Stóra klúðrið - trúverðugleiki bílstjóra gufar upp

Talsmaðurinn Ágúst með Sturlu Ég tel að trúverðugleiki bílstjóranna hafi gufað endanlega upp þegar að ljóst varð að Sturla Jónsson laug um tengsl sín við manninn sem réðst á lögregluþjóninn á Kirkjusandi. Hann tengist vel bílstjórahópnum, hefur verið framarlega í flokki þeirra og áberandi, bæði við að tala og taka þátt í fronti mótmælanna. Að neita þeirri staðreynd er mjög alvarlegt mál og er lokahöggið á þessi mótmæli.

Vilji menn leita að einni stórri ástæðu þess að bílstjórum tókst að eyðileggja fyrir sér þessa réttindabaráttu sína með mótmælunum ættu þeir að líta á talsmann sinn, Sturlu Jónsson, sem var afleitur í hlutverki sínu sem verkalýðsleiðtogi og traustur talsmaður málstaðar fjöldahreyfingar, hversu umdeild baráttan og baráttuaðferðirnar mega vera. Talsmaðurinn stóð ekki undir nafni, spilaði illa úr sínum spilum og frontaði ekki hópinn með þeim hætti sem vænlegt yrði til árangurs fyrir þá.

Undarlegt er að Sturla ljúgi nú um tengslin við þann sem sló lögregluþjóninn og vita vonlaust í sjálfu sér að ætla að leika þann leik. Fjölmiðlar hafa afhjúpað hver þessi maður er og allir vita um tengsl hans við mótmælin. Þetta er ekki bara einhver maður úti í bæ. Hann fylgdi hópnum og var með þeim á vettvangi sem stuðningsmaður og væntanlega bílstjóri ennfremur. Þetta er alvarlegt klúður hjá Sturlu, sem reynir í vandræðum sínum og rugli að afneita þeim sem fylgdi honum að málum og hefur verið myndaður með honum oftar en tölu verður á komið, enda hafa þeir fylgst að í gegnum mótmælin.

Bílstjórarnir hafa spilað algjörlega út og talsmaðurinn hefur slúffað þessu fyrir þeim, með framkomu sinni og lélegum stælum. Þvílíkt megaklúður.

mbl.is Sturla: „Ekki á okkar ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100% sammála. Amen.

ari (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 00:46

2 identicon

Hann sýndi sýnar rendur - Þó svo að ég er ekki sammála Sturla, þá hefði það bætt stöðu hans að viðurkenna félaga sinn. Hver er tilbúinn að standa við hlið Sturlu núna, fyrst hann er nýbúinn að selja samstarfsmann fyrir 30stk silfur ? ;)

Margrét Þórðardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 01:12

3 Smámynd: Jonni

Þessar aðgerðir voru megaklúður frá þeim degi sem þeir ræddu þetta fyrst á kaffistofunni. Þeir hafa ekki einu sinni málstað að berjast fyrir. Snúum okkur að næsta máli.

Jonni, 25.4.2008 kl. 08:49

4 identicon

Hann Sturla er kominn með heimasíðu. http://sturlajonsson.blog.is/blog/sturlajonsson/

Þröstur (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband