Gott framtak hjá Bubba og Geir

Bubbi Mér finnst það gott framtak hjá Bubba Morthens að boða til tónleika gegn fordómum gegn útlendingum, sem hafa grasserað að undanförnu og sést t.d. á vefsíðum. Það styrkir baráttuna að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, skuli veita stuðning sinn með því að taka lagið á tónleikunum.

Það er full þörf á að ræða málefni innflytjenda, en það verður þó að gerast án fordóma og kuldalegra orða í garð eins tiltekins hóps, eins og sést hefur í garð Pólverja að undanförnu. Það er ekki þörf á fordómafullri umræðu og eðlilegt að tala gegn henni. Forsætisráðherrann á hrós skilið fyrir framlag sitt.

mbl.is Forsætisráðherra ætlar að taka lagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ábyggilega gott framtak, það þarf að stoppa þetta hatur.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Jón Reynir

Inn með útlendinga. Út með íslendinga.

Jón Reynir, 13.2.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Við erum öll manneskjur,af holdi og blóði og komum öll af sama stað og endum öll á sama stað og við eigum öll að geta lifað saman í sátt og samlyndi við Guð og menn,og það er nauðsynlegt að kenna börnum okkar að enginn er yfir öðrum hafin og við erum öll sérstök og einstök.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Án öfga, þarf að stöðva þetta rugl, með málefnalegri umræðu og fræðslu. Tek undir það að framtakið er frábært hjá þessum höfðingjum tveimur.

Jóhann Hannó Jóhannsson, 13.2.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Honum Geir Haarde Foringja okkar er margt til lista lagt/Halli  gamli

Haraldur Haraldsson, 14.2.2008 kl. 10:30

6 Smámynd: Brynja skordal

Bubbi klikkar ekki

Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 12:37

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Vel mælt Linda!

Brjánn Guðjónsson, 14.2.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband