Hversu mikið mun Wilders stuða múslima?

Geert Wilders Það fer ekki framhjá neinum að Geert Wilders, leiðtogi hollenska frelsisflokksins, leikur sér að því að stuða múslima með mynd sinni og dansar á línunni, rétt eins og í öðrum pólitískum málflutningi. Myndin er fyrirfram dæmd til að kalla á umtal og viðbrögð almennings - heiftúðugar deilur með og á móti. Það er auðvitað tilgangurinn hjá Wilders; ná umtali til að komast í pólitíska umræðu og eins stuða í allar áttir.

Wilders er einn umdeildasti stjórnmálamaður Hollands um þessar mundir og minnir í svipinn á Jörg Haider einkum að því leyti að báðir eru algjörlega ófeimnir við að fara frekar langt og koma með leiftrandi boðskap sem skiptir fólki gjörsamlega í tvær fylkingar. Hef ekki séð þessa mynd enn og þætti reyndar fróðlegt að sjá hana til að vita hversu langt Wilders gengur núna.

Gæti vel verið að þetta sé tóm steypa og hinsvegar eitt sjónarhornið í viðbót sem stuðar múslima. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan að Bin Laden hótaði okkur í Evrópu, ekkert síður á Norðurlöndunum vegna skopmyndamálsins og þetta myndband mun ekki lægja öldur þar og spurning hvort að sá skeggjaði skuggabaldur komi fram aftur með sömu formælingar og dómsdagsspár fyrir okkur á Norðurlöndum.

Það má reyndar Wilders eiga í öllum sínum stormi að hann kemur með sjónarhorn sem margir tala fyrir, hversu umdeilt og hatað sem það annars er og verður alla tíð. Hann er ekki sá fyrsti sem stuðar með ummælum um múslima og ekki sá síðasti - og honum gengur vel ásamt fleirum að stuða einkum Bin Laden sem þolir ekkert nema sína eigin skoðun á málum.

mbl.is Umdeild kvikmynd á vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fleiri kvikmyndir, gott mál !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.3.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Bumba

Þetta er að verða alvarlegt mál hérna í Hollandi hversu múslimar eru farnir að hafa áhrif á innri strúktúr samfélagsins. Maður heyrir börnin úti á götu í leikjum syngja söngva um þegar islam er búið að eignast Holland, og allt ´því um líkt. Það er langt síðan að maður varð var við þetta Stefán minn, en enginn gerði neitt. Nú er frekjan og oft yfirgangurinn orðinn svoeliðis að mörgum þykir nóg um. Þetta er ekki bara hérna í Hollandi, heldur mjög víða. Það má ekki lengur elda mat úr svínakjöti í skólum  á Bretlandseyjum vegna mótmæla múslima, þeir telja ekki einu sinni 10% þjóðarinnar. Hérna mega ekki kvenlæknar lengur skoða múslimakonur, séu þeir karlmenn, nema að líf liggi við. Svona læðist þessi hugsanabreyting hægt og sígandi inní kerfið. Fólki er farið að þykja nóg um. En, það á ekki að alhæfa, þekki marga múslíma sem eru nánir vinir mínir og hef töluvert samband við og hef haft í gegnum mörg ár. Þessi þróun er samt vægast sagt sérkennileg. Með beztu kveðju.

Bumba, 28.3.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband