Söguleg fylgislægð - tilvistarkreppa Framsóknar

Guðni og Valgerður Framsóknarflokkurinn mælist með lægsta fylgi sitt í sögu skoðanakannana Gallups í dag - mælist aðeins með sjö prósentustig og það eftir níu mánuði í stjórnarandstöðu. Ekki er hægt að segja annað en að tilvera Framsóknarflokksins sé í raun komin í verulega hættu. Fylgi af þessu tagi og hrun af þessum skala er elsta starfandi stjórnmálaflokki landsins mikið áfall.

Þetta eru mjög váleg tíðindi fyrir Guðna Ágústsson, formann Framsóknarflokksins, sem má ekki við miklum skakkaföllum svo að farið verði brátt að tala hreinlega um endalok stjórnmálaferils hans og hver taki við af honum á næsta flokksþingi. Þrátt fyrir níu mánuði á formannsstóli og að hafa gefið út vinsæla ævisögu fyrir jólin er flokkurinn enn á niðurleið og er að fjara út. Það vekur athygli að sjá þessa tilvistarkreppu Framsóknarflokksins og að hann sé að fá rauða spjaldið frá kjósendum, þó valdalaus sé orðinn að mestu leyti og ætti að vera í kjöraðstöðu til að bæta við sig fylgi. Þetta er stórmerkileg hnignun.

Formenn Framsóknarflokksins áratugum saman hafa verið menn valda, menn sem hafa getað krafist oddastöðu í íslenskum stjórnmálum. Þeir hafa getað krafist mikils í stjórnarsamstarfi, þeir hafa sprengt ríkisstjórnir og myndað nýjar um leið án hiks, og hafi þeir verið í stjórnarandstöðu hafa þeir verið lykilforystumenn og haft byr í seglin í andstöðunni gegn ríkisstjórn án þátttöku flokksins. Það er af sem áður var. Formaður Framsóknarflokksins er að verða sem hornkarl í íslenskum stjórnmálum, flokksleiðtogi sem skiptir í raun engu máli.

Þjóðin er að fella mjög þungan dóm yfir Framsókn þessa nöpru vetrardaga. Flokkurinn hefur misst sérstöðu sína og virðist vera í óvissuferð án veganestis. Enn kennir forysta flokksins öllum öðrum en sjálfum sér um sögulegt fall flokksins - þar á bæ væri hollt að líta í eigin barm um stund, tel ég. Haldi mælingar af þessum skala áfram er freistandi að telja daga Framsóknarflokksins liðna fyrr en síðar.

Barátta Framsóknarflokksins á hinum nöpru tímum valdaleysis er að verða að baráttu fyrir tilveru sinni. Og hver hefði trúað því að þessi yrðu örlög Framsóknar áður en aldarafmælinu yrði náð.


Nýlegir pistlar SFS um hnignun Framsóknar
Björn Ingi segir af sér og hættir í stjórnmálum
Björn Ingi yfirgefur stjórnmálin með sviðna jörð
Hjaðningavíg Framsóknar eru sjálfskaparvíti
Sól Framsóknar hnígur til viðar í höfuðborginni

mbl.is Sögulegt lágmark Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigum við ekki bara að gefa þeim frí, þeir skipta svo litlu máli í pólutík landsins, það er kominn nýr örflokkur sem menn fíla betur semsagt VG.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 20:30

2 identicon

Það dylst engum að þú ert mikill hatursmaður Framsóknarflokksins, enda samvinnuflokkurinn stór á þínum slóðum  Þú ert óreyndur maðurinn og hefur gefist íhaldinu á vald. Það fer þó ekki mikil umræðan hjá þér um málefnin og hagsmuni þjóðarinnar, en ef það er einhver flokkur semhefur stuðlað öðrum framar að ötglögum íslensku þjóðarinnar þá er það Framsóknarflokkurinn. Ef þú hefur svona margt fram að færa á ritvellinum, þá ættirðu kannski að líta þér nær, á þinn flokk, og reka garnirnar. En af hverju gera það þegar Populisminn er auðveldari í framsetningu.

Ólafur Þórðarson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sammála Ásdís.

Hvað er rangt í þessum skrifum Ólafur? Er þetta ekki söguleg fylgislægð og er þetta ekki merki um tilvistarkreppu flokksins? Af hverju sleppirðu ekki formælingum og útskýrir fyrir okkur hvers vegna Framsókn er að hruni komin.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.2.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér fannst það undirstrika sjálfseyðingarhvöt Framsóknar að velja til leiks forystumenn beint innan úr þeirri forustu sem steypti þessum flokki í glötun. Guðni og Valgerður eru holdgerfingar mistaka Framsóknar og val þeirra tryggir hægt andlát flokks sem ekki á sér tilvistarmarkmið eða tilgang.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.2.2008 kl. 20:58

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Er það ekki eðlilegur hluti af þróunarsögu frumdýranna að þau missa tilvistargrunninn - fyrr en síðar

Benedikt Sigurðarson, 1.2.2008 kl. 21:06

6 identicon

Það er rétt, fylgið mælist lágt og þörf á mikilli naflaskoðun. En flokkurinn er ekki að hruni kominn í þeim skilningi, að fallið er að baki. Ég myndi ekki hengja mig upp á andlátið strax og ræð þér frá því að gera það að svo stöddu  En Guð forði okkur frá því að tala um málefni. Það er stíll Framsóknarmanna að tala um stjórnmál með þeim hætti að segja hvað þurfi að gera og framkvæma í þjóðfélaginu og gera það svo þegar tækifæri gefst. Það var gert með Kárahnjúkavirkjun og mun vera gert aftur á fleiri vígstöðvum. 
Flest sem þú framkvæmir á hverjum degi geturðu þakkað Framsóknarflokknum fyrir, þegar þú notar rafmagnið, heita vatnið, færð þér mjólk á morgnana og góðan mat um helgina... færð íbúðalán, barnabætur, atvinnutækifæri, skólagöngu almennings, réttindi almennings, þarna hefur flokkurinn staðið vaktina í 90 ár. En
ef þú vilt blóta flokknum, segðu okkur þá hvað flokkurinn hefur gert illa, hvaða málefni eru slæm og af hverju þú vilt sjá hann deyja, af einhverjum öðrum ástæðum en þá að þú ert harður Sjálfstæðismaður og ert í raun alltaf í kosningabaráttunni og þar er sannleikurinn fallvaltur. Það er hlutverk okkar allra að gera umræðu um stjórnmálin áhugaverðari og ég skora á þig að skrifa endilega um framsókn, en gerðu það með því að tækla málefnin og verk flokksins í stað þess að stunda þá orðræðu að reyna að sverta flokkinn "af því bara" og út af því að þú sérð stjórnmál sem leik þar sem takmarkið er að ná sem mestum völdum með hvaða brögðum sem er. Það getur vel verið að raunveuleikinn sé oft þannig, en menn verða þá að eiga það við sjálfa sig hvernig þeir feta lífsins veg. Við framsóknarmenn erum stolltir af okkar meistaraverki, íslensku þjóðfélagi á 21. öldinni, en stundum ekki niðurrif á öðrum flokkum heldur einbeitum okkur að okkar málefnum. Það er kannski veikleiki,  en heilindi og drengskapur og hugsjónir eru gulls ígildi fyrir þá sem þeim kynnast. Góða helgi.

Ólafur Þórðarson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 21:08

7 identicon

Hverjum er ekki sama um Framsókn?

En svona fyrst það er byrjað að ræða kannanir sem skiptu engu máli þegar nýr meirihluti var myndaður - þá var það bara niðurstöður kosninga sem skiptu máli - en nú má sem sagt ræða það! 

Hvernig væri þá að ræða um aðra hluti þessa sömu könnunar, t.d. traust borgarbúa til nýmyndaðs meirihluta?  Stebbi - kemurðu með startinnlegg þitt í það?

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 21:09

8 identicon

Ólafur Þórðarson við getur þakkað öllum öðrum en Framsóknarflokknum að við höfum síma á þessu skeri svo fyrir mer skiftir engu ef Framsókn lifir eða deyr

Aftur skelfir mig meira að ríkisstjórnarflokkarnir hafi aukið fylgi sitt sérstaklega eftir að ráðherrar íhaldsins segja að kvótinn í núverandi mynd sé fínt fyrirbæri og það sé engin ástæða til að fara eftir áliti nefndarinnar frá sameiuðu þjóðunum

Loki (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 23:56

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Stefán

Það er gott að þú þreytist seint að skrifa um Framsóknarflokkinn enda hver að verða síðastur að gera það.

Með Guðna sem formann og Bjarna Harða. innaborðs er þetta bara tímaspursmál hvenær flokknum verði lokað.

Óðinn Þórisson, 2.2.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband