Vilhjálmur heldur áfram - ekki aftur borgarstjóri

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Það blasir við að yfirlýsing Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um að halda áfram í leiðtogahlutverkinu felur í sér að hann verður ekki aftur borgarstjóri í Reykjavík en velja eigi nýjan leiðtoga síðar, væntanlega með leiðtogaprófkjöri á síðari hluta kjörtímabilsins. Í þeim efnum á greinilega að líta framhjá prófkjöri flokksins í nóvember 2005, sem var hið fjölmennasta í Íslandssögunni.

Það eru mikil vonbrigði að þessi kapall sé ekki stokkaður upp strax, enda tel ég að það veiki aðeins flokkinn úr þessu að Vilhjálmur sé leiðtogi í Reykjavík. Það er á við tímasprengju sem geti sprungið endanlega þá og þegar. Það sést af fréttum dagsins. Það sem skiptir þó mestu máli er að ljóst sé að Vilhjálmur verði ekki aftur borgarstjóri í Reykjavík. Yfirlýsingin er í raun um að nýr borgarstjóri verði valinn í prófkjöri eða með öðrum hætti.

Það vekur um leið upp spurningar um hvort eigi að ganga framhjá borgarfulltrúum í þeim efnum og reyna að koma með utanaðkomandi aðila í embætti borgarstjóra og leiðtogastólinn. Þessi framlenging á vondri stöðu er verulega áhættusöm, sérstaklega fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem má varla við meiri vandræðagangi og klúðri í borginni en þegar er orðið.

Með þessari ákvörðun felast vissulega pólitísk endalok Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, enda verður hann ekki aftur borgarstjóri og væntanlega verður flokksmönnum í borginni falið að velja eftirmanninn þegar að líða tekur á tímabilið. Það er vissulega rétt skref úr því sem komið er, en það veikir þó hópinn að leiðtogaskipti fari ekki fram strax.

Þarna eru áhættur sem eru teknar - það verður dýrkeypt lexía verði sú áhætta flokknum ekki hagstæð.

mbl.is Ákvörðun síðar um borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

þá liggur það fyrir vþv telur sína hagsmuni vera stærri en hagsmunir flokksins.
hversvegna boðaði borgarstjórnarflokkurinn ekki til blaðamannafundar frekar en senda frá sér yfirlýsingu - þetta er ekki traustvekjandi.

Óðinn Þórisson, 24.2.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta er ekki traustvekjandi. Þarna virðist ekki hugsað um flokkinn eða kjósendur hans, heldur persónurnar í borgarstjórnarflokknum. Það er ekki gott. Það skín af þessu öllu að þarna er ekkert nema persónulegt plott í gangi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.2.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Tiger

Það er sannarlega Landspabbaóþefur af þessu plotti. Ætli Villi voni eða trúi að borgarbúar/landsmenn verði búnir að gleyma þessu þegar að borgarstjóraskiptum komi - og ætli sér þrátt fyrir allt að setjast sjálfur í stólinn - í skugga gleymsku okkar.

Sami "Valdagráðugi og spillti ilmur" er af þessu máli og máli Árna J - sem kom sterkur inn í sínu kjördæmi en gerði ekki gott á landsvísu, eitthvað sem bitnar bara á Sjálfstæðisflokknum til lengri tíma litið - það er næsta víst. Ætli Davíð viti af þessu?..

Tiger, 24.2.2008 kl. 15:19

4 identicon

Sú staða gæti komið upp og að mínu mati ekki ómögleg, að ágreiningurinn innan hósins verði það mikill að menn sættist á Vilhjálm fram að prófkjöri haustið 2009. Það og þar sé stóridómur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 16:19

5 identicon

Næsta vígi Vilhjálms Þ. er Umboðsmaður Alþingis í þessu REI máli niðurstaðan í þeim samskiftum gæti ráðið úrslitum hvort Vilhjálmur Þ. eigi séns að verða borgarstjóri aftur.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 16:56

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Það dregur sig sman sem dánlikast er "segir máltækið mikið eruð þið allir sammála,en það er Halli gamli ekki/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.2.2008 kl. 17:49

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Já, Halli, það verður hver og einn að segja eins og honum finnst. Þau fimmtán ár sem ég hef verið virkur í starfi flokksins, lengst af í trúnaðarstörfum, hefur mér verið talin trú um að það þurfi að standa vörð um heill og hag flokksins. Sumir tala um að enginn einn maður eigi að vera merkilegri en Sjálfstæðisflokkurinn. Þessi langavitleysa í Reykjavík er að sýna okkur allt annað. þetta er bara persónuplott því miður.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.2.2008 kl. 17:51

8 Smámynd: Ingólfur

Það er ekki annað að sjá af sjónvarpsfréttunum að opið sé fyrir að það Vilhjálmur verði borgarstjóri.

Það eina sem er nýtt er að Vilhjálmur opnar á að hugsanlega verði einhver annar borgarstjóri og að borgarfulltrúar velji. En reyndar er það ekkert nýtt þar sem borgarstjóri er alltaf kosinn af borgarfulltrúum.

Ákvörðunin í dag var því að taka ekki ákvörðun og að maðurinn á bak við REI hneykslið nýtur fulls stuðnings borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem þarf ekki að axla ábyrgð.

Hver tekur mark á svona fólki? 

Ingólfur, 24.2.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband