Dramatík í Moskvu - glæsilegt hjá Man Utd!

Evrópubikarnum hampað í Moskvu Mikið innilega var það nú sætt að sjá Manchester United verða Evrópumeistara fyrir stundu. Magnaður leikur, nagandi dramatík og spenna frá upphafi til enda í Moskvu í kvöld - vítaspyrnukeppnin var auðvitað hættulega spennandi og eflaust allir knattspyrnuáhugamenn að deyja úr spennu þegar að United náði loks að klára þetta. Um tíma undir lok leiksins hélt ég að Chelsea væri að ná yfirhöndinni, en þetta hafðist.

Spennan var ekki mikið síðri þegar að Man Utd vann titilinn síðast fyrir níu árum í Barcelona. Þá skoraði Ole Gunnar Solskjær sitt frábæra mark í uppbótartíma, er leikurinn var að klárast, skömmu eftir að Sheringham náði að jafna leikinn. Var alveg stórfenglegur leikur og mjög eftirminnilegur í minningunni. Yndislegt og gott maíkvöld alveg eins og þetta svo sannarlega.

Manchester United hefur aldeilis átt góða knattspyrnuvertíð, þá sætustu og bestu síðan árið 1999 og margir sælir í kvöld. Vorkenni samt þeim í Chelsea. Hlýtur að vera alveg skelfilegt að tapa eftir leik af þessu tagi og sérstaklega á John Terry bágt í kvöld. Ekki glæsilegt að fara með þetta á bakinu af velli.

En hvað með það. Sætur sigur hjá rauðu djöflunum og flottur lokapunktur á glæsilegri knattspyrnuvertíð.

mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Þetta var rosalegur leikur!!!

Man.Utd. á skilið að vera Evrópumeistari :)

Þráinn Árni Baldvinsson, 21.5.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Úff já, alveg rosalegur! hehe Hélt að ég myndi sjóða yfir í spennunni áðan þar sem ég var og við vorum öll að fara á límingunum. Alveg suddalega gaman mitt í öllum tilfinningahitanum. Svo var fagnað innilega á eftir, eins og vera ber. Magnað!! Simple as that ;)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.5.2008 kl. 22:51

3 identicon

Já ég er vissulega sammála að mínir menn í Manchester áttu titilinn fyllilega skilinn og enn ein staðfestingin á snilli Fergusons að mínu mati.

Hins vegar finnst mér alltaf mjög hvimleitt þegar svona gífurlega mikilvægir leikir enda í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppni getur yfirleitt farið á báða vegu sama hvaða lið keppa og maður verður að samhryggjast Chelsea því að það er ekki hægt að hugsa sér verri leið til að tapa en í vítaspyrnukeppni. Sérstaklega hræðileg keppni fyrir Chelsea mennina sem klúðruðu víti og það tekur örugglega sinn tíma að ná sér eftir það.

Leikmennirnir og þjálfarinn þeirra tóku þó tapinu með mikilli reisn og það fannst mér virðingarvert

Ívar (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta var mjög góður fótboltaleikur en sem Liverpoolmaður slökkti ég á sjónvarpinu þegar kom að verðlaunaafhendingunni.


Til hamingju með Evrópumeistara&Englandsmeistaratitilinn Stefán - utd klárlega besta liðið í dag

Óðinn Þórisson, 22.5.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband