Er stutt í frönsku aðferðina hjá atvinnubílstjórum?

Mótmæli atvinnubílstjóra Mótmæli atvinnubílstjóra eru að skila tilætluðum árangri; það er algjör umferðarkaos á höfuðborgarsvæðinu og mótmælin á nokkrum stöðum í einu og eru augljóslega vel skipulögð - virðist vera forsmekkur þess sem koma skal. Ekki er hægt að sjá annað en að bílstjórarnir séu í það miklum ham að búast megi við frönsku aðferðinni hjá þeim fljótlega.

Það er vel þekkt í Frakklandi að í mótmælum bílstjóra sturti þeir skítahlassi, fiskhrati og allskonar úrgangi fyrir utan opinberar byggingar. Þetta hefur ekki verið algengt hérna heima á Íslandi og virðist takturinn það beittur hjá bílstjórum að farið verði í enn róttækari aðgerðir. Það er sérstaklega táknrænt að bílstjórarnir aki löturhægt eftir Suðurlandsvegi og tempi alla umferð niður. Í þessum efnum eru bílstjórarnir greinilega að taka upp erlendar baráttuaðferðir.

Eins og ég sagði hérna í gær tel ég þetta skiljanleg mótmæli eftir allt sem á undan er gengið. Það er engin furða að atvinnubílstjórar hafi fengið nóg af háu eldsneytisverði og fari nú í skæruhernað. Það er greinilegt að taka á þann slag alla leið.

mbl.is Vegi lokað við Rauðavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er franska aðferðin í mótmælum. Annars merkir franska aðferðin annað ef þú gúgglar það.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Fer ekki að styttast í Frönsku aðferðina hjá ansi mörgum í þjóðfélaginu Stefán?

Hallgrímur Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gísli: Þetta er vissulega ættað þaðan, en enn verri mótmæli eru líka þekkt frá Frakklandi. Annars eru þeir greinilega á þessari leið og augljóst í hvað stefnir. Þeir ætla að taka þetta alla leið.

Halli: Gæti vel farið svo.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.3.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Bíddu, hvernig eru þessi mótmæli að skila árangri? Ekki hafa ráðamenn sett sig í samband við þessa menn og ekki hafa álögur á þá verið lækkaðar . . .

Magnús V. Skúlason, 28.3.2008 kl. 15:30

5 Smámynd: Ingólfur

Stebbi, hvers vegna er það eðlilegt hjá vörubílstjórum að mótmæla svona af því að olíudropinn er dýr en ef að náttúruverndarsinnar mótmæla svona, nema bara á minni skala, að þá er á fyrir neðan allar hellur og ábyrgðarlaust að mótmæla án þess að hafa fengið leyfi fyrir mótmælunum?

Er það virkilega það mikilvægasta núna að lækka skatta á bíla og eldsneyti? Ef það á að gera breytingar væri þá ekki rétt að sær stuðluðu að minni eldsneytisnotkun og t.d. lækka álögur á sparneytna bíla í stað þess að gera dropann ódýrari?

Er það virkilega ábyrgðarfullt þegar að loka ítrekað aðalleiðum þannig að sjúkrabílar komist ekki úr austurhluta borgarinnar meða sjúklinga á spítalana?

Eða er skýringin kannski á þessari mismunandi afstöðu þinni sú að þér finnst verðið á olíulítranum mikilvægara en verndun okkar einstöku náttúru?

Ingólfur, 28.3.2008 kl. 16:22

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Magnús: Alveg ómögulegt að segja um það núna hvort að mótmælin skili einhverju fyrir þá. Það veltur mjög á hvernig þeir taka þetta í næstu viku og hvort þetta verði enn víðtækari mótmæli en þetta.

Ingólfur: Ég sagðist skilja mótmæli þeirra. Við erum að tala um mjög mikilvægan þátt í þeirra starfi og ekki er undarlegt að þeir láti í sér heyra. Hinsvegar efast ég mjög um svo drastískar aðgerðir og lét það reyndar í ljósi í gær. Þú hefur eflaust séð það ef þú last. Annars hef ég aldrei talað gegn mótmælum yfir höfuð, enda sjálfur tekið þátt í mótmælum gegn kínverskum stjórnmálamönnum til dæmis. En það er oft erfitt að vita hversu langt eigi að fara og ég skrifaði um þann þátt í gærkvöldi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.3.2008 kl. 16:30

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Með illu skal illt út reka!!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.3.2008 kl. 17:44

8 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ég efast nú um að flutningabílstjórar séu aðeins að mótmæla of háu verði á eldsneyti,  heldur er vegakerfið okkar hér á Íslandi þvílík skömm, já skömm. Var að koma frá Kanarí og vegakerfið það er bar stórfengið miða við Íslenskar aðstæður og ekki er þar verið að brölta á stórum treilerum um eyjuna, en samt........ akreinar tví og þríbreiðar í báðar áttir.......Miða við við þann flutning hér á landi sem fer um þjóðvegi landsins,   þá varð ég bara orðlaus að sjá hve vegakerfið okkar er hrillilega úrelt

Erna Friðriksdóttir, 28.3.2008 kl. 17:49

9 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

http://www.energy.eu/#prices

Hér er að finna verð á eldsneyti í Evrópu, gengi Evru er 122 krónur, fráleitt að halda því fram að það sé dýrt hér. En vegakerfið nýtur ekki skattanna það er málið.

Sigurjón Benediktsson, 29.3.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband