Hver mun kaupa útgáfuréttinn á Laxness?

Halldór Kiljan Laxness Mikil tíðindi hljóta það að teljast þegar að útgáfuréttur á ævistarfi Nóbelsskáldsins Halldórs Kiljans Laxness er auglýstur til sölu í dagblaði sisvona. Eðlilega spurt um hver muni eiginlega kaupa lagerinn og verða útgefendur þessa veglega safns ritverka sem eru einstök í íslenskri bókmenntasögu - enda ekki um það deilt að Halldór er sannkallað þjóðarskáld, einn merkasti Íslendingur og rithöfundur 20. aldarinnar.

Hef jafnan borið mikla virðingu fyrir bókum hans og þeirri ritsnilld sem einkennir þær. Halldór sjálfur var auðvitað um margt stórmerkilegur maður og áhugavert að lesa bækur um ævi hans og verk. Ekki aðeins opinberu ævisögurnar heldur, og ekki síður, ævisögu Halldórs eftir Hannes. Þó fyrsta bindið sé umdeilt og mikil læti hafi verið vegna þess er heildarverkið mjög vel gert, sérstaklega annað bindið, sem er með betri ævisögum sem ritaðar hafa verið síðustu ár að mínu mati, þar sem umdeildum kafla á ævi Halldórs er lýst opinskátt.

Einn og hálfur áratugur er liðinn síðan að ég keypti allar bestu bækurnar hans Halldórs. Verk hans höfðuðu mjög til mín og ég las þær upp til agna. Var á þeim aldri að það mótaði mig talsvert og ég held að öllum unglingum sé hollt að lesa verkin hans Halldórs. Allavega gaf það mér mikið. Ólafur heitinn Ragnarsson vann gott verk við að gefa út bækurnar aftur og gera þær vinsælar að nýju, kynna yngri kynslóðum þetta heildarsafn. Og fáir rituðu skemmtilegar og einlægar um Halldór en einmitt Ólafur.

Og nú er þetta ævistarf til sölu. Hver ætli að muni bjóða best í kjölfar þessarar litlu en merkilegu Moggaauglýsingu.

mbl.is Allur lager verka Halldórs Laxness til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hannes

Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.5.2008 kl. 16:20

2 identicon

Ég ætla að vona að enginn kaupi þetta þannig að JPV-útgáfan "neyðist" ti að vera með Laxness, orðabókina og Íslendingasögurnar áfram.  Þannig að öll þessi rit verði gefin áfram út með myndarbrag.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 17:48

3 identicon

Í fréttinni stendur, 3. málsgrein "Athygli vekur að útgáfuréttur að verkum Halldórs Laxness er ekki falboðinn og segir Jóhann Páll Valdimarsson, forstjóri Forlagsins, ástæðu þess, að höfundarréttur verkanna liggi hjá ættingjum Halldórs Laxness."

GEORG BIRGISSON (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Vissulega fær nýr aðili ekki fullan rétt yfir verkunum. Fjölskylda Halldórs hefur full yfirráð og hefur haldið vel utan um það, bæði fyrir og eftir andlát hans. Samráð þeirra við Ólaf Ragnarsson var alla tíð mjög mikið t.d. Þarna er um að ræða táknrænan rétt yfir verkunum en ekki fullan.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.5.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband