Merkilegur dómur

Dómur Það er mjög merkilegt að móðir nemenda hafi verið dæmd til að greiða kennara tíu milljónir króna vegna þess að kennarinn hafi slasast af völdum nemandans. Man ekki eftir svona máli satt best að segja áður - þetta eru viss tímamót og einstakt mál. Telja má öruggt að þetta fari fyrir Hæstarétt.

Hef heyrt af dæmum þess að nemendur takist eitthvað á og einhver ólga sé vegna þess, en það eru allavega fá dæmi þess að kennari kæri forráðamann nemenda og skólann sem hún kennir í og krefjist svo hárra skaðabóta. Þetta er allavega sögulegt, og um leið sérstakt fordæmi, sem sett er með þessu.

Persónulega finnst mér þessar bótagreiðslur frekar háar og finnst þetta mál reyndar allt mjög sérstakt. Erfitt að finna einhverja sögu þar sem nemandi skaðar kennara og þeir sem að henni standi þurfi að greiða miklar bætur. Í heildina er þetta mál sem vekur umræður og eflaust hneykslan.

Þetta mál hljómar sem óraunveruleikasaga og eðlilegt að Hæstiréttur felli sitt mat á því. Verði þessi dómur staðfestur þar að mestu leyti er allavega komið merkilegt fordæmi ef kennarar telji sig verða fyrir einhverjum skaða af hálfu nemenda.

mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er virkilega ógeðslega ljótt mál.  Trúi ekki að kerfið sé svona svakalega siðblint.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:36

2 identicon

...rétt er það, og bæturnar eru nokkuð háar en yfirleitt þá eru kennarar nú ekki frá vinnu í 3 ár (hún er btw ekki enn komin til vinnu) bara útaf prakkarastriki eða látum/pirring í nemanda.. þó að krakkar séu nú pain in the ass og allt það ég held nú að þau tilfelli séu mjög fá.

Tjásan (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:43

3 identicon

Pistillinn þinn Stebbi virkar þannig á mig að þér finnist þetta ansi háar bætur og sv. frv. Þetta reiknast sem vinnuslys og með samanburði við aðra dóma þá er þetta ekkert sérlega merkilegt bæði út frá upphæð og ábyrgðaraðila. Slysabætur vegna hruns á álstæðu hjá Alcoa er svipað. Það er kannski merkilegt af því að hér er verið að vinna með lifandi verur og jú ábyrgð kennara er ekki 1/4 á við ábyrgð fulltrúa í banka...er það ekki? Þær fréttir eru helstar að það er enn einu sinni að skvettast uppúr kennarapottinum og stefnir ekki í rétta átt a.m.k. er varðar grunnskólakennara. Sjá blogg mitt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:21

4 identicon

Það er í raun ekki verið að dæma móðurina til þess að borga þetta. Það er verið að dæma barnið til þess að greiða þessa fjárhæð. Móðurinni er stefnt f.h. dóttur sinnar þar sem hún er lögráðamaður barnsins. Móðirin á því ekki persónulega að greiða þessar bætur, heldur verður barnið að gera það með þeim eignum eða fjármunum sem það kynni að eiga og móðirin fer með fyrir þess hönd. Í þessu tilviki var móðirin hins vegar með fjölskyldutryggingu sem bætir tjón sem fjölskyldumeðlimir kunna að bera ábyrgð á.

Þessi dómur gengur þó langt finst mér í að fella bótaábyrgð á barnið. Þarna er mikilu frekar um að kenna óhappatilviljun og hættulegum útbúnaði hurðar.

 Það er s.s. ekkert athugavert við fjárhæð bótanna, enda eru þær í samræmi við þá örorku sem kennarinn var metinn til og sambærilegar við þær bætur sem verið er í greiða í öðrum slysamálum s.s. vegna umferðarslysa.

Jói (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:33

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Jói: Stelpan er ólögráða og því fellur þetta á móðurina. Veit vel að teknískt er þetta mál stelpunnar, enda af hennar völdum sem þetta gerist. En þetta setur mörg mál á hærri standard, þetta mun hafa mikið fordæmisgildi verði þetta staðfest.

Gísli: Vissulega skil ég kjarna þessa máls. Finnst samt þetta athyglisverður dómur, hann er auðvitað sögulegur. Hann mun, ef staðfestur í hæstarétti, opna fordæmi sem verður vitnað til síðar.

Nanna: Já, mér finnst þetta frekar harkalegur dómur. Gengur svolítið langt og setur mörk sem verða í gildi mjög lengi ef þau verða staðfest af æðra dómstigi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.3.2008 kl. 16:11

6 Smámynd: Halla Rut

Foreldrar stúlkunnar hljóta að vera í áfalli. Ég sendi þeim mína mestu samúð.

Halla Rut , 14.3.2008 kl. 16:14

7 identicon

Hér er á ferðinni vinnuslys,, bæturnar eru ekki sérlega háar með hliðsjón af tekjumissir millistéttarmanneskju til margra ára,,Eflaust fellur greiðslan á eitthvert tryggingarfélag á endanum,,Algengara er að dæmd bótaupphæð miðist meira við hver borgar á endanum hverju sinni,,Hefði barnið verið lögráða og veist að kennaranum utan skólalóðar,hefðu bæturnar að líkindum ekki náð milljón,, S.b.r  skelfilega , fáránlega lágar bætur í hundruð tilvika á undanförnum árum.

Bimbó (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:50

8 identicon

Eitt í viðbót. Mér sýnist að það skapist endurkröfuréttur móður á skóla! (sagði mér lögfræðingur). Bótaupphæðin er ekki merkileg sem vinnuslysa og örorkubótadómur. Merkilegt er jú vissulega hver er dæmdur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:22

9 Smámynd: Landfari

Hef á tilfinningunni að ykkur þætti það ekki tilefni til að öfundast útaf ef þið fengjuð 10 millur í bætur frá tyggingarfélaginu ef þið yrðuð 25% öryrkjar eins og mér skilst að sé tilfellið íþessu máli.

Teknískt er þetta mál tryggingafélagsins og eins og Friðrik Þór bendir á er það fyrir handvöm lögfræðings þess að dæma varð annað hvort ýtrustu kröfur eða ekkert.

Landfari, 14.3.2008 kl. 22:50

10 identicon

Ef barn verður fyrir slysi á skólalóð á skólatíma er það á ábyrgð skólans. Merkilegt að annað eigi við ef barn veldur slysi á sama stað og sama tíma.

Valgerður (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband