Benazir Bhutto var skotin til bana

Benazir BhuttoÞað leikur varla vafi á því nú að Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, var skotin til bana. Nýjar myndir sem sýndar voru síðdegis sýna vel að skotið var að henni úr návígi. Svo virðist vera sem að stjórnvöld séu að reyna að setja á svið mikla yfirhylmingu til að breyta staðreyndum varðandi þetta pólitíska morð á einum vinsælasta stjórnmálamanni Pakistans. Eitt og sér eru það stóralvarlegar fregnir og hlýtur að vekja spurningar um hvort að stjórnvöld eða aðilar tengdir þeim beri í raun ábyrgð á morðinu.

Strax og stjórnvöld komu með sína hlið á morðinu á Bhutto í gær fannst flestum það langsótt kenning. Eftir því sem fleiri myndir sjást af þessu atviki og fleiri tala um það sem gerðist verður sífellt ljósara að Bhutto féll fyrir kúlum byssumanns. Enda var það hin opinbera skýring á dauða hennar þar til í gær, er snúið var við blaðinu. Læknar og þeir sem bjuggu um lík Bhutto áður en hún var kistulögð fullyrða allir að hún hafi hlotið skotsár á höfði. Það hafi verið banamein hennar. Miðað við myndirnar í dag má sjá að það er nokkuð augljóslega dánarorsökin.

Það er auðvitað frekar dapurlegt ef að pakistönsk stjórnvöld ætla sér að reyna að stýra eftirmála þessarar pólitísku aftöku á stjórnmálamanni sem virtist vera á leið til valda. Hvers vegna er staðreyndum snúið á hvolf í þeim efnum? Drápu menn Musharrafs eftir allt saman Benazir Bhutto? Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér. Séu þessir aðilar aðeins að reyna að lægja öldur í landinu með þessu er það dæmt til að mistakast.


mbl.is Myndir sýna að skotið var á Bhutto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband