Kárahnjúkavirkjun gangsett formlega

Kárahnjúkavirkjun Það eru svo sannarlega tímamót fyrir austan, við Kárahnjúka, nú á þessum degi. Kárahnjúkavirkjun, ein umdeildasta og mesta framkvæmd Íslandssögunnar, er nú endanlega orðin að veruleika og hefur verið gangsett, reyndar á tveim stöðum, vegna óveðursins sem skekur landið. Ber vel vitni hversu tæknin er annars góð.

Það er ekki hægt annað en að nefna virkjunina eitt mesta pólitíska hitamál áratugarins, það stærsta ef fjölmiðlamálið er undanskilið, það varð umdeilt bæði á vettvangi stjórnmála sem og í samfélaginu. Tekist var á innan þings og í samfélaginu um málið á öllum stigum, meira að segja var deilt um Hálslón er örlög þess voru ráðin, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, staðfesti framkvæmdina þótt heitið væri á hann um annað.

Það leikur enginn vafi á því að þessi framkvæmd skiptir Austfirðinga miklu máli og finna má hversu mjög framkvæmdir á öllum stigum hafa styrkt Austurland allt, ekki síður Egilsstaði og nágrenni en Fjarðabyggð, en það er ekki hægt að líkja Reyðarfirði á þessum tíma saman við það sem var fyrir nokkrum árum, svo miklar hafa breytingarnar orðið á samfélaginu þar, til hins góða.

Vil óska Austfirðingum til hamingju á þessum degi. Það þurfti mikla baráttu til að tryggja framkvæmdirnar fyrir austan, baráttu sem var sannarlega vel þess virði.

mbl.is Ræs! sagði Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband