Sjálfstæða utanríkisstefnan hennar Sollu

ISGÞað er alveg meinfyndið eftir allt gaggið og galið hjá Ingibjörgu Sólrúnu um að við verðum að koma okkur upp sjálfstæðri utanríkisstefnu að hún sé nú að vísitera Afganistan og kynna sér aðstæður þar. Það var kannski aldrei neitt að marka þetta tal hennar forðum daga. Hvað varð um Samfylkingarfólkið sem gagnrýndi að við værum að skipta okkur af málum í Afganistan en sér nú leiðtoga sinn á ferðalagi um svæðið.

Veit ekki hvort þetta sé rétt hjá ráðherranum en þetta er aðallega vandræðalegt fyrir þá sem hafa stutt Samfylkinguna og haft uppi stór orð um að við fetum í fótspor annarra þjóða og gleypum upp stefnu annarra alveg hráa. Það er stór spurning hvað Ingibjörg Sólrún lærir á vistinni í Afganistan en vonandi getur hún sagt flokksfélögum sínum frá því hvernig ástandið sé þar og hvað við séum nú að standa okkur vel í verkefnum þar. Væntanlega er það rullan sem heyrist þegar að haldið er heim.

Annars fannst mér Ingibjörg Sólrún komast mjög illa frá viðtalinu við Xinhua-fréttastofuna. Auðvitað eigum við að styðja Taíwan og Tíbet í þeirra sjálfstæðishugleiðingum og baráttu þeirra fyrir að komast í samfélag þjóðanna. Við eigum ekkert inni hjá hinni blóðugu einræðisstjórn í Kína og eigum ekki að selja okkur Kínverjum þrátt fyrir baráttuna um sætið í öryggisráðinu. Við eigum ekki að leggjast flöt undir Kínverja vegna þeirrar kosningabaráttu.

Ingibjörg Sólrún fór illa að ráði sínu með þessum ummælum um Taíwan og á að sjá sóma sinn í að leiðrétta þau hið fyrsta. Ella er allt tal hennar um sjálfstæða utanríkisstefnu fokið út í buskann. Það kannski er þegar farið veg allrar veraldar með vísitasíunni til Afganistans? Ekki nema von að spurt sé.


mbl.is Ingibjörg Sólrún í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er æðandi um alla jarðkringluna með fáránlegar yfirlýsingar. Ég veit ekki hvað hún heldur að hún sé. Þetta er orðið meira en svolítið pínlegt.

Linda (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hafþór: Finnst þetta aðallega hlægilegt enda gagnrýndi Samfylkingin harðlega áður að við tengdumst málum í Afganistan og Írak. Hvað er ráðherrann að kynna sér þarna nema að hún sé að skrifa upp á stöðu mála í Afganistan? Finnst margir samfylkingamenn ansi vandræðalegir vegna þessarar vísiteringar. Finnst eðlilegt að tala hreint út. Skil ekki af hverju ég ætti að segja eitthvað annað en mér finnst. Mér finnst þessi ferð brandari eftir allar yfirlýsingar Samfylkingarinnar hér í denn.

Linda: Fínt komment. Mér finnst ummæli ISG hjá Xinhua-fréttastofunni mjög óheppilegt og henni eiginlega til skammar. Finnst það afleitt ef hún ætlar að kóa með Kínverjum og tala gegn Taíwan, auðvitað á hún að tala hreint út um stuðning við Tíbet.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er nú ekki meiri misskilningur en það að minnst var á það í Silfri Egils um helgina og vikið sérstaklega að því og hefur verið rætt víða. Enginn misskilningur yfir því. Það er verið að beygja af leið hjá Ingibjörgu Sólrúnu og kannski bara heiðarlegt og rétt af henni, má vel vera. En það er alveg ljóst að við erum að feta sama stíg og áður, þann sem Samfylkingin gagnrýndi áður.

Hvað finnst þér um skoðanir ISG á málefnum Taíwans? Sé að þú víkur ekkert að þeirri speki hennar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Það er kannski ekki skrítið að við séum að feta sama stíg og áður, þar sem það þarf auðvitað þverpólitíska samstöðu innan ríkisstjórnarinnar til að gefa yfirlýsingar hvað varðar samstarf með Nato, eða afstöðu til Taívan eða Tíbet.

Ég held að forsætisráðherrann okkar yrði ekki sérstaklega ánægður ef Ingibjörg færi skyndilega að gefa skít í ýmsa bandamenn okkar, þrátt fyrir að það sé stefna einhverra flokksmanna hennar.

Það er ömurlegt að horfa uppá ykkur sjálfstæðismennina gagnrýna allt sem meðstjórnendur ykkar gera, þið ættuð kannski að skammast í ykkar eigin fólki fyrir að velja sér svona lélega samstarfsmenn, eða fyrir að ná ekki hreinum meirihluta.

Þetta jaðrar við lágkúru finnst mér hvernig þú orðar hlutina Stefán, og það veldur mér vonbrigðum.

Góðar stundir,

Steinn 

Steinn E. Sigurðarson, 18.3.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband