Íslenski geimfarinn hættir störfum

Bjarni TryggvasonÍslenski geimfarinn Bjarni Tryggvason hefur hætt störfum. Hefur alltaf fundist mikið til hans koma og held að flestum Íslendingum hafi fundist það í senn áhugavert og skemmtilegt að eiga geimfara. Honum hefur verið sýndur sómi hér víða og ég man vel eftir því er hann kom hingað fyrir áratug í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, skömmu eftir eitt geimafrekið.

Hann er ættaður úr Svarfaðardal. Faðir hans var Svarfdælingur og á Dalvík var talað um Bjarna af virðingu og áhuga fyrir því sem hann var að gera. Hann kom til Dalvíkur í Íslandsförinni fyrir áratug. Var áhugavert að fá hann í heimsókn og kynnast honum, en hann hafði aðallega verið í umfjöllun fjölmiðla hér heima og sum blöðin höfðu átt viðtöl við hann. Þó að hann hefði mjög skamman tíma búið hér heima eignuðum við Íslendingar okkur hann að sjálfsögðu og þau afrek sem hann hafði komið að.

Kom mér þó mest á óvart þegar að Bjarni kom til landsins að hann talaði ekki íslensku. Skildi kannski eitt og eitt orð, en hann talaði á ensku þegar að hann var hérlendis. Fannst það svolítið áfall að íslenski geimfarinn margfrægi talaði ekki íslensku. Ekki hafði greinilega verið lögð rækt við það að hann héldi í ræturnar með því að viðhalda íslenskukunnáttunni. Þó að hann talaði ekki íslensku held ég samt að við höfum verið stolt af honum og við megum svosem vera það. Hann hefur gert margt gott.

Veit ekki hvort að Bjarni var sæmdur fálkaorðunni af Ólafi Ragnari í Íslandsför hans. Sennilega. Ef ekki á að heiðra verk hans. Fálkaorðan hefur verið afhent af minna tilefni en því sem hann hefur afrekað.


mbl.is Bjarni sest í helgan stein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband