Ísbjörninn felldur - hver tók ákvörðunina?

Ísbjörninn í Skagafirði Jæja, þá er búið að fella ísbjörninn í Skagafirði, að því er fullyrt er með ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra. Hún er þó þegar farin að forðast ábyrgð á málinu og segist ekki hafa veitt beint leyfi en sagt þeim að gera það sem réttast væri í málinu. Hvernig er hægt að flokka það öðruvísi en sem stuðning við drápið.

Væntanlega mun Þórunn með þessu fá bylgju af óánægju umhverfissinna vegna drápsins, rétt eins og Össur Skarphéðinsson fyrir 15 árum. Fór yfir það mál í morgun. Eðlilega er þegar farið að bera þessi tvö mál saman, þó eitt og annað sé ólíkt í þeim. Umhverfissinnar hjóluðu í Össur vegna málsins og fróðlegt verður að sjá hversu harkalega Þórunn verði dæmd vegna þessa máls nú.

Hér fylgir mynd af ísbirninum. Eins og vel sést er þetta stór og mikil skepna, sem ekki er fýsilegt að mæta og því skiljanlegt að þeir sem eru á vettvangi finnist réttast að fella dýrið. Þetta er grimmt villidýr sem við munum aldrei flokka sem aufúsugesti eða þau dýr sem við viljum hafa í kringum okkur. Því er eðlilegt að þeir sem eru á vettvangi líti öðruvísi á málið en umhverfissinnar hinumegin á landinu, sem flestir hafa aldrei horfst í augu við dýr af þessu tagi.

Sennilega spyrja sig allir núna hvað verði um dýrið. Húsdýragarðurinn var þegar búinn að óska eftir dýrinu áður en það var drepið og fróðlegt að sjá hvort að það verði stoppað upp og sett þangað og Þórunn umhverfisráðherra muni svo svipta hulunni af því þegar að það verður formlega sett þangað.

mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er bangsimon allur. Eins gott að fara varlega á Hornströndum í sumar, allavega hafa tvær dyr á tjaldinu til að sleppa út bakdyrameginn ef frændi bangsa byrtist. En gamanlaust þá sleppur enginn á hlaupum undan þessum dýrum, sem fara á yfir 50 km hraða, þegar fljótustu menn í heimi í dag fara á rúmlega 30 km hraða. Ég er náttúruverndarsinni, og tel það hárétta ákvörðun að fella dýrið. Gæti ekki hugsað mér að hann þyrfti að hírast í einhverjum dýragarði þegar hann er alinn upp í frjálsri nátturu. Þá er betra að hann svamli í heilögum sjó og sprangi um ísinn á dýrahimnum.

hornstrandaflakkari (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Hvaða hvaða!? Skelfilegar panikk er þetta af opinberum aðilum. Hefði nú ekki mátt fylgjast aðeins með þessu volduga dýri. Gæta að enginn komi nálægt og kalla til fræðimenn til sjá hvernig hann hegðar sér. Kalla svo til fjölmiðla og búa til públisitet eins og við værum dýravinir?  Nei, nei, við skjótum á allt svona stórt sem hreyfist og kemur upp úr hafinu - annað hvort vegna hræðslu eða græðgi. Ég held að td. norðmenn hefðu farið öðru vísi að.

Guðmundur Pálsson, 3.6.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Lyf til að svæfa dýrið voru til í landinu og en voru ekki sótt.

Hægaleikur var að veiða dýrið í net ( trollnet ) enda styrkurinn nægur til að halda dýrinu þetta hefur verið gert áður með góðum árangri en ekkert var hugsað aðeins að drepa.

En Þórunn mínus Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra veitti samþykki fyrir að drepa dýrið .

Rauða Ljónið, 3.6.2008 kl. 14:45

4 identicon

Tómt klúður og flumbrugangur þarna fyrir vestan.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:59

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

VESTAN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Heyrðu góði!!!!!!!

Við sem erum að VESTAN flokkum nú Skagfirðinga sem Norðlendinga.  Svo einfallt er það nú Gísli minn Kratakollur.

ÞEtta eru skíthræddir norðlendingar, sem fara í hópum gegn svöngum bangsa, í stað þess, að veiða í gildru með æti, í hvert væri hægðarleikur að koma fyrir róandi lyfjum.

Ójafn og ljótur leikur að blessaðri skepnunni.

ÞAð er erfitt að vera sambiðill til matarins, það hefur Skolli fengið að finna til í gegnum árin.

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Vestfjarðaríhald m.m.

Bjarni Kjartansson, 3.6.2008 kl. 15:50

6 identicon

Já, vestan, Bjarni minn. Nafli alheims er ekki 101. Skagafjörður er fyrir vestan séð frá Akureyri.  Reyndar fara Keflvíkingar suður til Reykjavíkur.

Er sóldeildarhringur vestfjarðaríhaldsins svona þröngur Bjarni?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband