bara svo illa út í beinni þegar að þær geta ekki rökstutt fullyrðingar sínar. Á blogginu hafa þær þó þann valkost að hunsa kröfur um rökstuðning.

Bjarni (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband