Nýr meirihluti í Reykjavík - Ólafur F. borgarstjóri?

Ólafur F. og Vilhjálmur Þ. í sextugsafmæli Davíðs Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista hefur verið myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur. Eftir 102 daga valdasetu vinstrimeirihlutans er hann fallinn og er orðinn skammlífasti valdhafinn í Reykjavíkurborg og Dagur B. Eggertsson lætur af embætti eftir einn stysta valdaferil í embætti borgarstjóra. Þetta eru sögulegar vendingar og sætur sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir margfræg svik Björns Inga Hrafnssonar.

Hef skrifað talsvert um þetta í dag. Ákvað að tefla á tæpasta vað í upphafi og skrifa um þetta í morgun, þrátt fyrir að lítið hefði verið skrifað um það og margir þyrðu ekki að taka kjaftasögurnar trúanlegar. Var ekki með stöðuna alveg örugga þá reyndar. Eftir því sem leið á daginn spjallaði ég við marga sjálfstæðismenn í Reykjavík og heyrði ennfremur í mönnum sem tengjast Ólafi F. Magnússyni. Skynjaði fljótt eftir hádegið að það væru stórtíðindi í aðsigi og nýr meirihluti í kortunum. Þetta hefur verið stórmerkileg atburðarás, ekki síðri og áhugaverðari en þegar að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll.

Það er talað um að Ólafur F. Magnússon verði borgarstjóri allavega hluta tímabilsins. Ekki rétt að fullyrða neitt um það nú þegar en bíð hinsvegar formlegrar staðfestingar á því. En er á hólminn kemur eru þessi meirihlutaslit gríðarlegt pólitískt áfall fyrir Dag B. Eggertssson, fráfarandi borgarstjóra, Svandísi Svavarsdóttur og auðvitað Björn Inga Hrafnsson. Og mikill sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nú fær hann aftur völd til að vinna að stefnu sinni og verkum sem hann leiddi svo farsællega fram til októbermánaðar.

mbl.is Nýr meirihluti kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sá þetta fyrir og bloggaði um það 7. janúar... Ólafur er ekki traustur eins og Sjallar hafa löngum kynnst í gegnum árin.

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/408358/

Jón Ingi Cæsarsson, 21.1.2008 kl. 19:28

2 Smámynd: Jóhann Rúnar Pálsson

Jamm og jæja! Maður veit nú varla hvort maður á að hlæja eða gráta! Ólafur virðist nú ekki vera sá traustasti en margur annar ef út í það er farið. Einnig verður gaman að sjá hvernig endurreisingu fráfarandi og verðandi borgarstjóra verður varið. Miðað við skrif mætra manna í Rey málinu fræga um þáverandi borgarstjóra og aðkomu hans að því máli virtist sem hann nyti lítis traust meðal margra sjálfstæðismanna! En það er nú svo sem oft þannig að menn eru fljótir að gleyma þegar það á við!

Með kveðju

Jóhann Rúnar Pálsson, 21.1.2008 kl. 19:45

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta eru frábærar fréttir, til hamingju Sjálfstæðismenn!

Huld S. Ringsted, 21.1.2008 kl. 19:58

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þetta lítur þannig út fyrir mér að Ólafur sé ekki mjög traustur samstarfsaðili og einhvernveginn hefði mér fundist gáfulegra fyrir sjálfstæðismenn að efla sitt innra starf fyrir næstu kosningar og gjörsigra þær kosningar sem hefði átt að vera léttur leikur miðað við hve slakur og veikur þessi fráfarandi meirihluti var að þeirra mati. Ég myndi ekki veðja hárri upphæð á að þessi meirihluti haldi út kjörtímabilið.

Gísli Sigurðsson, 21.1.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband