Sama gamla útslitna einræðið áfram á Kúbu

Raúl Castro Afsögn Fidels Castro breytir ekki miklu á Kúbu. Þar heldur sama kynslóð kommúnista um völdin með járnhendi án lýðræðislegra kosninga. Hinn roskni Raúl Castro-bróðir tekur þar við og er að sjálfsögðu einn í kjöri, nema hvað. Það hefur aldrei verið stíll einræðishópsins þar að láta almenning ákveða eitt né neitt.

Það vekur líka nokkra athygli að maður af sömu kynslóð og Castro-bræður tekur við sem næstráðandi. Það eru því ekki mörg skrefin stigin til framtíðar þegar að Castro gefst upp og fer á ellilífeyrir, orðinn heilsulaus og útslitinn af löngum ræðuhöldum og ofríki. Það voru sumir að spá kynslóðaskiptum þar, en það er ekki beint á dagskrá að yngja upp forystuna eftir alla þessa áratugi einræðisins.

Og Castro vakir yfir öllu saman, hann á víst að vera til eilífðarnóns hugsjónastjórnandi flokksins og Kúbu allrar, sérstakur alvaldur í stefnumótun til framtíðar. Það er þá framtíðin sem valin er í einræðinu.

mbl.is Raúl Castro kjörinn forseti Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég kalla það einræði þegar að fólk getur ekki kosið eigin forystu sjálft og hefur ekki kosningarrétt. Það er furðulegt að nokkur verji svoleiðis vitleysu. Það dýrmætasta sem við eigum er kosningarétturinn. Við eigum að tala máli sömu sjálfsögðu mannréttinda í öðrum löndum. Þetta er kúgað einræðisríki og ekkert sem er ákjósanlegt við það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.2.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband