Spenna á Skaga - björgum Bangsa og Þórunni

Ísbjörn Flestir bíða nú spenntir eftir því að björgunaraðgerðin "Björgum Bangsa og Þórunni" hefjist á Skaga. Mikið líf og fjör, sannkölluð þjóðhátíðarstemmning yfir því þegar að björninn verður fluttur "heim" í dýragarðsbúrið til að bjarga stjórnmálaferli umhverfisráðherrans Þórunnar Sveinbjarnardóttur.

Átti ekki að flytja bangsa heim á norðlægar slóðir. Hvað varð um gaulið um að hann ætti að vera heima hjá sér. Verða heimkynnin kannski að búri í dýragarði, breyta eigi dýrinu í sýningarskepnu í dönskum skemmtigarði bara til þess eins að Þórunn megi hökta lengur í ráðherrastól sínum. Fyndið.

Þetta á eftir að verða eitt vænt skuespil á Skaga, spái ég.

mbl.is Beðið átekta að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán

Nú þegar ísbjarnarblúsinn breiðir úr sér í öllu sínu veldi yfir fjölmiðlana, ALLA fjölmiðlana, þá sakna ég eins úr þessari miklu umræðu.

Hvað kemur þessi "aðgerð" til að kosta okkur skattgreiðendur? Væntanlega dágóða summu. Og er þeim fjármunum kannski betur varið í annað s.s. heilbrigðiskerfið sem alltaf virðist skorta fé.

Af hverju hvarflar það ekki að neinum sem starfar við fjölmiðla að spyrja þeirrar spurningar????

Er það kannski af því að það er svo miklu skemmtilegra að hoppa á blúsvagninn og berast með straumnum? 

Margrét (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 14:24

2 identicon

Er ekki verið að gera of mikið úr þessu máli?  Hér koma Danir og svæfa dýrið og það flutt burt í búri.  Ég sé ekkert líf og fjör og þjóðhátíðarstemmningu og skuespil í kringum þetta.  Ég legg til að  við slöppum aðeins af.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband