Svandís Svavarsdóttir slasast - lélegur aðbúnaður

Svandís Svavarsdóttir Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, slasaðist í dag er sæti hennar losnaði í flugvél á milli Reykjavíkur og Egilsstaða, í aðflugi til Egilsstaða. Fékk hún vont höfuðhögg og var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur, en heilsast vel miðað við allt, ef marka má heimildir.

----


Mér finnst það nú heldur lélegur aðbúnaður fyrir farþega hjá Flugfélagi Íslands þegar að sæti farþeganna losnar í flugferðinni með þessum hætti. Nógu dýrt er fargjaldið í innanlandsfluginu þó að farþegar eigi það ekki á hættu að lenda í svona aðstæðum í ferðinni eða slasast vegna þess, allt vegna þess að búið er illa að fólki. Það verður allavega áhugavert að sjá hvað kemur út úr rannsókn á þessu atviki, enda blasir við öllum að það er fjarri því eðlilegt að svona gerist.

Þegar að við kaupum okkur flugmiða erum við flest að velja öruggan ferðamáta og vonumst væntanlega eftir því að búið sé vel að okkur sem farþegum, öryggi okkar sé tryggt eftir fremsta megni - allavega að sætin sem við sitjum í geti ekki losnað. Þegar að það gerist er eðlilegt að kanna öryggið og hvað hafi farið úrskeiðis í eftirliti.

mbl.is Sæti losnaði í flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Það er nú einfaldlega þannig að stundum verða óhöpp og þar sem maðurinn kemur að, þar verða mistök, og maðurinn kemur að ansi mörgu.  Öryggi flugfarþega er sennilega mörgum sinnum meira en hjá farþegum hópferðabíla, svo ekki sé talað um þá sem eru á fólksbílum.

Annars finnst mér það tímaskekkja að halda úti þessu innanlandsflugi, með tilheyrandi kostnaði við að halda úti flugvöllum og þjónustu varðandi þá.

Þið norðanmenn ættuð að vera á grænni grein með kjördæmapotarameistarann í samgönguráðuneytinu. Hann sér nú fátt annað en það sem er í hans kjördæmi,  átti þó að vera ráðherra okkar allra.

Kveðja- Helgi P

HP Foss, 18.1.2008 kl. 17:19

2 identicon

HP

Ég átta mig ekki á hvað þú meinra með ,, tímaskekkju''. Farþegafjöldi í innanlandsflugi hefur aldrei verið meiri en einmitt nú og innanlandsflugið er rekið með góðum hagnaði ólíkt því sem var fyrir nokkrum áratugum.  Kostir flugsins og yfirburðir eru ótvíræðir.

kv. Flyer.

flyer (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já Svandís hefur greinilega fengið eina sætið sem var laust í þessa ferð. Annars er ég sammála öllu því sem Helgi P segir í 1.málsgr í sinni ath-semd

Kjartan Pálmarsson, 18.1.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

HP Foss og Kjartan: Skil ekki þetta væl í ykkur sunnanmönnum. Veit ekki betur en að við kaupum flugfargjaldið dýrum dómum, það er ekki ódýrt að fljúga. Það er okkar valkostur að fljúga, en á móti kemur að þetta eru samgöngur, mikilvægar samgöngur fyrir okkur. Flugið er þjóðbraut. Það er alltaf jafn fyndið að lesa besservisseratal þeirra að sunnan sem telja það flottræfilshátt að fljúga, þetta eru samgöngur fyrir okkur sem þurfum að fara suður og það gerist reglulega. Hvað varðar ráðherrann var það valkostur Samfylkingarinnar að velja þennan mann til ráðherrastarfa og er mér óviðkomandi.

Flyer: Þakka gott innlegg. Sammála hverju orði.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.1.2008 kl. 18:32

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flug tímaskekkja?? ég held að einhverjir aðrir séu tímaskekkja, veit ekki betur en maður hafi notað flugið sem sínar aðal samgöngur á veturna hér frá 1969 og til dags dato, reyndar er ég flutt á suðurland þannig að ég flýg sjaldnar, en að flugið sé tímaskekkja er bara rugl í einhverjum "besservissurum" eins og þú segir.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.1.2008 kl. 19:45

6 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

iiiiiii rangur misskilningur ,,eins og maðurinn sagði''

ÍTREKA 1.málsgr ekkert annað

Ég sunnanmaðurinn bjó á Eyjarfjarðarsvæðinu á árunum 1979 til 1991 og veit því mætavel hvað flugsamgöngur eru mikilvægar fyrir okkur Norðanmennina og aðra landsbyggðarmenn

Kjartan Pálmarsson, 18.1.2008 kl. 19:49

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Fyrst og fremst var kommenti mínu beint til HP Foss, en þykir leitt hafi ég misskilið þig Kjartan og er ljúft að biðja þig afsökunar á því. Það er gott að þú hafir ekki tekið undir neitt hjá honum nema fyrstu málsgreinina. Allavega gott að sjá það við aðra sýn á innleggið.

Sammála Ásdís mín.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.1.2008 kl. 21:14

8 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Takk fyrir það Stebbi minn! Bestu kveðjur Norður 

Kjartan Pálmarsson, 18.1.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband