Sýn ekki lengur til - klénar breytingar hjá 365

Sýn Mér finnst það frekar slöpp ákvörðun hjá 365 að hætta að nota nafnið Sýn á íþróttastöðvar sínar og nota þess í stað Stöð 2 sem yfirheiti yfir þær og reyndar allar aðrar stöðvarnar í leiðinni. Sýn var mjög gott nafn, hafði verið notað til fjölda ára á afþreyingarstöðvar fyrirtækisins og hljómaði vel, enda stutt og þjált orð.

Sýn í þeirri mynd sem við þekkjum hana hefur verið til í um einn og hálfan áratug. Áður en íþróttaefni drottnaði algjörlega yfir henni voru þar bíómyndir og margir ágætisþættir. Sýn stóð sig vel og síðasta misserið hefur verið Sýn 2 sem hefur verið ágæt með, þeir sem eru mest hrifnir af íþróttaefni hafa getað treyst á hana til að miðla til sín frábæru efni. Það var í sjálfu sér engin þörf á að breyta til og þessi nafnabreyting er vandræðaleg og eiginlega óskiljanleg.

Fannst það klént og skrítið þegar að Bíórásin var gerð að Stöð 2 Bíó fyrir nokkrum árum, enda var Bíórásin mjög gott heiti á stöð sem sýnir aðeins bíómyndir. Nú á Sirkus að fá sömu örlög sem Stöð 2 Extra og Fjölvarpið fær Stöðvar 2 nafnið með. Skil allavega ekki hvers vegna þetta er gert. Held að það hefði verið betra að hafa þetta óbreytt og leyfa Stöð 2 að halda sér einni og sér og hinum stöðvunum óbreyttum í leiðinni. Þetta Stöðvar 2 lúkk yfir öllum stöðvunum hjá 365 er klént, svo ekki sé meira sagt.

Finnst t.d. skondið í meira lagi að Sýn 2 eigi nú að heita Stöð 2 Sport 2. Held að þetta verði ekki lengi svona, spurning hvort að það nái árinu. Ef það nær því er það bara vegna þess að menn vilja ekki viðurkenna að hafa haft rangt fyrir sér. Sýn er því orðið að Stöð 2 Sport. Er eiginlega enn að bíða eftir að einhver segi að þetta sé brandari og þeir hjá markaðsdeild 365 hafi tekið hversdagslegt flipp yfir áhorfstölunum sem sýna fréttir Stöðvar 2 fallið af topp 20 í áhorfi.


Eitt enn; Stöð 2 Bíó er skelfilegt nafn á stöð sem ætti að heita Bíórásin. Enn verra er hversu lélegar bíómyndir eru sýndar þar. Kannski ein til tvær, í mesta lagi, myndir á sólarhring sem varið er í. Það er furðulegt metnaðarleysi hjá þessum fjölmiðlarisa að hafa ekki meiri metnað en svo að sýna nýlegt rusl á bíómyndastöð en fókuserar ekki á gamlar eðalmyndir kvikmyndasögunnar, til þess að gera þetta að stöð fyrir okkur kvikmyndaáhugafólk.

Bara varð að koma þessu á framfæri eftir skrifin um Stöð 2 Sport 2 og hvað þetta flipp allt annars heitir.

mbl.is Nafnabreytingar á sjónvarpsstöðvum 365 miðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér finnst þetta allt fín nöfn......þetta er ekkert óeðlilegt miða við aðrar stöðvar útí hinum stóra heimi....eins og t.d BBC og Sky.....Sky one, sky sport,sky movie,sky news og svo framvegis...... finnst samt stöð2sport2 alveg útúr kortinu.....held að flestir eigi eftir að kalla þetta bara "sport" og "sport2" :)

Henning (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jamm, Stöð 2 Sport er kannski ok með litlu o-i en hitt er algjör absúrd. Heilt yfir eru þessar breytingar stórundarlegar. Allar höfðu þessar stöðvar fín nöfn sem var engin þörf á að breyta. Þetta er orðið vandræðalegt hjá 365, vandræðalegar tilraunir við að peppa upp stemmninguna sem er greinilega ekki í þeirra herbúðum. Sky og BBC hafa verið vörumerki og þar hafa menn ekkert þurft að krukka í neinu, svona breytingar eftirá hjá 365-liðinu eru vandræðalegar og aðallegar hlægilegar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.3.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nú erum við mikið samála Stefán/þetta er bara klúður/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.3.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband