Skynsöm ákvörðun hjá borgarstjóranum

Ólafur F. Magnússon Mér finnst það skynsöm ákvörðun hjá Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra, að fara ekki á fund norrænna borgarstjóra, en hugsa þess í stað frekar um verkefnin í borginni, enda er hann aðeins nýlega tekinn við embætti og hefur í mörg horn að líta. Það hlýtur að teljast mikilvægt eftir atburði liðinnar viku að skapa festu og góðan vinnufrið hjá borginni. Næg verkefni blasa við borgarstjóranum. Þar þarf að taka á málum og leiða verkefni áfram.

Það blasir við öllum að ítalskt ástand er uppi hjá Reykjavíkurborg vegna atburða síðustu mánaða þar sem meirihlutar hafa komið og farið á skömmum tíma og stöðugleiki ekki til staðar. Það er mikilvægt að borgarstjórinn sinni verkum sínum heima við þær aðstæður og komi stöðu mála á rétt ról. Því er ekki óeðlilegt að aðrir fari til fundarhalda á erlendri grundu. Mér finnst það rétt áhersla hjá borgarstjóranum að marka þessi skilaboð, enda er staða mála á heimavelli með þeim hætti að hann þarf frekar að vera sýnilegur þar.

Það er vissulega mjög mikilvægt að þessi meirihluti haldi vel á verkum; klári REI-málið með sannfærandi hætti (það verður áhugavert að sjá skýrslu stýrihóps á fimmtudag) og komi lykilmálum sínum rétta leið. Þessi meirihluti verður ekki trúverðugur nema að hann verði afgerandi í verkum og komi á þeim stöðugleika sem þarf, til að hann nái að stýra málum rétta leið. Meirihlutinn tekur við völdum við erfiðar aðstæður, stjórnmálamenn úr öllum flokkum þurfa að ná trausti borgarbúa, enda tel ég að þeir hafi allir brugðist með einum eða öðrum hætti.

Þetta er nýtt ástand í borgarstjórn Reykjavíkur. Þó að jafnmargir borgarstjórar hafi setið á þessu kjörtímabili og hinu síðasta, þegar að R-listinn hafði þrjá borgarstjóra, er staðan önnur, enda engin dæmi um að meirihlutar falli í borginni, eins og svo oft hefur gerst í öðrum sveitarfélögum. Þar þurfa því stjórnvöld að ávinna sér traust og láta verkin tala. Finnst því borgarstjórinn taka rétta ákvörðun að vera heima á fyrstu embættisdögum sínum og vinna þau verk sem þar eru.

mbl.is Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Ólafur færi , hvaða varamaður tæki sæti hans ? Svar . Margrét Sverrisdóttir  . Sterkur meirihluti ekki satt.

Og vel til hans vandað í alla staði .

Nonni (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já það má svo sem velta því fyrir sér hví hann ætli ekki.  :)  Það segir mér svo hugur að ferðum erlendis muni eitthvað fækka næstu mánuðina. 

Marinó Már Marinósson, 29.1.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nonni: Fundurinn stendur á miðvikudag til föstudag. Þetta hefur því engin áhrif á borgarstjórnarfund á þriðjudag, 5. febrúar. Aðeins þá tæki varamaður sæti. Málið með varamanninn gildir bara á borgarstjórnarfundi. Það má vera að minnihluti borgarstjórnar vilji telja það skýringuna, en það heldur ekki vatni.

Marinó: Það er erfið staða í borginni. Það er ekki óeðlilegt að borgarstjórinn, á fyrstu embættisdögum sínum, vilji sinna verkum heima. Þetta eru engir venjulegir tímar í sögu Reykjavíkurborgar. Fjarri því, þetta eru sögulega nýjir tímar fyrir borgina og það þarf að marka stöðugleika þar og tryggja að nýr borgarstjóri sé sýnilegur, mun frekar borgarbúum en starfsfélögum hans á erlendri grundu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.1.2008 kl. 21:36

4 identicon

Ákvörðun getur aldrei verið  skynsöm.  Hún getur á hinn bóginn  verið  skynsamleg eða óskynsamleg.Á íslensku er  ákvörðun aldrei  skynsöm hversu skynsamleg  sem hún kann að vera.

Eiður (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 21:42

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eftir atvikum alveg rétt ákvörðun hjá Ólafi. Nógur er nú vandræðagangurinn búinn að vera heima fyrir.

Árni Gunnarsson, 29.1.2008 kl. 21:48

6 Smámynd: haraldurhar

    Fyrst þú telur rétt að Borgarstjóra að fara ekki á ráðstefnuna, og rökstyður það í löngu máli, þá  þætti mér vænt um ámóta rökstuðningi hversvegna við stendum utan tvo borgarfulltrúa, auk skifstofustjóra.   þarf kannski mann með Villa svo hann gleymi ekkki að hann sé að fara á ráðsefnu?

haraldurhar, 29.1.2008 kl. 22:26

7 identicon

gott hja þér Haraldur hehe hann gleymir öruglega hann vilhjálmur að hann sé á ráðstefnu. Maður hefur líka heyrt að þegar ólafur var læknir átti hann erfti með samkipti við sjúklínga sína ég spyr hvernig á hann að geta stjórnað að vera borgastjóri eða er hann bara strengja dúkka fyrir sjálfstæðisflokkinn

Svana (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:40

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Er það endanlegt að ekki má láta þessa nýju Borgarstjórn,vinna í frið og gera það sem gera þarf,og láta verkin tala/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.1.2008 kl. 00:37

9 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Við höfum það þá eftir þér Stefán að okkar nýi borgarstjóri verði sýnilegur. Nú annars hefði hann bara getað sparað smá flugkostnað!

Egill M. Friðriksson, 30.1.2008 kl. 01:30

10 Smámynd: Sveinn Waage

Þú meinar skynsamleg? Sem hún hvorki er né óvænt. Villi fer enda ræður hann. Hinn nýi óskasonur íhaldsins verður heima og passar sætið sitt.

Ólafur F. er ekkert annað en einangraður leppur sem endaði stjórnmálaferil sinn (og Gamla góða hártoppsins um leið) með gjörningi síðustu viku sem knúinn var að engu öðru en græðgi og valdasýki. Sorglegt en satt.

Sveinn Waage, 30.1.2008 kl. 02:30

11 identicon

Já já já einmitt og við erum öll mjög vitlaus bara. Fyrstu embættisverk Ólafs eru kennsla í Smjörklípuaðferð, þorir ekki útúr húsi vegna Möggu vondu, sannar leppasamsæriskenninguna, og þarf auka tíma til að taka til í ímynduðu rusli sem síðasta borgarstjórn skildi eftir. Ég er orðin mjög þreytt á þessu öllu saman og hef enga trú á pólitík. Vel farið með atkvæðið mitt.

garun (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband