Þorgerður Katrín tekur undir beiðni Kjartans

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur nú kveðið upp úrskurð sinn vegna stjórnsýsluákæru Kjartans Ólafssonar, fyrrum alþingismanns og ritstjóra. Felld er að fullu úr gildi ákvörðun Ólafs Ásgeirssonar, þjóðskjalavarðar, um að synja beiðni Kjartans um fullan aðgang að gögnum um símahleranir, sem hann vildi kynna sér og var mikið fjallað um í fjölmiðlum í sumar og haust.

Þetta er góð ákvörðun og sú eina rétta í stöðunni. Þessi gögn eiga að liggja fyrir og ekki vera neinn leyndarhjúpur þar yfir. Um er að ræða gögn sem tengjast viðkomandi manni og það á að vera sjálfsagt mál að hann fái aðgang að því. Þorgerður Katrín hefur leyst þetta mál snöggt og vel - með þeim eina hætti sem réttur er.


mbl.is Ákvörðun þjóðskjalavarðar um aðgang að gögnum um símahleranir felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Stefán. Loksins getum við verið sammála! En þú ert alltaf aðeins á eftir með fréttirnar :)

sbr. http://hlynurh.blog.is/blog/hlynurh/entry/46389/?nc=1

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 16.10.2006 kl. 16:21

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Hlynur

Já, þetta var góð ákvörðun hjá Þorgerði Katrínu. Það er eðlilegt mál að þessi gögn liggi fyrir. Gott að við séum þá allavega sammála um eitthvað. Báðir eigum við það allavega sameiginlegt að hafa áhuga á pólitík, sérstaklega hinni þýsku. :)

mbk. Stefán Fr.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.10.2006 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband