Þvílíkur dagur - mótmæli verða að skrípaleik

Frá mótmælumJæja, þvílíkur dagur. Ekki á hverjum degi sem táragas er notað á mannfjölda hérlendis. Í dagslok voru mótmælin orðin algjör vitleysa og skrípaleikur. Bílstjórarnir misstu þau fáu tromp sem þeir höfðu enn á hendi eftir mörg mistök sín síðustu vikurnar. Held þó að þeir hafi tapað slagnum þegar að þeir vissu ekki sjálfir grunnatriði um bensínverðið og um hvað leikurinn snerist.

Í dag varð þetta hreinræktað rugl. Fannst stórmerkilegt að sjá Sturlu Jónsson þenja sig í Kastljósi kvöldsins. Þar vildi hann kenna ríkisstjórninni um hvernig allt fór við Rauðavatn og að allt varð vitlaust. Ekki var hann til í að líta neitt í eigin barm og sagan hans um að þeir hafi nú verið að fara þegar að allt fór í vitleysu hljómar frekar fölsk og ósannfærandi. Allt benti til að bílstjórarnir ætluðu að hjóla í sérsveitina.

Í upphafi skildi ég eins og svo margir fleiri gremju bílstjóra og þörf þeirra fyrir að koma með statement af einhverju tagi. Þeir gerðu það og náðu athygli fljótt. En leikurinn byrjaði fljótt að þynnast út með lélegu skipulagi og framsetningu mótmælanna. Þeir áttuðu sig ekki á grunnatriðum mála, neituðu að hlusta á staðreyndir og lokuðu sig af með rörlaga sjónarhorn á lífið og tilveruna. Þeir misstu yfirsjón á mótmælunum og misstu sig í hreint rugl.

Síðan hafa þeir verið að tapa dampi og missa sig hreint út. Ekki hefur talsmaðurinn hjálpað til, með mjög afleit rök og lélega rökfimi í tali sínu. Held þó að hann hafi endanlega spilað sig yfir og út með tali sínu í kvöld. Þar stóð varla steinn yfir steini og vandræðagangurinn algjör. Myndirnar af dramatíkinni við Rauðavatn sýna vel að bílstjórar lögðu til gegn lögreglunni og hún svaraði fyrir sig. Eðlilega. Annað hefði verið óeðlilegt og ég tel að lögreglan hafi gert það eina sem í stöðunni var. Það sauð endanlega upp úr. Hafði svosem blasað við lengi.

Bílstjórunum tókst á mjög skömmum tíma að gera það sem ég varaði við á fyrsta mótmæladegi - að missa mótmælin úr höndum sér og ná ekki að tækla þau vel. Það sem átti að vera mikið statement um lykilmál þeirra varð að algjöru rugli á skömmum tíma. Stóru mistökin voru að beina mótmælunum að almenningi, ergja hann og missa yfirsjón á grunnatriðum mála, t.d. að hafa ekki á hreinu staðreyndir um bensínverð og reyna að afneita þeim.

Eftir standa bílstjórar með flippuð mótmæli sem hafa runnið út í sandinn. Eftir allt varð það veganestið sem þeir náðu sér í með þessu öllu saman.

Undarlegast finnst mér þó að sjá suma líkja þessu rugli við Rauðavatn við Gúttóslaginn. Afsakið, meðan að ég hlæ.


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki aðeins að misskilja? vörubílstjórar höfðu nú bara ekkert með þetta að gera. 

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Já, þessi skrípaleikur er orðin að pólitísku bitbeini.. það virðast bara vera einstaka jafnaðar-kommúnistar og anarkistar sem styðja þessi mótmæli í blindri andstöðu sinni við ríkisstjórnina.

Stundum gleymir fólk bara að hugsa og kynna sér málið..

Bensín verð og ríkisálögur er  t.d. mun hærri víða annarstaðar í evrópu, s.s. póllandi, þar sem laun eru mun lægri.. Svo fá atvinnubílstjórar virðisaukan endurgreiddan.

Þeir verða bara að sætta sig við að landflutningar er deyjandi atvinnugrein, því það er mun hagkvæmara og umhverfisvænara að fara sjó eða loftleiðina.. sem skapar líka minni slysahættu.

Ástæðulaust að syrgja eðlilega þróun, bara bíta á jaxlinn og fylgja straumnum.. Bílstjórarnir ættu frekar að sameinast um að selja bílana sína og kaupa fraktara. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Skaz

Held nú samt að fólk almennt telji lögreglu hafa brugðist fullharkalega við og skv. mörgum nærstöddum aðilum var allt með rólegramóti er löggan hleypti þessu öllu upp skyndilega.

Held að það hefði verið hægt að leysa þetta án ofbeldis og þrátt fyrir að mótmæli séu ólögleg tel ég að ofbeldi sé ekki lausnin. Eða er það orðið almenningsálit að ofbeldi leysi vanda. Held að í dag hafi opnast fyrir gátt sem að ég er ansi hræddur um að stjórnvöld loki ekki aftur. Það er talsvert auðveldara að endurtaka hlut heldur en að gera hann í fyrsta skiptið.

Skaz, 24.4.2008 kl. 02:15

4 Smámynd: Skaz

Btw. nokkuð hrifinn af tónlistaspilaranum þínum ekta playlisti líka enda erum við Akureyringar smekkmenn :)

Skaz, 24.4.2008 kl. 02:16

5 identicon

Menn verða bara átta sig á að hlýða verður fyrirmælum lögreglunar..  Ef mönnum líkar ekki við fyrirmælin þá hafa menn kost á því að kæra, síðar meir. Ekki að fara í slag við lögregluna neibb. Tími neftóbaksins er liðinn og lögreglan líður ekki þessa framkomu meir.

Fyrir utan er þetta allt saman byggt á einum stórum misskilning hjá blessuðum köllunum.

Dæmi:

Ríkið getur ekki lækkað álögur á bensín umfram aðra vöruflokka..  Það er mismun.

Vsk. vörubílstjóra er bæði inn og út skattur ergo er ríkið ekkert að taka meira til sín.

Vökulögin eru sett til vernda okkur frá svefndrukknum bílstjórum.

Bílstjóri á leið frá R.vík til Ak.  þarf ekki að keyra stanslaust í 4,5 tíma og taka sér svo pásu.  Hann getur tekið sér pásu í þar sem hann vill nema hann má ekki aka viðstöðulaust í meira en 4,5 tíma..

Þessi barátta þeirra er ekkert að hjálpa okkur neitt.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 09:58

6 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er vont að sjá mann sem hefur haslað sér völl á fjölmiðli gera svo lítið úr kjarabaráttu fólks. Það gleymist í þessari umræðu, sbr. ummæli Viðars hér að ofan, að þetta snýst aðeins óbeint um verð á eldsneyti. Þetta snýst um óstöðugleika í íslensku efnahagslífi.

Skyndileg hækkun á eldsneyti, og öðrum innfluttum vörum, hefur bein áhrif á vísitölu neysluverðs, sem aftur hefur bein áhrif á öll vísitölutryggð lán.

Atvinnubílstjórar eru fyrst og fremst að mótmæla því að ríkisstjórnin er ekki að bregðast við óstöðugleikanum, en einnig við innleiðingu ESB reglna um hvíldartíma, sem ekki er með góðu móti hægt að fylgja hér á landi vegna aðstöðuleysis.

Notkun lögreglunnar á efnavopnum í gær var algerlega óverjandi. Ég vil ekki búa í landi þar sem þykir sjálfsagt að beita sérsveitum á friðsamlega mótmælendur, sem hafa verið hunsaðir af sjálfhverfum stjórnmálamönnum eins og Birni Bjarnasyni, sem segist ekki tala við glæpamenn. Nýkominn úr matarboði með Mahmoud Abbas.

Sigurður Ingi Jónsson, 24.4.2008 kl. 10:34

7 Smámynd: Jonni

Ég hélt að íslendingar væru upp til hópa orðnir það menntaðir í lýðræðislegu siðgæði að það þyrfti ekki að taka upp svona umræður. Ég hef greinilega haft rangt fyrir mér með það og kannski var þörf á þessu. Mótmæli bílstjóranna standa eftir sem skólabókardæmi um mótmæli á villigötum og ég vona að fólk hafi lært eitthvað af þessu.

Jonni, 24.4.2008 kl. 10:34

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vörubílstjórarnir bera alla ábyrgð á því er gerðist í gær.  
Lögreglan sýndi fagmennsku og eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir unnu sína vinnu.
Ég tel að lögreglan hafi ekki brugðist of harkalega við. Þetta var orðið stjórnljóst og lögreglan mat aðstæður hárrétt og greip til aðgerða.
Hlustaði á Sturlu í gær í Kastljósi, ja ekki vildi ég að þetta væri málsvari fyrir þann málstað sem ég væri að berjast fyrir.
Vörubílstjórar hafa hótað frekari aðgerðum og nú verði beitt enn meiri hörku og lögreglan er greinilega tilbúin í þá baráttu við þessa lögbrjóta.

Óðinn Þórisson, 24.4.2008 kl. 10:44

9 identicon

Hvað sem allri vitleysu viðkemur,,er ljóst að nú er ekki lengur um neitt áratuga kaffistofumuldur að ræða lengur,, Eldur er kviknaður,, og púðurgeymslan í næsta herbergi,, Eins gott að taka sjálfstýringuna af þjóðarskútunni og gera eitthvað,, Það geisar aftakaveður ,, Úfinn sjór um alla veröld,, Nú reynir á að stýra þjóðarskútunni fimlega milli skerja,, Eigi dugar að hlaupast undan merkjum,,Ekki lengur lausar stöður í útsýnisturni Seðlabankans,,!Hafa ber í huga,,enginn má meiðast,,

Bimbó (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband