Skrílslátum í Ráðhúsi beint að heilsu Ólafs F.

Skrílslæti í Ráðhúsinu Það verður sífellt greinilegra að skrílslátum ungliða vinstriaflanna í fundarsal í Ráðhúsinu í gær var beint að því að brjóta niður Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, og koma í veg fyrir að hann gæti annaðhvort setið fundinn eða myndi hreinlega missa stjórn á sér í fundarsalnum. Enda sást það vel að það hafði viss áhrif að kalla á tilfinningar hjá honum, enda tók hann þessi skrílslæti mjög nærri sér.

Skrílslætin á fundinum fóru langt yfir þau mörk að vera mótmæli í sjálfu sér. Þau voru dónaleg og yfirdrifin og greinilega átti að reyna að vega að borgarstjóranum. Enda var langmest öskrað þegar að hann stjórnaði fundi eða er lýst var kjöri hans í embætti borgarstjóra. Það hefur mikið mætt á Ólafi síðustu dagana og harkalega verið að honum sótt. Umræðan um geðheilsu borgarstjórans er komin langt yfir öll mörk og gengið mjög langt í þeim ófögnuði. Ólafur hefur læknisvottorð um að hann sé hæfur til starfa, einn borgarfulltrúa, og það er engin ástæða til að draga það í efa.

Ég hef svosem sagt mínar skoðanir nokkrum sinnum hér á þessum vef á þessum skrílslátum og bendi á þær aftur. Fannst gengið langt þarna í gær og ég sá að mörgum úr vinstriarminum eða úr þeim hópum sem styðja minnihlutann í borgarstjórn fannst gengið of langt. Enda var þetta hreinn farsi og þetta fólk vann málstað sínum ekki fylgis með þessum öskrum, skaðaði hann mun frekar en styrkti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stefán... aðdróttun þín í fyrirsögninni er þér ekki samboðin

Jón Ingi Cæsarsson, 25.1.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir. Hefurðu einhverjar sannanir fyrir þessu?

Theódór Norðkvist, 25.1.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: halkatla

heldur þú virkilega að mótmælendurnir uppá pöllunum hafi séð viðbrögð borgarstjórans sem þú sást heima í stofu og orðið blóðþyrstari við það? Ég sá þau sko og ég fékk TÁR í augun! Veistu, þú Stefán Friðrik sem kennir þig oft við hófsaman málflutning (og hefur staðið undir öllum væntingum hingað til) gengur lengra en nokkur annar af þínu sauðahúsi í þessum viðurstyggilega lágkúrulegu vangaveltum um sjúklegan tilgang mótmælendann sem ENGUM ætti að geta látið sér detta til hugar að fólk búi yfir, hvað þá að það fari að mæta niður í Ráðhús til þess eins að koma einhverju þannig til skila!

halkatla, 25.1.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Stefán!

Mótmælum fólks á pöllunum í sal borgarstjórnar var auðvitað beint að þeim manni sem með lýðskrumi og siðleysi sprengdi meirihlutann til að þóknast eigin skinni og verða borgarstjóri. Þau voru ekki skrílslæti til að vega að honum og láta hann missa stjórn á sér. Þetta er auðvitað fáránleg afbökun Stefán.

Sveinn Arnarsson, 25.1.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það segir ýmislegt að þeir sem segjast bera messtann hag þeirra sem eru veikir eða sjúkir skuli ráðast beint gegn manni sem hefur verið veikur.

Þetta lýsir í raun og veru hversu lágt þetta lið er tilbúið að leggjas til þess að komast til valda. Reyna að vísvitandi að reyna að vinna gegn heilsu hans. Hvað kemur næst? Ég vil helst ekki hugsa út í því víst að þeim fynnist í lagi að beita svona viðurstyggilegum aðferðum. 

Fannar frá Rifi, 25.1.2008 kl. 21:17

6 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Heill og sæll,

 

Ef þú telur þig hafa einhverjar upplýsingar og/eða sannanir um að ungliðahreyfingar vinstrimanna og aðrir mótmælendur í ráðhúsinu hafi ætlað sér að brjóta borgarstjóra niður skaltu leggja þær fram, annars er þetta rógur og ekkert annað. Þetta eru dylgjur af verstu sort og hreinlega til skammar.

Ég hef aldrei nokkurn tímann talið ástæðu til þess að vorkenna nokkrum þeim sem gegnt hefur stöðu borgarstjóra og það er enginn ástæða til þess að byrja núna. Almenningur á ekki að fara að umgangast æðsta embættismann borgarinnar eins og einhvern sjúkling út frá orðrómum á götum bæjarins. 

Maðurinn telur sig hafa heilsu til þess að gegna embættinu og hefur sjö manna samstarfsflokk sem virðist treysta honum í það. Ég sé því ekki ástæðu til þess að maðurinn ætti ekki að þola mótmæli, jafnvel af þessari stærðargráðu.

Ef þessi mótmæli verða það erfiðasta sem núverandi meirihluti þarf að eiga við þá er starf borgarstjóra mun auðveldara en ég hafði gert mér í hugarlund. 

Þórir Hrafn Gunnarsson, 25.1.2008 kl. 21:20

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta var leiðindar uppákoma og dæmigerð fyrir suma á vinstri vængnum.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 21:45

8 Smámynd: Brattur

... engum nema ykkur Sjálfsstæðismönnum gæti dottið slík endemis vitleysa í hug... að mótmælin hefðu beinst gegn heilsufari Ólafs F. - sýnir bara hvað þið getið lagst lágt þegar þið eruð komnir út í horn með málflutninginn...

... að mótmæla þegar fólki er misboðið er partur af lýðræðinu, ekki satt... eða á fólk bara alltaf að þegja hvað sem gengur á?

Brattur, 25.1.2008 kl. 22:24

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Ég er svo sammála þér með þessi mótmæli. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum og eyrum. Nitendo kynslóðin í sinn svörtustu mynd stjórnað af Svandísi sem hefur  leikið aðalhetjuatriði í tíð 100 daga stjórnarinnar. Ég missti allt álit á henni og það var þó nokkuð. Þetta minnti mig á krakka sem henda sér grenjandi í gólfið þegar þau fá ekki það sem þau vilja. Mín skoðun er að " gaman saman hópurinn " hafi verið á bleiku skýi, og bara viljað hafa Margréti inni því það kostaði ekki neitt í málefnum. Þau vanmátu skarpleika Ólafs og sváfu bara yfir sig. Ágæt lexía fyrir þau. Kveðja Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.1.2008 kl. 22:29

10 Smámynd: arnar valgeirsson

bullið í þér stefán. mótmælin voru vegna vinnubragða - og þá aðallega sjálfstæðisflokks.

"Enda sást það vel að það hafði viss áhrif að kalla á tilfinningar hjá honum, enda tók hann þessi skrílslæti mjög nærri sér".
sá þetta nú bara í sjónvarpinu um kvöldið og gat ekki betur séð að nánast allir borgarfulltrúar væru í hálfgerðu uppnámi. og bara fínt ef einhverjir hafa skammast sín.

svo er það annað mál hvort lætin hafi farið yfir strikið en það þýðir nú bara ekkert alltaf að mótmæla niðrí bæ með skilti og fara með ljóð ha. það þarf stundum að láta heyra í sér svo fólk, í þessu tilfelli hinn nýi meirihluti, taki mark á því sem verið er að segja.

arnar valgeirsson, 25.1.2008 kl. 22:42

11 Smámynd: Óttarr Makuch

Gæti ekki verið meira sammála þér, þetta fór langt úr hófi fram.   Það er í sjálfum sér ekkert athugavert við að fólk mótmæli en það verður samt að gæta meðal hófs.

Óttarr Makuch, 25.1.2008 kl. 22:56

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Af hverju verður það sífellt greinilegra ?  Hefur eitthvað gerst annað en að ósjálfstæðismenn fara hamförum á blogginu og kalla fólkið sem mótmælti, skríl ?  Það, að ætla að mótmælin hafi verið til þess ætluð að brjóta Ólaf, er hreinn útúrsnúningur hjá þér.  Mótmælin beindust, að mínu viti, gegn Sjálfstæðismönnum, vinnubrögðum hans og valdagræðgi. 

Anna Einarsdóttir, 25.1.2008 kl. 22:57

13 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég undrast þessa athugsemd hjá þér Stefán, ekki líkt þér. Það er hluti lýðræðis að mega mótmæla ef menn telja það mikilvægt og í kringum það eru leikreglur. Ævinlega hafa þeir sem ekki vilja láta mótmæla sér kallað slíkt skrílslæti og gert lítið úr mótmælendum.

Þið Sjálfstæðismenn verðið einfaldlega að þola að menn mótmæli þessum nýja meirihluta. Það kom ljóslega fram í könnun Fréttablaðsins í gær hvaða áhrif hann hefur á fylgi flokksins í Reykjavíkurborg. Því er allt eins líklegt að það séu Sjálfstæðismenn sem voru að mótmæla á pöllunum í Borginni. Fylgishrunið er algert og menn þurfa virkilega á öllu sínu að halda að laga það mál og væri sæmast að einbeita sér að því fremur en svona innleggjum.

Hér á Akureyri hefur ungur Sjálfstæðismaður samið heilan geisladisk, Bláa hnefann, með mótmælum á stjórsýslu síns eigin flokks á Akureyri. Textinn þar er engin barnagæla. Þannig mótmæla menn í öllum flokkum ef þeir eru ósáttir og ekki skynsamlegt að kalla það fólk skríl sem mótmælir.

Lára Stefánsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:06

14 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mæltu manna heilastur um þetta ,þetta var barsta skömm/og ekkert annað/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.1.2008 kl. 00:22

15 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Auðvita ekki, þetta voru bara kjánalæti sem fóru úr böndunum.  Fólk greinilega missti sig í hita leiknum. 

Fólk er bara reitt og sárt og ringlað.  Leiðinlegt að þetta skildi allt fara svona.  Reykjavík þolir varla meira. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:29

16 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Af hverju voru sjálfstæðismenn að mynda meirihluta með manni sem er svo viðkvæmur að fjöldi sjálfstæðismanna virðist hafa ægilegar áhyggjur af honum?

Manni sem ekki hefur varamanninn sinn á bak við sig? Finnst þér þetta ekkert ábyrgðarlaust Stebbi minn?

Ingibjörg Stefánsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:42

17 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst það kannski ekkert spurningin Ingibjörg.  Málið er að Borgarstjórn var búin að skíta á sig, en falla nú í skuggan á mótmælendum vegna hegðun þeirra.  Mótmælendur í raun taka því mikin þunga af þeirri ábyrgð sem borgarstjórn ætti að svara nú fyrir.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:50

18 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur kommentin.

Mér finnst blasa við að það átti að vega að Ólafi F. umfram allt. Öll umgjörðin sýndi þess merki. Er ekkert einn um að segja þá skoðun, meðal annars dómsmálaráðherra hefur sagt hið sama í dag. Þessi mótmæli fóru yfir öll mörk. Það var klúðurslegt að ungliðar þeirra sem voru að missa völdin með lýðræðislegum hætti í borgarstjórn hafi staðið að þessu og rýrir mótmælin til muna. Að mínu mati voru þetta skrílslæti og það er bjartsýni að halda að ég sé einn um þá skoðun. Þetta fór yfir öll mörk og ég tel að málstaður þeirra sem voru á pöllunum hafi verið veikur og hafi veikt allt annað til muna. Þetta var einfaldlega of yfirdrifið til að vera marktækt, annað en væl þeirra sem voru að missa völdin, væl án yfirvegunar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.1.2008 kl. 02:17

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Í DV nú uum helgina er fullyrt að Ólafur sé svo sjúkdómahræddur að hann sé ávalt með tvo ópapakka annan til að gefa úr sem hann fá sér aldrei úr og hinn sem hann noti einn.  Ég hef þekkt Ólaf í mörg ár og aldrei séð hann með neinn ópalpakka.  Af hveju gefur sig enginn fram sem fengið hefur ópal hjá borgarstjóranum?  Svar mitt er að þarna er ómaklega vegið úr launsátri þó þannig að fótspor og fingraför væru skilin eftir á vettvangi.

Meira um það síðar. 

Sigurður Þórðarson, 26.1.2008 kl. 02:21

20 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Lára Stefánsdóttir:
Já það gilda ákveðnar reglur um mótmæli sem t.d. má finna í almennum hegningarlögum:

„Hver, sem hindrar það, að löglegur mannfundur sé haldinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, eða fangelsi allt að 2 árum, ef miklar sakir eru, einkum ef ofríki eða ógnun í framferði hefur verið viðhaft. Raski nokkur fundarfriði á lögboðnum samkomum um opinber málefni með háreysti eða uppivöðslu, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum.“

1. og 2. málsgrein 122. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.1.2008 kl. 02:28

21 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir þessa viðbót Hjörtur. Ætlaði einmitt að fara að svara Láru sérstaklega, ætlaði að taka hennar komment sér. Það er nóg að benda á hegningarlögin.

Siggi: Alveg sammála. Þetta blaður um að Ólafur eigi að vera sýklahræddur og eigi tvo nammipakka í vasanum er alveg út í hróa. Þetta er bara einhver spuni fyrir 100 daga meirihlutann sem reistur var á sandi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.1.2008 kl. 02:30

22 identicon

Voru farnar sætaferðir frá MH á fundinn? Spyr sá sem ekki veit

Ingólfur (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 02:59

23 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vil benda Jóni Inga að það var öskrað ókvæðisorðum gegn borgarstjóranum á fundinum og gengið mjög langt í því. Einn krakkinn þarna öskraði reyndar: "Þú ert enginn fokkings borgarstjóri". Það komment fór endanlega með svokölluð mótmæli og þetta voru bara skrílslæti. Þetta fór yfir öll mörk og þetta fólk vann engum málstað fylgis, allra síst sínum málstað, með öskrum sínum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.1.2008 kl. 04:03

24 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Góður punktur Ingólfur.

Annars vil ég benda á það að nafnlausum kommentum hér er eytt. Geti fólk ekki sett fram skoðanir sínar með nafni dæmi ég það dauð komment og eyði þeim. Það eru skýrar ábendingar um komment hér ofarlega á síðunni og þau eru í fullu gildi, en ekki til skrauts. Annars eru flest þessi nafnlausu komment ómálefnalegt og ógeðslegt skítkast sem eru greinilega sett fram vegna þess að ekkert nafn og engin ábyrgð á skítkastinu fylgir með.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.1.2008 kl. 04:05

25 identicon

Ég held að Salvör Gissurardóttir hafi fyrst velt þessum möguleika fyrir sér á sínu bloggi. Er hún samt ansi langt frá því að vera sjálfstæðiskona. Dagur og Svandís þökkuðu pallaliðinu fyrir vel unnin störf. Það geta sjálfstæðismenn líka gert enda sköðuðu þau bara vinstrimenn.

Kristján (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 05:47

26 identicon

Ég hugsa að þetta sé alveg rétt hjá þér að skrílslátunum hafi verið beint gegn Ólafi. Það er allavega alveg ljóst, að markmiðið hafi verið að ,,stöðva ruglið í Reykjavík.''

Það er leitt að ungir sem aldnir íslenskir vinstrimenn hafa svona litla trú á lýðræðinu að þeir telja ,,byltingu'' rétta meðalið. Það vita nú flestir að bylting vinstrimanna leiðir sjaldnast til lýðræðis.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 08:32

27 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Æi come on Stefán. Heldur þú virkilega að krakkarnir í MR hafi rottað sig saman til þess að taka væntanlegan borgastjóra á taugum. Ég ásamt mörgum öðrum fékk sendan áskorun í tölvupósti að mótmæli nýjum meirihluti í borgarstjórn. Það stóð hvergi um að hernaðaráætlunin væri að taka Ólaf af taugum. Ef það hefði verið hernaðaráætlun um það þá hefði hún komið fram. 

Ég fór reyndar ekki í Ráðhúsið og get ekki fullkomlega dæmt um þetta, mér skilst að þú hafir ekki heldur verið á staðnum. Ég get ekki séð að það skipti nokkru máli hver skipi borgarstjórn, auk þess þá hefur þetta verið mjög fín skemmtun að flygjast með þessu. Hver ætli verið borgarstjóri á morgun.. Mér skilst að hafir ekki heldur verið á staðnum. 

Svo finnst mér mjög fyndið þegar ég þegar talað er um vinstrimenn í þessu samhengi. Ég sé nákvæmlega engan mun á sjálfstæðismönnum í borgarstjórn og svo kölluðum vinstrimönnum. Eina ágreiningsmálið er flugvöllurinn, skoðanir á honum er óháð flokkslínum. 

Ingi Björn Sigurðsson, 26.1.2008 kl. 10:09

28 Smámynd: Fannar frá Rifi

Pétur ekki segja þetta. Það vita það allir að Sóvét Rússland og Kommúnískt Kína eru og voru útverðir Lýðræðis í Heiminum, nú ásamt Norður Kóreu svo ég gleymi því lýðræðisríki ekki.

Fynndið að sjá vinstrimenn sem hafa hátt um væntumþykju sína go kærleika gagnvart veikum og sjúkum. Að þeir séu þeir einu sem geti sinnt þessum málaflokk því þeir eru sósíalistar. Síðan þetta. Hræsni? 

Fannar frá Rifi, 26.1.2008 kl. 10:29

29 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Pú og klapp eru hvorki skrílslæti né á neinn hátt ofbeldisfull eða ógnandi viðbrögð áhorfenda heldur þvert á móti þau sem við temjum okkur alla jafna til að tjá viðbrögð áhorfenda við því sem þeir eru vitni að.

Það er heldur ekkert að því þó fundur við þessar aðstæður tefjist um nokkur korter. Ef mótmælendur hefðu ætlað að koma í veg fyrir störf borgarstjórar hefðu púin ekki náð hámarki eftir kjör Ólafs heldur fyrir það. 

Sem betur fer las lögreglan áhorfendur eins og þeir voru í raun þ.e. áhorfendur sem púuðu og klöppuðu engu hættulegri en aðrir slíkir annarstaðar, - og ekki einn einasti maður var fjarlægður af lögreglu.

EIni ógnvaldurinn á svæðinu var Hanna Birna og skelfilega rangur skilningur hennar á eðli viðbragða áhorfenda og  á hlutverki sínu. Hún sigaði lögreglu á friðsama áhorfendur sem gerðu ekki annað en það sem þeir gera sem áhorfendur allstaðar annarsstaðar að púa og klappa eftir þvi hvernig þeim fellur það sem gerist. Hvergi annarstaðar hvarflar að neinum að pú og klapp standi endalaust og t.d. þurfi að rýma salinn í spurningakeppni framhaldsskólanna þó fagnaðarlæti séu mikil um sinn eða  þó púað sé á úrskuði dómarans eða úrsit keppninnar - enginn les pú og klapp sem ógnun - nema Hanna Birna og Mogginn. 

Ef lögreglan heði ekki verið stilltari en Hanna Birna jafnvel bara ef ekki hefði þetta allt verið í beinni útsendingu hefðu getað gerst skelfilegir atburðir þarna og fréttir hefðu orðið um að fólk hefði látist í (af) mótmælum, því hættulegast elimentið á staðnum var reiði og vandlæting Hönnu Birnu og skipanir hennar til lögreglu um að rýma áhorfandapalla - sem lögregla sinnti ekki sem betur fer.

Gott dæmi um falsanir í fréttaflutningi eru myndir af fjölda áhorfenda með hendur á lofti og sagt að þær sýni hámark mótmælanna - Raunverulega var fólk þá að reyna að fagna og mótmæla hljóðalaust og gerði það með táknáli - en það var líka mistúlkað og að engu virt.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.1.2008 kl. 10:47

30 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi læti á pöllunum var vinstrimönnum til mikillar minkunnar.
Ég er sammála þér Stefán að þetta fólk vann málstað sínum ekki fylgis með þessari framkomu.

Það kom mér á óvart í gær í kastljósi að Hallgrímur Helgason gagnrýni Dag B. Eggertsson harðlega fyrir að hafa ekki gert málefnasaming.

Óðinn Þórisson, 26.1.2008 kl. 10:47

31 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Mér finnst að það hafa verið gengið full langt í að ráðast á menn persónulega í þessu, eins og t.d. Ólaf og Björn Inga.    Sama á við um hægri vænginn sem hefur ráðist persónulega á Dag og Svandísi.   Öll umræða um pólitík á að vera á faglegum nótum.  Þessir menn eiga fjölskyldur og svona umræða kemur við alla.  Ég vil meina það að allir þeir sem eru í pólitík,sama í hvaða flokki þeir eru, séu að vinna af heilindum fyrir alla íbúa.

Hvað sem því líður þá held að flest allir sjái það þó svo að þeir vilji ekki viðurkenna að þetta er veikur meirihluti og það verður erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og F listann að halda út kjörtímabilið.  Dæmið í Vestmannaeyjum sannaði það.  Ég get alveg tekið undir með þeim sem hafa gagnrýnt þennan nýa meirihluta, að það sé ábyrgðarhluti að hafa farið af stað með svona veikann stuðning á bakvið F listann.  

Að lokum held ég að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert mistök að hafa ekki notað tækifærið og skipt um forustu, til að ná sátt í sínum röðum.

Marinó Már Marinósson, 26.1.2008 kl. 12:20

32 identicon

Ég sem einn af þeim fjölda sem þarna mætti sjálfviljugur til að mótmæla framferði ráðmanna í borgarstjórn mótmæli harðlega þeirri fullyrðingu þinni Stefán að mótmælum mínum hafi verið beint gegn heilsu Ólafs. Þetta er ruddaskapur af verstu tegund að leyfa sér slíka fullyrðingu. Vonandi er þetta hugsunarleysi hjá þér og þú hefur tækifæri til að leiðrétta fyrirsögnina.

Mótmælin snérust um allt annað. Og það að blása upp þann reyk sem reyndin er orðin á vegna óhamins dónaskapar nokkurra einstaklinga sýnir aðeins sókn í óþarfa æsing. Reykjavík líður fyrir framapot og getuleysi þeirra sem ráða ferðinni og það kemur okkur öllum við.

Hordur Torfason (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:24

33 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég stend við það sem ég sagði....þetta er þér ekki samboðið... þetta er ljótt

Jón Ingi Cæsarsson, 26.1.2008 kl. 20:24

34 identicon

Alveg merkilegt hvernig hægt er að spinna sig frá öllum hlutum í pólitík, enda virðast fjölmiðlar birta ummæli manna án þess að velta upp báðum hliðum málsins. Vonandi verður opinber umræða hér á landi ekki í ætt við CNN / FOX fréttamennsku þar sem skoðanabræður/systur eru fengnir til að "rökræða" mál sem þeir eru allir sammála um í öllum meginatriðum.

Umræðan um þessi meintu skrílslæti er hreinlega þannig að meirihlutinn gerir allt sem á þeirra valdi stendur að "endurskrifa" söguna sér í hag, láta þessi mótmæli daga uppi sem skrílslæti óagaðra óferjandi unglinga sem hafa ekki vit á pólitík. Kannski var hægt að segja það sama um mótmælin á torgi hins himneska friðar, mótmæli hippakynslóðarinnar (ungt fólk) gegn Víetnam stríðinu o.s.frv. Churchill hafði svipaða nálgun þegar hann sagði að sagan myndi fara um hann fögrum orðum, enda hyggðist hann skrifa hana sjálfur.

Þetta er kynslóðin sem hefur tíma aflögu til að mótmæla, aðrir djöflast áfram í stanslausum önnum myrkranna á milli, þar sem þenslan hefur lamið menn áfram fram að þessu. Kaffihúsin, bloggið og fjölskylduboðin eru vettvangur hinna sem eldri eru.

Þökkum unga fólkinu fyrir, að gefa sér tíma til að berjast gegn óréttlætinu fyrir okkar hönd.

Snorri Marteinsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 22:08

35 identicon

Í orðabókinni minni segir að skríll sé siðlaus múgur, ruslaralýður, aga- og menningarlaust fólk.  Held að þetta eigi nú frekar við aðra en þá sem stóðu á pöllunum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband