Gróf ofbeldisnótt á Akureyri - ráðist á lögguna

LögreglanJæja, þetta var heldur betur dramatísk nótt hér á Akureyri, umfram allt gróf ofbeldisnótt. Gekk þetta það langt að löggan beitti varnarúða og kylfum, gat ekki annað. Mér fannst löggan standa sig vel miðað við erfiðar aðstæður og vil hrósa henni fyrir að standa vaktina með sóma. Hún tók vel á málum og ofbeldismenn sem fóru yfir strikið voru teknir fyrir.

Þar sem ég var í miðbænum í nótt sá ég ýmislegt og var hissa á því hvað fólk gekk langt gegn lögreglunni. Engin takmörk virtust á því hvað ofbeldið gat orðið brútalt og yfirgengilegt og auðvitað þurfti löggan að verjast. Þegar sótt er að lögreglunni verður hún að nota það sem hún hefur til varnar. Ekkert annað hægt að gera. Sá úr fjarska þessa margumtöluðu skoteldaárás á lögguna. Heyrði fyrst bara hvellina og var mikið að spá í hvað þetta var og sá svo þennan atburð er nær kom.

Finnst eiginlega mest áberandi hvað ofbeldið er orðið brútalt og hvað er gengið langt. Engin mörk virðast vera á grimmdinni og heiftinni er út í ofbeldið er komið og virðist fátt heiðarlegt í slíku. Þarna voru tilteknir einstaklingar aðeins komnir til þess að berja á fólki sem var að skemmta sér og taka fæting við lögregluna. Svona götuslagsmál og harkalegar árásir á lögregluna sýna vel hversu ofbeldið er orðið brútalt og erfitt, er því miður aðeins ein hliðin á því þegar sumir geta ekki skemmt sér nema ráðast að öllu í kringum þá.

Man allavega ekki eftir verri nótt hér á Akureyri og hef ég upplifað svosem ýmislegt á djamminu í bænum á stórhelgum og er hátíðir hafa verið hér í bænum. Lögreglan stóð sig mjög vel miðað við aðstæður og á hrós skilið fyrir það hversu vel hún tók á málum.


mbl.is Erfið nótt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé löngu kominn tími á að lögreglan fái almennilegan varnarbúnað. Kröfur lögreglumanna um rafbyssur fá aukið vægi þegar maður les svona fréttir. Venjulegt fólk hlýtur að styðja þessar kröfur lögreglunnar. Enda held ég að lögreglan krefðist ekki þessara tækja nema að vel athuguðu og rannsökuðu máli. Það má líka lesa um atburði næturinnar hér: http://www.visir.is/article/20080615/FRETTIR01/11965704

LE (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

(Man allavega ekki eftir verri nótt hér á Akureyri og hef ég upplifað svosem ýmislegt á djamminu í bænum á stórhelgum og er hátíðir hafa verið hér í bænum.) ( Þetta segir þú )

Þú hefðir getað fengið sambærilega stemmingu ef þú hefir verið með björgunarsveitarmönnum við gæslu á tjaldvæðinu við Hamra í fyrra.

 Það ástand sem þá var á Hömrum gerði það að verkum að Súlur björgunarsveit sagði sig frá öryggisgæslu á "hátíðum" á Akureyri

Jón Ingi Cæsarsson, 15.6.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

LE: Það er alveg ljóst að haldi fram sem horfir mun lögreglan fá byr í seglin með að fá að taka upp rafbyssur. Þetta ofbeldi er orðið þannig að taka verður á því með þeim hætti sem nauðsynlegt er.

Jón Ingi: Vandinn er ekki aldurstakmörk á tjaldsvæðin og að banna sjálfráða fólki að tjalda. Ertu ekki frekar þeirrar skoðunar að hætta eigi með bíladaga og skipulögð hátíðarhöld og breyta því? Finnst það á orðum þínum að dæma. Hér eru margar ferðahelgar á ári og misjafnt hvernig að þeim er staðið. Þetta er fer allt eftir því hvaða hópur mætir á svæðið. Það verður að hafa sterka löggæslu til að taka á vanda og það var gert í nótt. Geri engar athugasemdir við að löggan taki á þeim vanda sem er til staðar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.6.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi... ég var bara að segja þér að þú hefir getað fengið sambærilegt ástandi í fyrra....bara annarsstaðar í bænum...annað var það nú ekki

Jón Ingi Cæsarsson, 15.6.2008 kl. 12:09

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það var auðvitað vandi í fyrra. Nú færist vandinn bara annað. Þessi aldurstakmörk færa vandann bara annað, leysa hann ekki. Það er öll frægðin hjá yfirvöldum hér. Ég hef vel fylgst með því hvernig stemmningin hefur verið á þeim helgum þar sem fólk safnast saman til að detta í það, auk þess að skemmta sér með því. Það eru svartir sauðir í þeim hópi eins og flestum öðrum og verður bara á taka því með þeim hætti sem þarf að gera.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.6.2008 kl. 12:14

6 Smámynd: Ingimar Eydal

Í þetta sinn var farin sú leið að hækka aldurstakmark á tjaldstæðinu í 20 ár (úr 18) og setja tvöfaldan inngang á tjaldstæðið þannig að á neðri inngang (sem n.b. var ekki í sjónlínuj við tjaldsvæðið) þurftu menn að sýna að þeir væru gestir.  Ef fólk var að koma nýtt á svæðið þá var látið vita í aðalinngang.  Súlur, björgunarsveitin á Akureyri hefur verið með tugi manna í gæslu á tjaldsvæðinu yfir helgina til aðstoðar tjaldvörðum.  Ég leit þarna við í nótt og var það gjörbreytt ástand m.v. í fyrra þannig að gestir tjaldsvæðana fengu næturfrið og frið með eigur sínar.  En ástandið virðist þá hafa færst í miðbæinn í staðinn.  Ég hef ekki pantentlausnina á þessu, þetta virðist vera einhvers konar múgsefjun og næst held ég að lögreglan verði bara að vera með enn meiri viðbúnað, sérsveitarmenn og taka þá úr umferð sem verst haga sér (og þá þarf enn stærri fangageymslur...).  Svo er þetta auðvitað samfélagsvandi, þ.e virðingarleysi og ofbeldið.

Ingimar Eydal, 15.6.2008 kl. 12:17

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Tjaldvæði, veitingahús og bara hvað sem er dæma sig úr leik ef ofbeldi og skrílslátastimpill festist við viðkomandi.

Það er hætt við að fáir viðskiptavinir mæti í framtíðinni á tjaldsvæði sem fá á sig það orð að þar sé ónæði og skrílslæti..

Ég virði skáta á Akureyri og aðra tjaldvæðarekendur að reyna að varðveita orðspor og álit svæða sinna í umræðu og samkeppni um viðskiptavini.. og hana nú.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.6.2008 kl. 12:18

8 Smámynd: Ingimar Eydal

Það væri auðvitað best að hleypa öllum inn á tjaldstæðið og reyna að græða sem mest á þessari helgi og eyða sem minnst í gæslu... en það er lélegur bisness til framtíðar.  Jón Ingi hittir naglan á höfuðið að ef þú hefur slæma reynslu af gististað eða tjaldstæði þá kemur þú ekki aftur og orðsporið spyrst út.  Veit að kostnaður við gæslu er talsvert meirin en innkoman þessa helgi þannig að tjaldstæðin eru amk. ekki að græða mikið.  Þetta skyldu "Vinir Akureyrar" aldrei, enda markmiðið þar að græða sem mest á sem stystum tíma.

Ingimar Eydal, 15.6.2008 kl. 13:12

9 Smámynd: Himmalingur

Nú verður allt vitlaust í bloggheimum! Vittu til. Er sammála þér Stefán Friðrik!

Himmalingur, 15.6.2008 kl. 13:29

10 identicon

Ég var á ferðinni í miðbænum í nótt.  Þar var margt um manninn og fólk að skemmta sér.  Lögreglan var með mikinn mannskap fótgangandi í miðbænum og kyrrstæða lögreglubíla hér og þar.  Ég sá hvergi til nokkurra vandræða en rengi ekki að þau hafi orðið.  Lögreglan hefur auðvitað staðið sig vel enda erum við Akureyringar vanir slíku.

Eitt vakti athygli mína.  Þar sem ég var áður lögreglumaður þá þekki ég í sjón þá lögreglumenn sem hafa reynslu af erfiðum lögreglustörfum.  Ég sá aðeins einn slíkan í miðbænum í nótt en hinir 9 voru ungt fólk, örugglega mesta sómafólk, en nýliðar sem skortir þá hæfileika sem aðeins reynsla af lögreglustörfum getur skilað.  Sérsveitina sá ég hvergi en þetta hefði einmitt verið vettvangur sem þeir menn hefðu átt að halda sig að, þótt í almennum lögreglubúningum væri.

Ungt fólk skemmtir sér og ungir menn reyna með sér á hestum, bílum og í fangbröðgum.  Þannig er þetta og hefur alltaf verið.  Ég bý við eina af þeim götum bæjarins sem bæði er tengibraut og íbúðargata.  Hið óformlega keppnishald fer fram á þessari götu, einkum á nóttunni, og þeir sem eiga erindi að og frá lögreglustöðinni, gagna framhjá húsinu mínu.  Miðbærinn er skammt undan.  Þó fer skemmtana- og ökugleði unga fólksins ekki í taugarnar á mér, síður en svo. 

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:50

11 identicon

Jónas.is hlýtur að gleðjast yfir þessari borgaralegu óhlýðni. Nú nema þetta séu allt fréttatilkynningar frá yfirstjórn lögreglu og kranablaðamennska.

helgi (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:53

12 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ofbeldið er alltaf eins.  Og viðbrögðin við ofbeldinu eru alltaf eins: "Hvernig er þjóðfélagið að verða?"

Það er ekki "að verða" neitt, svona hefur það alltaf verið, svo fremi sem ég hef orðið var við.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.6.2008 kl. 13:55

13 identicon

Rafbyssur leysa engann vanda, þær auka bara á hann.  Held að það væri gáfulegra að ráðast að rótum vandans frekar en að koma með þægilegar skyndilausnir sem henta lögguni vel.  Það hefur marg sannað sig að ofbeldi getur bara af sér harðara ofbeldi.  Auk þess hafa sést dæmi í fjölmiðlum undanfarið sem valda því að maður er því mjög feginn að sumir lögregluþjónar eru ekki með slík vopn undir höndum.

 Varðandi gæsluna á Hömrum í fyrra þá verð ég að spyrja, hvaða gæsla?  Það voru þarna örfáir verðir í vestum ranglandi um, gæslan var bara undirmönnuð.  Auk þess verður fólk frekar pirrað þegar það þarf að bíða í 2 tíma í biðröð til að komast inn á svæðið og það bætir ástandið ekki.  

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 17:39

14 identicon

Það má í raun einfalda þessa umræðu. Pólitíska spurningin er þessi: Viljum við þetta orðspor og slíkar "hátíðir" í okkar bæ. Er frelsi tjaldara dýrmætara en frelsi bæjarbúa? Hvað með "skólabæinn" Akureyri? Hvað með fjölskylduvæna bæinn -Öll lífsins gæði- ?. Ég segi nei takk og frábið mér "frelsisályktanir" SUS. Kyrrð bæjarbúa er mér dýrmætara en hagnaður bergmannanna.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:35

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvers vegna er Akureyri svona algerlega sér á báti hvað varðar þessa hluti. Samstuð við lögreglu, ergelsi og útskúfun á tjaldstæðum m.a.?  Er hugsanlegt að viðhorf löggæslunnar til almennings sé orðið eitthvað hrokafyllra og að menn hafi á tilfinningunni að hæun sé almenningi til höfuðs frekar en verndar?  Er hugsanlegt að reglugerðarfargan, misrétti og eftirlitsmenning fari hreinlega í taugarnar á fólki?

Er lögreglan að ögra með nærveru sinni og afskiptasemi?  Hvað kom þessu af stað? Ég auglýsi eftir hinni hliðinni á málinu. Þetta er ekkert annað en einhliða em er sorglegt fyrir svo fallegan stað. Lögreglan er ekki að stand a sig vel, það er oflof. Hún hefur komið óorði á staðinn ásamt forsjárhyggju og miðstýringarmaníu bæjaryfirvalda.

Segið það bara hreint út: Akureyri fyrir Akureyringa. Þannig verður það líklega með tíma hvort sem er.

Og Stefán: Þú notar orðið "Brútal" ansi oft. Varst þú þarna? Hverjir voru svona brútal?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.6.2008 kl. 18:44

16 identicon

Hvað er fjölskylduvænt við það að úthýsa fólki? 

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:59

17 identicon

Áfengisdrykkja hefur aukist svo að hver 4- manna fjöldskylda lepur 1.lítra af vínanda að meðaltali á hverjum einasta degi alla daga ársins. Þetta þýðir að inn á slíkt heimili eru keyptar 365 flöskur á ári. Hvaðan hef ég þessar heimildir? Þær má lesa með einföldum reikningi frá Hagstofu Íslands. Í Fréttablaðinu hér áður (24.júni 2004) sá ég örlitla frétt bls.8 undir fyrirsögninni ,,Svona erum við''. Fréttin lét lítið yfir sér einföld upptalning með heimild sína frá Hagstofu Íslands og var eftirfarandi: ,,Neysla áfengis á Íslandi, seldir lítrar á hvern íbúa á ári 1983 13 lítrar, 1993 31,24 lítrar,2003 66.50 lítrar''. Getur það virkilega verið að umræðan um þennan vágest fái jafnlitla umfjöllun hjá fjölmiðlum eins og raun ber vitni að því málefnið snertir of marga.

P.S.Í ljósi þessara tíðinda væri fullt tilefni til að verðlauna bæjarstjórann á Akureyri Sigrúni Bjök Jakobsdóttur fyrir framsýni og þor þegar hún steig ein fram skjaldarlaus gegn hagsmunaöflum sem sveifluðu sverðum í kringum sig og höfðu allt á hornum sínum ef farið yrði gegn Bakkusi og fylgifiskum hans.Væri ekki gott mál að veita henni fálkaorðuna fyrir fyrir heilbrigða hugsun óg innsæi fyrir því sem betur má fara? Ekki hefði ég á móti því!!

 Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 19:48

18 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Næst þegar gróðapungar hyggjast halda svona sukkhátíð á Akureyri væri sjálfsagt að vera með Víkingasveit lögreglunnar og háþrýstisprautur brunaliðsins og senda þesasum sömu gróðapungum reikninginn. Svona leppalúðar sem skirrast einskis að valda sem mestu uppnámi og trufla störf lögreglunnar eiga ekkert gott skilið. Hvers vegna í ósköpum vilja menn vera með þessi læti?

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.6.2008 kl. 20:14

19 identicon

Ég vil að ungt fólk fái að skemmta sér og það er fái að gera það í friði eftir því sem unnt er.  Þessi tepruskapur okkar Akureyringa er að verða víðfrægur af endemum.

Ekki trufla þessi hátíðahöld mig hið minnsta.  Að vísu var einn "aðkomumaður" kominn inn í forstofu hjá mér í fyrrinótt en hann baðst afsökunar og fór á brott þegar við hann var rætt á höstugari nótunum.  Leðurstóllinn sem ég ætlaði að henda og var búinn að bera út úr húsinu, hvarf og ég sá hann á gangstétt nokkru neðar í húsinu.  Þetta er hvorttveggja mér að meinalausu og í raun er það bara gott grín að taka stólinn til handargagns og nýta hann í gleðskapinn.

Það er helvíti hart að við fullorðna fólkið lékum lausum hala í Vaglaskógi, Atlavík, Húnaveri og víðar en núna þegar við erum orðin fullorðin þá heimtum við að allt sé bannað, engin megi dreypa á flösku, kitla pinnann eða gera aðrar smávægilegar yfirsjónir í skjóli nætur. 

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 21:06

20 identicon

Þetta "gróðapunga"-tal er skrítið.  Ekki þekki ég nokkurn mann sem ekki vill fá endurgjald fyrir vinnu sína, hugvit, fyrirhönd eða fjármagn.  Er þá ekki hverskonar vinna eða atvinnustarfsemi einhverskonar vélbrögð "gróðapunga"?  Eru ekki kennarar, fóstrur og sjúkraliðar líka "gróðapungar" af því að þau vilja fá laun fyrir vinnu sína.  Fólk sem hefur lifibrauð af verslun, veitingarekstri og ferðaþjónustu á ekki skilið þessa nafnbót frekar en aðrir þegnar. 

Ég skil ekki af hverju Bíladögum er kennt um ólætin sem verða hér í kringum 17. júní.  Þarna koma örfáir einstaklingar saman til að sinna bílaáhuga sínum og hitta aðra með sama áhuga.  Aðalfjöldinn sem sækir Akureyri heim þessa helgi eru afmælisárgangar frá MA í hundruðavís,  stúdentar í öðrum eins mæli og aðstandendur nýstúdenta.  Að maður tali ekki um útskriftarkandídata háskólans og aðstandendur þeirra.  Þett er miklu fleira fólk heldur en þessi litli hópur bílaáhugamanna, neytir meira áfengis og fer meira út á lífið.  Mig grunar að bílaáhugamennirnir séu friðsamasti og vandræðaminnsti hópurinn sem hér dvelur.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 21:12

21 identicon

 ég sá Baldvin Nielsen halda sömu vitleysunni fram á heimasíðu ómars ragnarssonar og endurbyrti því svar mitt hér. Ég vona að síðueiganda þyki það í lagi.

Hvers konar vitleysa er þetta sem hann Baldvin heldur fram. Nú þekki ég manninn ekkert en dettur í hug að þarna fari maður sem aldrei hefur drukkið áfengi slíkt er skilningsleysi hanns á því sem hann belgir sig svo út um. Til þess að fjölskylda drekki einn lítra af vínanda á dag þarf sú fjölskylda að drekkar þrjár flöskur(70 cl.) af sterku áfengi (>40%) á hverjum degi. Eigum við þá að gera ráð fyrir því að pabbi drekki tvær svoleiðis á dag og mamma eina á meðan börnin láti glundrið vera. Þetta sér hver einasti maður að stenst enga skoðun. Ég ætla að leyfa mér að birta hér töflu sem er fenginn af heimasíðu hagstofunnar. Á henni sést skilningsleysi Baldvins glögglega. Hann sér ekki muninn á lítratölu áfengra drykkja annars vegar og lítratölu hreins áfengis hins vegar. Þetta er eins og að leggja að jöfnu bjórdós og spírapela. Svona hefur bindindishreyfingin talað á Íslandin alveg frá upp hafi. Ekkert að marka það sem þeir segja um áfengi. Ég set hérna fyrir neðan vefslóð ef einhver vill sannreyna tölur mínar. En að lokum vil ég segja að ég er sammála því að það verður að auka löggæslu í kringum svona hátíðir til að stöðva þessa hópa. Því er ég algerlega sammála.

Áfengisneysla 1980-2007
 Alls
Seldir lítrarAlkóhóllítrar
Lítrar á íbúa  
198312,813,22
199331,243,34
200366,505,04
Lítrar á íbúa 15 ára og eldri  
198317,464,39
199341,574,45
200386,076,52


http://www.hagstofa.is/?PageID=716&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=VIS05120%26ti=%C1fengisneysla+1980%2D2007+%26path=../Database/visitolur/neysla/%26lang=3%26units=L%EDtrar

http://www.hagstofa.is/Hagtolur/Verdlag-og-neysla/Neysla-og-verd-ymissa-vorutegund

Jón Skafti Gestsson (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:33

22 identicon

Byrjun á frétt: 
Innlent | mbl.is | 13.11.2007 | 14:57

,,Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðung

Áfengisneysla á Íslandi var 7,1 alkóhóllítri á íbúa 15 ára og eldri árið 2005 sem var heldur meira en t.d. í Noregi (6,4) og Svíþjóð (6,6). Meðaltalið fyrir ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, var 9,5.

Fram kemur í nýrri skýrslu OECD, að í um tveimur af hverjum þremur aðildarríkjum stofnunarinnar dró úr áfengisneyslu á tímabilinu 1980-2005. Ísland var hins vegar í hópi þeirra ríkja þar sem áfengisneysla jókst og var aukningin mest á Íslandi eða 65%.''

Heil og sæll Jón Skafti Gestsson

Ég er þess fullviss að þú ert mikil fótbolta áhugamaður og líka þess fullviss að handboltaleikur okkar Íslendinga hefur farið illa í þig. Kannski ætti að breytta reglum þannig að menn þyrftu ekki að berjast um boltan heldur væru boltarnir jafn margir og leikmennirnir þá gæti  hver haft einn bolta út af fyrir sig. Það ruglar allar mælingar að tala um hreinan vínanda og er mjög bætandi fyrir bjórdrykkjuna. Fyrir hverja meðalstóra vokaflösku má kaupa tvær kyppur af bjór til að ná ca. sama vínanda. Eins og sérst í fréttinni hér fyrir ofan er auknin á drykkju landans mæld 65% í hreinum vínanda á síðustu 25 árum. Þó talan væri lægri þá ætti að klingja öllum bjöllum þó að maður hefði leppa á báðum augum. Að öðru leiti þakka ég fyrir áhuga verðar ábendingu og segi og leiðrétti að ég hef rétt til þess að hafa rétt fyrir mér og er þeim mannlegu eigileikum búinn að geta líka misstigið mig- þó ég hafi engan áhuga á fótbolta. Fréttin stendur í  Fréttablaðinu og það vita það allir að þar birtist aldrei eitt einasta vafa sannleikskorn hvað þá þegar vísað er á þeim göfuga miðli með beina tilvísun til Hagstofunnar eins og ég gerði hér í umræddri bloggfærslu áður. 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband