Árni Johnsen aftur á þing - sviptingar í Suðrinu

Árni JohnsenMikil spenna er nú í Tryggvaskála á Selfossi þar sem líður nú að lokum talningar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni M. Mathiesen og Árni Johnsen hafa verið í fyrsta og öðru sætinu alla talninguna. Miklar sviptingar hafa þó orðið eftir því sem liðið hefur á nóttina. Um eittleytið féll Drífa Hjartardóttir, sem verið hefur leiðtogi flokksins í kjördæminu frá árinu 2004, eða frá andláti Árna Ragnars Árnasonar, niður í sjötta sætið, en hún var í því fjórða í fyrstu tölum. Björk Guðjónsdóttir hafði sætaskipti við Drífu. Annað óbreytt.

Nú laust fyrir þrjú komu nýjar tölur og höfðu þá verið talin 4000 atkvæði af 5200. Þá var Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður, kominn upp í þriðja sætið og Kjartan Ólafsson fallinn niður í það sjöunda. Skömmu síðar komu tölur er talin höfðu verið 4400 atkvæði og þá var Kjartan aftur þriðji en Guðjón fjórði. Björk var þar með fallin aftur í sjötta sætið og Drífa komin í sjöunda sætið. Þetta eru ótrúlegar sviptingar og sér jafnvel ekki fyrir endann á þeim. Athygli vekur að eins og staðan er nú eru fjórir karlmenn í efstu sætunum. Ennfremur er orðið vel ljóst að fátt fær því breytt að Árni Johnsen nái öruggu sæti.

Það verður fróðlegt að fylgjast með lokastund talningar. Þetta er vel þess virði að vaka eftir, þó staddur sé ég í öðru kjördæmi. Það verður spennandi að sjá lokaröðun sex efstu sætanna. Síðast þegar ég vissi var Gunnar Örn Örlygsson, alþingismaður, í tíunda sætinu, svo að það er greinilegt að hann er að falla af þingi. En spennan eykst - atkvæðum fækkar sem telja þarf. Það verða klárlega miklar pólitískar sviptingar á Selfossi í nótt.

Viðbót - kl. 05:10

Þegar talin hafa verið 5000 atkvæði, eða nærri öll atkvæði, í prófkjörinu er Drífa Hjartardóttir komin upp í fjórða sætið og Guðjón Hjörleifsson fallinn niður í sjöunda sætið. 



Fyrri færsla - skrifuð 00:19  (uppfærð tvisvar)

Þegar að helmingur atkvæða í prófkjöri sjálfstæðismanna hefur verið talinn á Selfossi er staðan frá fyrstu tölum óbreytt. Árni Johnsen er enn í öðru sætinu og greinilega á leið á þing aftur að vori. Það er alveg augljóst nú og það kemur ekkert í veg fyrir það. Árni M. Mathiesen leiðir listann og fyrir neðan þá Árnana eru eins og áður; Kjartan Ólafsson, Drífa Hjartardóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Björk Guðjónsdóttir.

Guðjón Hjörleifsson og Gunnar Örn Örlygsson virðast á útleið af þingi ef marka má þetta, en hvorugur þeirra hefur komist á blað enn. Kristján Pálsson, fyrrum alþingismaður, er ekki heldur sjáanlegur og virðist ekki hafa haft erindi sem erfiði. Það verður fróðlegt að sjá hvert stefnir í talningunni. Úrslitin ráðast einhverntímann í nótt væntanlega. Endurkoma Árna virðist staðreynd, hún verður umdeild. Meira segi ég ekki um það á þessari stundu.

Það eru því sviptingar í Suðrinu. Tveir þingmenn úti í kuldanum og einn umdeildur þingmaður aftur að fara á þing. Unnur Brá, vinkona mín, er að vinna góðan sigur í fimmta sætið, sem hún óskaði eftir og Björk í Reykjanesbæ kemur sterk til leiks. Það verður fróðlegt að sjá endanlegar tölur og þær fleiri sem koma á eftir.

Viðbót - kl. 01:15

Þegar talin hafa verið 3200 atkvæði í prófkjörinu er Björk Guðjónsdóttir komin í fjórða sætið og Drífa Hjartardóttir fallin í það sjötta.

Viðbót - kl. 03:10

Þegar talin hafa verið 4000 atkvæði er Guðjón Hjörleifsson kominn upp í þriðja sætið og hefur fellt Kjartan Ólafsson niður í það sjöunda.


mbl.is Árni Johnsen í 2. sæti í prófkjöri í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Ég hef ekki skoðað atkvæðin undanfarið sem hver frambjóðandi hefur á bak við sig í hvert sæti. En er ég skoðaði seinast í nótt þá var Árni J með fá í annað sæti en ótrúlega mörg í fyrsta sæti.  Það er greinilegt að það er ekki allir sáttir um Árna M. En ég er ekki sátt hvernig hefur raðast niður á lista hjá sjálfstæðisflokknum í þessum 2 kjördæmum. Ég fékk símtöl frá báðum þessum kjördæmum, hef búið í þeim báðum, en er löngu flutt, og gsmnúmerið mitt er ekki í símaskrá. Sá sem hringdi fyrir frambjóðanda í suðurkjördæmi var kurteins og gaman að spjalla við en  hitt símtalið  var alveg ótrúlegt og frambjóðandinn hefði átt að kenna þeim stuðningsmanni smá í kerteinsi.

Sigrún Sæmundsdóttir, 12.11.2006 kl. 08:00

2 Smámynd: Bessí Jóhannsdóttir

Það er gaman að fá þig sem bloggvin. Þakka heiðurinn og dálítið skondið að ég var rétt að ljúka við nokkur orð til þí.

Bessí Jóhannsdóttir

Bessí Jóhannsdóttir, 12.11.2006 kl. 17:11

3 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ég er kannski gamaldags, en mér finnst hneysa að menn sem hafa verið dæmdir fyrir misnotkun valds síns og fjárdrátt við störf hjá hinu opinbera komi til greina sem þingmenn. Hvað þá að slíkir menn eigi stuðning kjósenda vísan. Hann Árni J hefði mátt finna sér annan starfsvettvang mín vegna -- smíða stóra steina.. berja homma.. honum er margt til lista lagt.

Steinn E. Sigurðarson, 12.11.2006 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband