Krónan lækkar enn í aðdraganda páskanna

Krónan Það eru vonbrigði að krónan lækki enn, nú í aðdraganda páskahátíðarinnar. Það voru held ég flestir að gera sér von, kannski veika, um að krónan myndi hækka aftur og taka við sér og sú svarta staða sem hefur verið uppi síðustu dagana myndi að einhverju leyti rétta sig af. Það gerist ekki og það er áhyggjuefni fyrir samfélagið.

Það má búast við dökkri tíð eftir páskana snúi krónan ekki aftur sem trúverðugur gjaldmiðill. Verðbólgan er fljót að taka þennan takt að óbreyttu og verð á nauðsynjavörum mun hækka verulega. Það eru vonbrigði að ekki hafi birt yfir og það er alveg ljóst að áframhaldandi þróun af þessu tagi mun koma harkalega niður á okkur öllum.

Það er auðvitað vont tíðarfar víðar en hérlendis. En það er spurning hvort það sé rétt að þetta komi harðar niður á okkur en öðrum. Merkilegur lestur er þetta allavega.

mbl.is Krónan heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég er hræddur um að hugsa verði í misserum ef ekki árum áður en við getum treyst gengi krónunnar. Ef til vill koma einhverjar sveiflur upp á við. Ég spái því að dollarinn verði að jafnaði ekki undir 70 kr. næsta árið og hugsanlegt er að hann fari í 100 kallinn.

Jón Sigurgeirsson , 19.3.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

gengisvisitalan er nú 161...og þónokkuð hærri en 2001, en þa náði hun 150!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband