Freaky Friday á Miklubraut

Mótmæli ungmenna Jæja, það er gott að löggan hefur tekið á málum á Miklubraut og náð að koma umferð þar á aftur eftir flipp ungmennanna. Einhver skilaboð er æska landsins sennilega að reyna að koma með á þessu föstudagssíðdegi og væntanlega fáum við að heyra eitthvað af því í kvöldfréttatímunum.

Hef aldrei verið á móti því að æska landsins hafi skoðanir á hitamálum og berjist fyrir einhverju sem það telur rétt. Sjálfur var ég einu sinni á þessum aldri og hafði mínar skoðanir, enda mjög pólitískur alla tíð og fylgdist vel með fréttum og stjórnmálum. Eðlilegt er að allt ungt fólk finni hugsjónum sínum farveg og berjist fyrir pólitískum áherslum eða það sem það einlæglega telur rétt.

En það er öllu verra þegar að æska landsins berst fyrir einhverju sem það hefur enga tilfinningu fyrir eða skilur ekki neitt í því. Því miður sást vel á mótmælunum á miðvikudaginn, sem enduðu í móa í orðsins fyllstu merkingu, að unga fólkið sem var að kasta eggjum var bara að gera það vegna þess að þeim þótti það kúl og flippaði með í takt við bílstjórana á staðnum. Ekki voru það neinar hugsjónir sem þar réðu för, allavega gátu þau ekki útskýrt hversvegna þau væru þarna. Þeim fannst þetta bara flott og spáðu ekki meira í því.

Stemmningin á Miklubraut virkar svipuð. Eitthvað flipp á föstudegi. Eða hvað?

mbl.is Rýmingu lokið á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ,,ÆÆ,, þau geta nú verið ósköp uppátektarsöm blessuð börnin,,Gott hve þetta fór nú allt vel að lokum,, Börnin létu sér segjast, og löggan var ekki með rembing umfram það sem nauðsyn krafði , kannski hafa þeir verið í einhverri sjálfsskoðun,, hafi svo verið sem ég vona ,, Er allt eins líklegt að þeir séu komnir í sumarskap , þrátt fyrir þetta kuldahret sem þú átt von á Stefán,,Vona ég að Norðlendingar hafi hugfast að ávallt byrtir öll él upp um síðir , Siggi stormur fullyrti í morgun að langtímaspáin væri sú að það muni hægja og birta , auk þess verulega hlýna eftir því sem lengra liði á sumarið,,

Bimbó (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:04

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég heyrði lögreglumann segja í útvarpið að hann hefði heyrt tvennar ástæður nefndar fyrir téðum mótmælum.

önnur ástæðan var sögð sú að verið væri að mótmæla háu verði á bíómiðum.

hin ástæðan að verið væri að mótmæla öllu nema háu eldsneytisverði.

þau hafa nú greinilega húmor

Brjánn Guðjónsson, 25.4.2008 kl. 20:22

3 identicon

Þetta er ungt og leikur sér...lítur vel út í Útsvari nú kl. 20.45

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:42

4 identicon

Tek ofan fyrir Útsvar Akureyringum í kvöld sem fyrr,þau eru að þessu til gamans og halda sig við sitt trix,15 stigin alltaf,sem kanski varð þeim að falli.Lak fýla af Kópavogsliðinu meðan þeir voru undir,engin bros og húmor.Hefði viljað þess vegna hafa Akureyri og Fjallabyggð áfram,hress og kát.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 21:50

5 identicon

Mér sýndust þetta nú ekki vera nein mótmæli.  Þetta var nær því að vera eitthvað grín, sem náttúrulega olli töfum á umferð.  Hrópandi "herinn til baka" og eitthvað svona. 

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 23:55

6 Smámynd: Evert S

þetta var meira svona götu party en einhver mótmæli

Evert S, 26.4.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Jamm, eflaust var þetta bara flipp. Skil reyndar unga fólkið þegar að kemur að bíóverðinu en efast um að ég myndi setjast á götuna fyrir utan húsið mitt til að blokkera umferð til að mótmæla því. Myndi láta skrif hér nægja hehe. :)

Úff já, skelfilegt með Útsvar. Taldi okkur vera komin með sigurinn en þetta fór eins og það fór. Pálmi, Erlingur og Arnbjörg stóðu sig frábærlega og eru yndisleg. Ferfalt húrra fyrir þeim!

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.4.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband