Bílstjórar reknir fyrir að taka þátt í mótmælum?

Frá mótmælum Kjaftasagan er að nokkrir bílstjórar sem handteknir voru í morgun vegna mótmælanna á Suðurlandsvegi verði reknir fyrir að taka þátt í þeim. Vinnveitendur þeirra hafi bannað þeim að taka þátt og gegn þeirra ákvörðunum hafi bílar fyrirtækja þeirra verið í mótmælunum og notaðir til að blokkera umferð.

Alls voru 21 handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í dag og hald var lagt á bílana sem notaðir voru í mótmælunum á Suðurlandsvegi og mun lögreglan væntanlega hafa þá í sinni gæslu næstu dagana. Sumir eigendur bílanna vilja frekar fá bílana en bílstjórana aftur, skilst manni.

Það hlaut að koma að því að syði upp úr milli bílstjóra og lögreglu. Fannst mótmælin renna endanlega út í sandinn í dag. Bílstjórar hafa misst sín spil, færðu ekki bílana eftir skamma stund við mótmæli og gengu alltof langt. Greinilegt er að þeir sem hafa þá í vinnu vilja ekki heldur sjá þá framar við að keyra þessum bílum sem blokkeruðu Suðurlandsveginn.

mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ofan á þetta virðist vera ákveðinn hópur í þjóðfélaginu sem sækir í öll mótmæli eða skrílslæti. Hreinlega hægt að segja að um adríanlín fíkla eða anarkista sé um að ræða. Menn sem nota tækifærið til þess að berja á löggunni.

Nú er bara að bíða og vona að það muni enginn láta lífið vegna aðgerða bílstjóra. Hvenær einhver sem þarf að komast á spítala verður innilokaður eins gerðist næstum í mótmælunum um daginn þegar kona var að aka á spítala með föður sinn sem fékk hjartaáfall. sem betur fer var hægt að komast þá framhjá með því að keyra yfir grasið en það verður ekki alltaf.

Þetta voru enginn mótmæli. Þetta voru ofbeldisaðgerðir og skrílslæti. Við búum við eitt lægsta eldsneytisverð í evrópu. ofan á það þá fá bílstjórar endurgreiddan virðisaukann. Síðan hafa þeir sjálfir komið sér í þessi vandræði með því að undirbjóða hvern annan þangað til þeir geta ekki rekið reksturinn. þegar það er komið rétt út fyrir höfuðborgarsvæðið þá er kílómetra álagning bílstjóra meir en tvisvar sinnum hærri.  

Fannar frá Rifi, 23.4.2008 kl. 19:23

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þessu ofbeldi verður að ljúka.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.4.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ekki hissa enda auðvelt að ná í bílstjóra frá austur evropu til að leysa hina af. Það hefur ekki borið mikið á því að þegar regluverkið frá evropu var tekið upp fylgdi með pakki sem að stjórnvöld attu að framkvæma um hvíldarsvæði og fleira hann hafur alveg gleymst. Svo er þetta að snúast hægt og rólega upp í meira en bara mótmæli vegna bensins eg hef tru a að sæludögum Ingibjargar og Geirs fari að fækka þjóðin er orðin pirruð og ekki bætta þau myndskeið úr sem að sjást á You tube þau gætu jafnvel lækkað krónuna þegar fyrirsagnir í gulu pressunni æpa Óeirðir á Íslandi vegna getuleysis ríkisstjórnar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.4.2008 kl. 21:39

4 identicon

Humm

Ef rétt er hverju voru þessir seku einstaklingar sem eru í vinnu hjá öðrum að mótmæla. Ekki borga þeir olíuna ef þeir eru launþegar og þar af leiðandi hægt að reka þá. Ekki er hvíldartíminn þeim í óhag þeir einfaldlega bara stoppa þar sem síðast er hægt að stoppa áður en tíma er náð þeir eru bara á tímakaupi. Þannig að ég er ekki alveg að skilja hef bara séð sjálfstæða atvinnubílstjóra mótmæla ekki aðra en hvað veit ég.

Halldór Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband