Hvar voru þessir ungliðar í október 2007?

FundarsalurÞað er mjög sérstakt að sjá vinstrisinnaða ungliða gera sig að fíflum á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. Svona mótmæli eru eins og ég hef áður vikið að barnaleg og heimsk. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að breyta fundi lýðræðislega kjörinna fulltrúa í hálfgerðan fótboltaleik.

Þeir sem sitja fundinn hafa umboð úr kosningum til fjögurra ára og því verður ekki breytt þó einn meirihluti falli og fylgismenn hans hafi ekki þroska eða vitsmuni til að virða lýðræðið. 

Hvar voru þessir ungliðar í október 2007? Svari hver sem vill.

mbl.is Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Jónsson

Þeir voru þar sem almenningsálit var: að fylgja breyttum meirihluta. Yfirgnæfandi stuðningur var í Reykjavík við þær breytingar. Enginn getur mögulega sagt það sama við þessar. Sjá mína eigin seinnustu bloggfærslu nánar um skoðanir mínar á þessari röngu rökfærslu að bera sífellt þetta tvennt saman.

Friðrik Jónsson, 24.1.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef vinstri menn fá ekki að ráða þá verða þeir reiðir og öskra og æpa. Ég vitna núna í Svandísi. Þegar fráfrandi meirihluti var mynndaður þá þurfti ekki að kalla á lögreglu vegna láta. Ekki fórum við alveg brjálaðir sjálfstæðismenn, niður í ráðhús grenjandi af reiði og biturleika.

Vinstri ungliðar hafa verið sér til skammar. Þeir telja sig að vera að verna lýðræðið. lýðræðið var í síðustu kosningum. Þá var kosið. Meirihluti kjósenda kaus núverandi meirihluta.

Vinstir ungliða hræsnarar. 

Fannar frá Rifi, 24.1.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Friðrik: Það verður að virða fundarsköp. Þetta er ekki handboltaleikur með frammíköllum og húrrahrópum. Hafi menn ekki fundarfrið á að rýma pallana og það hefur verið gert. Vinstrisinnuðu ungmennin hafa fært ungliðapólitíkina á lágt plan í dag, mjög lágt. Þvílíkir helvítis hræsnarar!

Alex: Skoðanakannanir eru ekki kosningar. Hef fullan skilning á að væringar séu. En lýðræðislega kjörnum meirihluta á að gefa færi á að taka til starfa og vinna verkin. Það hefur verið myndaður nýr meirihluti með afgerandi umboð.

Þessi ungmenni létu eins og fífl áðan. Þetta er bara hræsni. Það gilda fundarsköp og þau er ekki hægt að sveigja fyrir vinstrimenn í fýlu yfir því að finna fyrir sömu meðölum og þeir hafa beitt áður.

Sammála hverju orði Fannar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 13:25

4 Smámynd: Unnar

Eru mótmæli heimsk? Er ekki okkar réttur að mótmæla? Hvernig ætlast þú til þess að fólk mótmæli?

Ansi hart að þið sjálfstæðismenn talið niður til fólksins í borginni með þessum hætti. Þetta er bara valdablindni og valdníðsla.

Unnar, 24.1.2008 kl. 13:28

5 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Er 75% þjóðarinnar vinstrimenn?? Það eru engin flokksskirteini á því fólki sem þarna mótmælir - enda gera þau það á sýna ábyrgð.

 Við höfum látið bjóða okkur allt of mikið - mér finnst allt í lagi að fólk mótmæli. stórum hluta almennings mislíkar það sem er að gerast og því í lagi að láta í sér heyra.

Eggert Hjelm Herbertsson, 24.1.2008 kl. 13:34

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Unnar: Já, mótmæli í borgarstjórnarsalnum sjálfum eru algjörlega til skammar. Það að tryggja ekki fundarfrið þar sem sitja lýðræðislega kjörnir fulltrúar er til skammar. Það er eitt að mótmæla úti en annað að færa það inn og það er bannað skv. fundasköpum sveitarstjórna. Þeim er ekki breytt fyrir fúla vinstrimenn sem eru að missa völdin.

Alex: Það er ekkert að því að mótmæla. En þarna eru fundarsköp brotin og ber að rýma salinn og það hefur verið gert. Mér finnst þessi mótmæli áðan og tilraun til að koma í veg fyrir fund í sal borgarstjórnar til skammar. Þetta eru því miður bara hræsnarar sem þarna saman koma. Fyrir hundrað dögum tóku stjórnmálamenn þeirra við völdum með sama hætti og er að gerast í dag með nýjan meirihluta.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 13:36

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Skoðanna kannanir þær sem Fréttablaðið notar eru nær ómarktækar með öllu. Hver sá sem hefur lært eitthvað um skoðanna kannanir veit það. Þær eru teknar af fáum einstaklingum og skekkjumörk þeirrar tegundar sem Fréttablaðið notar eru gríðarleg.

Síðan eru netskoðanna kannanir og einhverjir undirskriftar listar ómarktækir með öllu. 

Fannar frá Rifi, 24.1.2008 kl. 13:38

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Eggert: Þetta er mjög barnalegt. Það er afleitt að sveigja fundarsköp fyrir frústreraða vinstrimenn sem eru þarna. Hef verið það lengi í ungliðapólitík að ég sá vel hvaða fólk var þarna að meginhluta séð, þetta voru aðallega vinstriungliðar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 13:39

9 Smámynd: Sindri Kristjánsson

Ég er ekki sammála þér Stefán að hér séu uppi sömu aðstæður og fyrir ca. 100 dögum síðan. Þá slitnaði upp úr samstarfi D og B vegna ágreinings um gríðarlega mikilvægt og stórt pólítískt málefni; OR, GGE og REI. Geturðu bent mér á hvernig þú sérð þessar aðstæður í sama ljósi?

Sindri Kristjánsson, 24.1.2008 kl. 13:41

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

Spyrjum okkur. Hvað höfðu þessir sömu mótmælendur sagt ef við hefðum fjölmennt á pallanna í ráðhúsinu öskrandi okkar hás? 

Grenjandi eftir að misst áhrif og völd. ég meina þetta er bara spurning um völd. Ekki voru það nein málefni sem fráfarandi meirihluti stóð fyrir. eða getur einhver bent mér á eitthvað málefni annað en að halda í völdin og þagga niður Rei málið, sem fráfarandi meirihuti stóð fyrir? 

Fannar frá Rifi, 24.1.2008 kl. 13:46

11 identicon

Stebbi:

Fyrir þremur mánuðum voru borgarbúar búnir að fylgjast með óförum fráfarandi meirihluta, sér í lagi sjálfstæðismanna og algjöru getuleysi þeirra til að stjórna borginni.  Þetta lýsti sér m.a. í:

  • Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að snúast í marga hringi í kringum gömul prinsippmál - þ.e. verkefni á vegum Orkuveitu Reykjavíkur 
  • 6 af 7 borgarfulltrúum gengu á fund formanns flokksins til að kvarta undan störfum hins sjöunda, borgarstjórans.
  • Annar samstarfsflokkurinn lýsti því yfir að tekin yrði kúvending í stóru máli og ætluðu að selja fyrirtæki borgarinnar á brunaútsölu án þess að ráðfæra sig við fulltrúa samstarfsflokksins - sem hafði lýst því yfir að hann væri á annarri skoðun.
  • Einn af oddvitum Sjálfstæðisflokksins lýsti því að það hefði verið hægt að bjarga samstarfinu ef samstarfsaðilinn væri tilbúinn að fallast á skoðanir Sjálfstæðisflokksins! 
  • Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru tilbúnir til að mynda meirihluta án oddvita síns, sbr. SMS: "Til í allt, með eða án Villa"

Ef þetta snýst um málefni hjá Ólafi hefði hins vegar verið hægt að bjarga síðasta meirihluta bara með því að Óafur hefði látið vita að hann væri óánægður - það gerði hann aldrei!

Og einu sinni enn, Stebbi, vegna þess að ég sá hjá þér að þú ert enn að tala um svik Björns Inga: 

Hanna Birna Kristjánsdóttir lýsti því sjálf af hverju síðasti meirihluti féll - "Það hefði ekki verið neitt mál að komast að samkomulagi bara ef Björn Ingi hefði fallist á skoðanir okkar".  Þegar menn líta svoleiðis á samstarf þá er það engin svik að yfirgefa það!

Ekki það, ég er alls ekki hrifinn af störfum Björns Inga, en það er bara ein ástæða fyrir því að meirihluti hans og Sjálfstæðisflokksins féll:  Algjört getuleysi Sjálfstæðisflokksins til að fara með vald.  Það mun koma í ljós aftur á næstu dögum - þessi meirihluti verður ekki út árið, það er á hreinu!

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:53

12 Smámynd: Sindri Kristjánsson

Hvað höfðu þessir sömu mótmælendur sagt ef við hefðum fjölmennt á pallanna í ráðhúsinu öskrandi okkar hás?

Sennilega minna en "þið" því þegar öllu er á botnin hvolft þá munu þessi mótmæli ein og sér sennilega ekki breyta neinu. Fólk hefur hins vegar rétt á að láta í sér heyra þó svo að það megi deila um hvaða leið sé best að fara í því.

Grenjandi eftir að misst áhrif og völd.

Það hefur verið talað um einhverja hræsni hér að hálfu mótmælenda. Hvað hefur breyst núna frá því að Villi og Ólafur ræddu saman eftir kosningar en náðu ekki saman? 

Sindri Kristjánsson, 24.1.2008 kl. 13:57

13 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Stebbi er þetta barnalegt? En er þetta ekki ungt fólk sem er að mótmæla? Ungt fólk má vera barnalegt.

Ungt fólk á að vera ástríðufullt, sýna tilfinningar, láta ekki allt yfir sig ganga. Ég er ánægður með það fólk sem hér mótmælti. Á meðan ekki er um ofbeldi að ræða, né margra daga mótmæli, þá er þetta í góðu lagi.

Eggert Hjelm Herbertsson, 24.1.2008 kl. 14:02

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sindri: Meirihlutinn féll í október vegna þess að borgarfulltrúi Framsóknarflokksins treysti sér ekki til að vinna með Sjálfstæðisflokknum áfram. Það höfðu verið væringar innan meirihlutans og þeim lauk með þessum hætti. Hann fór með atkvæði sitt annað og hafði til þess fullan rétt. Ólafur F. Magnússon virðist greinilega ekki hafa verið sáttur í nýjum meirihluta, ekki fundist áherslur sínar verið að fá nógu gott vægi og það hefur verið talað um að krafan um læknisvottorðið hafi skemmt samskipti hans og Margrétar Sverrisdóttur, svo að óbrúanleg gjá var milli þeirra. Ólafur samdi ekki um meirihlutann á þeim tíma, enda fjarri.

Hann virðist ekki hafa verið sáttur með stöðu mála, sérstaklega með að enginn málefnasamningur var, en þau náðu aldrei saman um slíkt plagg á hundrað dögum. Málefnasamningur er í öllum sveitarstjórnum grunnur meirihlutasamstarfs. Svo að hann fer annað með sitt atkvæði, eins og Björn Ingi. Var ósáttur. Hann hefur fullt vald til þess.

Steingrímur: Meirihlutinn féll í október og hinn féll svo hundrað dögum síðar. Þetta er víst bara svona. Það gerist í sveitarfélögum um allt land að meirihlutar geti komið og farið þar sem enginn afgerandi meirihluti eins afls eða bandalag hafi völd úr kosningum. Það er ekkert við því að gera. Þetta er eðli stjórnmála að samstarf hefst og því getur lokið.

Fannar: Sammála.

Sindri (aftur): Ég er ekki að tala gegn standard mótmælum, eins og voru fyrir fundinn. Það að ætla að breyta borgarstjórnarfundinum í skrípaleik með fótboltaleiksframmíköllum er til skammar. Sjálfur hef ég tekið þátt í mótmælum, fyrir utan þinghúsið þegar að Li Peng kom (komum í veg fyrir að hann kæmist í þinghúsið) og er Jiang Zemin kom. Þá vorum við öll ungliðafélögin samstíga. Það var gaman. En það að halda þessu áfram og öskra á kjörna fulltrúa inni á fundinum; þetta er til skammar.

Eggert: Mér finnst þetta til skammar inni á fundinum, fer ekki ofan af því. Þú hefðir verið annarrar skoðunar hefði þetta verið meirihlutaskiptin í október og ungir sjálfstæðismenn hefðu gert þetta. Það var hiti í Heimdallarfólki þá vissulega en það hvarflaði að engum að gera svona þá, þó hiti hafi verið í fólki. Þau mótmæltu bara með greinaskrifum og ályktunum, sem voru reyndar mjög hófstilltar miðað við svik framsóknarmanna, sem gerðu marga reiða. Það er alltaf gott að geta fundið listina við að mótmæla málefnalega. Þetta öskur í fundarsalnum og brot á fundarsköpum var barnaskapur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 14:08

15 identicon

Stebbi:  Þetta er einhver mesta svarleysa sem ég hef nokkurn tíma séð hjá þér!

Þú spyrð af hverju ungliðar mótmæltu ekki í október, en gera það nú og ég bendi þér á aðstæðurnar eru allt, allt, öðruvísi nú en í október - og ef út í það er farið eru aðstæður nú allt, allt öðruvísi en hafa verið þegar aðrir meirihlutar hafa sprungið - það hafa alltaf verið ágreiningur fyrir - en hann var enginn í þessu tilviki!  Lestu aftur svarið og svaraðu því málefnalega - er ég að fara eitthvað rangt með?

En það er gott að sjá að þú sért búinn að sjá að síðasti meirihluti féll ekki vegna svika Björns Inga.  Þú bjallar kannski í Þorbjörgu Helgu og bendir henni á það - hún sagði að það væri allt í lagi að svíkja sig inn í nýjan meirihluta vegna þess að Björn Ingi byrjaði á því!

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:36

16 identicon

Sæll Stebbi

Tek heilshugar undir með þér að þetta er hálvitaháttur að láta svona og brjóta öll fundarsköp, en því miður er þetta gott dæmi um það aga- og virðingaleysi sem að hefur grasserað á Íslandi síðustu ár. 

Það þykir flott á meðal ákveðinna hópa að mótmæla og láta öllum illum látum og svo er öskrað "löglegluríki" um leið og þetta fólk er beðið um að virða lög og reglur.

Hjá þeim er bara ein rétt skoðun og það er þeirra eigin og virðast þau tilbúin til þess að vaða yfir allt á skítugum skónum til þess koma því á framfæri.

Þarf varla að taka fram að ég er ánægður með þróun mála í borginni.

 Kveðja Ómar

Ómar Pétursson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:38

17 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ómar: Takk kærlega fyrir kommentið - algjörlega sammála hverju orði.

Steingrímur: Með orðum þínum ertu að segja að það hefði mun frekar átt að vera læti í október, þá voru mun meiri tilfinningar í falli meirihlutans þar sem málið var mun stærra að þínu mati. Þú hefur þessar skoðanir bara af því að meirihlutaskiptin þá þýddu valdamissi Sjálfstæðisflokksins en nú kemst hann til valda og þá er í lagi að mótmæla. Verum ekkert að tala í kringum hlutina. Það var ágreiningur þá og enginn saklaus. Ég skrifaði harkalega gegn REI-málinu og varði ekkert í því. Ég er ekki blindur flokkshestur og þori alveg að tala hreint út.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 15:37

18 identicon

Flott hjá þér Stefán að halda með lýðræðinu og á móti "almenningsálitinu" sama hvað það er. Það eru ákveðnar reglur sem gilda en vinstrimenn hreinlega skilja það ekki að það eina sem skiptir máli er það sem kemur upp úr kjörkössunum en ekki skoðanakannanir Frétttablaðsins sem teknar eru í hita leiksins. Stjarna dagsins finnst mér vera Hanna Birna sem stóð sig frábærlega á móti öskrandi "skrílnum", hélt ró sinni og kurteisi við mjög erfiðar aðstæður. Finnst að Villi eigi fyrr en seinna að rýma fyrir henni sem framtíðar leiðtoga sjálfstæðismanna í borginni. Hún verður flottur Borgarstjóri að ég held. Eða hvað finnst þér??

Pétur Svavarsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:16

19 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Nákvæmlega! Fundarsköp ber að virða, og það er það sem við setjum út á þegar við gagnrýnum hvernig þessi mótmæli fóru fram. Alveg sjálfsagt í ríki þar sem málfrelsi ríkir að fólk mótmæli því sem það er ósátt við, en hlutir geta farið út í öfgar og jafn vel snúist upp í andhverfu sína ef vitlaust er að farið.

Ég er jafnframt sammála Pétri, Hanna Birna stóð sig vel og er vel efni í borgarstjóra í framtíðinni. 

Björn Kr. Bragason, 24.1.2008 kl. 22:25

20 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Alveg sammála þér Pétur. Hanna Birna er mikil pólitísk stjarna að mínu mati. Frábær forystukona í pólitík; röggsöm og traust - kjarnakona. Finnst hún langframbærilegasta leiðtogaefnið á næstu árum.

Gott að við erum sammála Jón.

Takk fyrir gott komment Björn. Gott að við erum sammála um þetta, og já Hanna Birna er flott.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.1.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband