Hvenær kemur handtökuskipun á Pólverjann?

Ekki þarf að búast við að þessi margumræddi Pólverji gefi sig fram áður en alþjóðleg handtökuskipun er lögð fram, enda ekkert brotið af sér hér á landi. Undarlegt er þó að bíða þurfi eftir slíku. Auðvitað eigum við að reyna að losa okkur við þennan mann sem allra fyrst, senda hann á heimaslóðir þar sem hann á að svara til saka. Gildir einu hvort hann er sekur eða saklaus, við höfum ekkert með svona glæpalýð að gera hér.

Afleitt er að maður sem grunaður er um hrottalegt morð geti um frjálst höfuð strokið hérlendis. Á því þarf að taka sem fyrst. Ástæða er til að hafa áhyggjur af ummælum ræðismanns Pólverja á Íslandi um að hingað sé greið leið fyrir pólskt glæpafólk að koma, vegna flókinna framsalsreglna. Ísland á ekki aðild að framsalssamningum sem Evrópusambandslöndin hafa gert sín á milli.

Þetta er afleitt ástand og það þarf að taka af málum þeirra sem brjóta af sér án hiks. Þennan mann á að senda til síns heima sem allra fyrst. Um leið þurfum við að velta því fyrir okkur hvort við séum að verða að hæli glæpafólks úr austurvegi.

mbl.is Hefur enn ekki gefið sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skrifar: "Auðvitað eigum við að reyna að losa okkur við þennan mann sem allra fyrst, senda hann á heimaslóðir þar sem hann á að svara til saka. Gildir einu hvort hann er sekur eða saklaus, við höfum ekkert með svona glæpalýð að gera hér. (leturbr.gb) Þú og fleiri sem sitja á bloggtoppnum segja í einu orði, maðurinn er saklaus, svo kemur alltaf í lokin slettan. Nú er bara einfaldlega eitt að gera. Það er að laga eða breyta svona skrifum. Samkvæmt venjulegum lögum eru menn saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Mér dettur meir að segja orð eins og fordómar, jafnvel orð sem eru verra en það. Þú og reyndar annar toppbloggari hafa valdið mér vonbrigðum með þessum skrifum. Ég tek það fram að þessi athugasemd er skrifuð áðun en viðtal er haft við manninn í Kastljósi. Þetta er vont mál.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband