Dulúðlegt hauskúpumál í Kjósinni

HauskúpaPúslin á bakvið hauskúpumálið í Kjósinni raðast saman hægt og hljótt. Það verður þó æ dulúðlegra. Spurningunum fækkar ekki. Undarlegust þykir mér sú útskýring mannsins sem átti hjólhýsið að hauskúpan hafi verið af dýri. Hvernig getur það farið framhjá einhverjum að hann sé með hauskúpu af manneskju í sínum fórum?

Það er eitthvað í þessu máli sem er meira en lítið skrítið og mikilvægt að reyna að upplýsa hver uppruni konunnar er sem þarna ber beinin. Mér finnst enn eins og ég sé að lesa krimma eftir Arnald Indriða, eins og ég sagði í morgun. Fannst þetta mjög sérstakar fréttir og auðvitað eru flestir sem vilja vita meira um málið og helst fá að vita söguna á bakvið þessi bein - hver var þessi kona?


Það er gott að lögreglan sé komin á sporið, en stóra spurningin er hvernig viðkomandi taldi sig vera með bein af dýri og áttaði sig ekki á því að þetta var manneskja, sem ætti varla að fara framhjá neinum. Það verður að rekja sögu þessa hjólhýsis. Ef þessi maður veit ekki eitthvað um málið þarf að rekja sig áfram eftir sögunni á bakvið málið.

Ætla að vona að það gangi jafnvel að leysa söguna sem fylgja þessum beinum og er í sögum Arnaldar Indriðasonar. Einhvers staðar er sannleikann í málinu að finna.


mbl.is Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: argur

Ef þú lest greinina aðeins betur þá myndir þú sjá að það kemur þrisvar sinnum fyrir í greininni að um HLUTA af höfuðkúpu er að ræða.

Ég efast um að maðurinn þekki ekki höfuðkúpu af manni, en ef um smástykki er að ræða er það vel skiljanlegt að hann sjái ekki að um mannabein var að ræða.

argur, 24.3.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Finnbogi: Já, vissulega er það upplýst að því leyti að vitað er hvaðan hauskúpan kemur. Það vantar þó enn að vita hvaða hauskúpa þetta er og hvers vegna hún var í þessu hjólhýsi. Hef hvergi séð svar við því. Auk þess er fróðlegt að vita hvers vegna hún var geymd þarna af öllum stöðum.

Argur: Tók vel eftir því. En mér finnst þetta vissulega mjög sérstakt mál þrátt fyrir það. Það er mörgum spurningum ósvarað og ég hefði talið áhugavert að vita meira um uppruna þessarar hauskúpu. Það má vel vera að maðurinn hafi talið sig vera með hauskúpu af einhverju dýri, en það er heiðarlegt að velta því fyrir sér hvers vegna hann hafi ekki hugsað þetta mál lengra en hann virðist hafa gert í upphafi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.3.2008 kl. 17:54

3 identicon

Brotið var þó nógu stórt til þess að menn vissi mjög fljótlega að "brotið" er úr konukúpu.

kKG (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, mér finnst það blasa við. Ég hef enga trú á að það hafi farið framhjá nokkrum manni að þetta var hauskúpa af manneskju.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.3.2008 kl. 18:27

5 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Stefán: Hvernig geturðu staðhæft svona án þess að vita nokkuð um hvað þú ert að tala?

FLÓTTAMAÐURINN, 24.3.2008 kl. 20:07

6 identicon

Sannarlega furðulegt mál. Furðulegust af öllu fannst mér þó  tenging  fréttastofu  Sjónvarpsins  við landbrot  sjávarbakkans  við  Saurbæ á Kjalarnesi.  Það  var með öllu óskiljanlegt !

Eiður (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 20:08

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Dóri: Það var vitað svo til um leið og þetta fannst að þarna væri hauskúpa af manneskju. Veit ekkert hversu heillegt þetta var áður en auðvitað hefur þetta brotnað eitthvað þegar að hjólhýsið splundraðist svo að það er ekkert víst að þetta hafi verið brot áður. Það þarf auðvitað bara að rannsaka. Mér finnst nú frekar vandræðalegt að nokkur fullyrði að það telji höfuðkúpu af manneskju af einhverju dýri. Verð að segja það alveg eins og er. En þetta verður eflaust allt rannsakað.

Eiður: Mjög svo. Já, þetta var vandræðalegt klúður hjá fréttastofu Sjónvarpsins að vita ekki að þetta var Saurbær á Kjalarnesi en ekki Hvalfjarðarströnd. 

mbk.
mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.3.2008 kl. 20:17

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Hvað sem kemur út úr þessu máli er öruggt að ekki vildi ég skreyta húsbýli mín með hauskúpu. Ég hef nú oft dvalið í Kjósinni þar sem sonur minn á sumarbústað og vonandi á ég ekki eftir að rekast á hauskúpur þar í framtíðinni. Vonandi kemur einkver skíring á þessum hauskúpufundi .

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.3.2008 kl. 20:19

9 Smámynd: Kreppumaður

Skil ekki þetta fár yfir brotinni hauskúpu?  Þekki til að nefna virtan geðlækni sem er með eina á skrifborðinu sínu.  Þótt að ekki noti hann hana sem öskubakka.  Það má kaupa alvöru hauskúpur yfir slikk í Afríku til dæmis.  Eða ræna þeim úr líkhúsum?  Þetta er út um allt og það eina sem þarf er vasaljós, skófla og kannski aðstoðarmaður með kryppu.

Kreppumaður, 24.3.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband