Vanvirðing við íslenska fánann

Íslenski fáninn

Finnst það nú frekar dapurlegt að íslenska fánanum sé sýnd slík vanvirðing á þjóðhátíðardeginum eins og maðurinn gerði sem klippti hann í ræmur við Stjórnarráðið. Vel má vera að fólk hafi ólíkar skoðanir á því hvort fáninn okkar sé fallegur eða hvort aðrir fánar fyrri tíðar, t.d. fáni Jörundar, Hvítbláinn eða fálkafáninn hafi betri sögulegar tengingar fyrir Ísland.

Þetta er mjög lágkúruleg framkoma sérstaklega á þessum degi og setur skugga á hátíðlegan dag. Eflaust er sá sem þetta gerði að kalla eftir athygli með einum eða öðrum hætti eða senda pólitísk skilaboð, greinilega anarkísk. Svosem gott og blessað að hafa skoðanir en það að skera fánann á Stjórnarráðshúsinu í ræmur á þjóðhátíðardeginum er ekki beint vel viðeigandi.

Ég hef reyndar alla tíð verið sérstaklega stoltur af íslenska fánanum, finnst hann fallegur og held að flestir séu á þeirri skoðun. Enda flagga flestir landsmenn á þessum degi og allt er vel skreytt í fánalitunum á hátíðisdeginum, sérstaklega á þessum degi auðvitað. Hef ekki orðið var við þrýsting um að breyta fánanum eða háværar skoðanir þess efnis að hann sé ekki viðeigandi.

Þetta er auðvitað bara vanvirðing við þjóðfánann og með þessu eru lög brotin. Allt tal um pólitíska yfirlýsingu eða byltingareðli hljómar hlægilegt á þessum degi þegar fólk um allt land flaggar þjóðfánanum og fánaskreytingar eru í öllum bæjum.


mbl.is Skar íslenska fánann á Stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væll er þetta, greyi anarkistinn var bara drifinn niður, annar fáni hengdur upp og málið var leyst.  Ef fólk fær hland fyrir hjartað þegar einhver tuska er tuskuð til þá er eitthvað verulega að verðmætamati þess hins sama.

...désú (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Gréta. Til hamingju sömuleiðis. :)

désú: Snýst ekkert um hvað mér finnst svosem, þetta er brot á landslögum og er meðhöndlað sem slíkt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.6.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Alltaf jafn skrýtið þegar fólk segir "Snýst ekkert um hvað mér finnst svosem, þetta er brot á landslögum..." Þetta er svipaður bleyðuskapur hjá þér Stefán og þegar þú sagðir að það skipti engu máli hvort fólk hafi móðgast eða ekki þegar Spaugstofan "vanvirti" þjóðsönginn, þetta væri brot á lögum. Þakkaðu fyrir að búa ekki í landi þar sem skoðanir fólks skipta í alvörunni engu máli fyrir löggjafann.

Kristján Hrannar Pálsson, 17.6.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

eins og maðurinn gerði sem klippti hann í ræmur við Stjórnarráðið.
Fáninn var alls ekki klipptur í ræmur. 

Matthías Ásgeirsson, 17.6.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Kristján Hrannar: Þetta er brot á lögum. Ekkert flókið. Þarf ekkert að ræða það frekar.

Matthías: Þú átt það þá bara við netmoggann. Þetta stendur hjá þeim.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.6.2008 kl. 23:59

6 Smámynd: Árni Árnason

Blessaður Stefán, ég er eins og þú, stoltur af þjóðfánanum okkar. Íslenski fáninn er sameiningartákn þjóðarinnar og ég fyllist þjóðerniskennd og stolti þegar ég sé fánann og við hún. Það var ekki nóg að skera niður fánann á stjórnarráðinu heldur var sjö fánum stolið við leiði Jóns Sigurðssonar. Það er með ólíkindum hvað fólk getur verið óforskammað, ég spyr bara hvar er virðingin í samfélaginu ef þjóðfáninn okkar fær ekki að vera í friði ?

Árni Árnason, 18.6.2008 kl. 22:08

7 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Hvað áttu þá nákvæmlega við Stefán? Varla seturðu samasemmerki við lögbrot og að kalla eitthvað svívirðilegt? Það sem ég vildi meina var að virðing fólks fyrir lögum er mismunandi og fer það bæði eftir fólki og lögunum sjálfum. Í þessu tilviki er þetta í raun glæpur án fórnarlambs því fólk er að móðgast fyrir "hönd íslensku þjóðainnar", ekki þjóðin sjálf.

Það eina sem ég var að gagnrýna er að þú virðist komast að ansi þægilegri niðurstöðu hvað "svívirðileika" málsins varðar með því að hamra á að þarna hafi um lögbrot verið að ræða. Fólkið sem gerði þetta vissi vel af því og það var án efa ein ástæðan fyrir þessari uppákomu, að brjóta lög án þess að nokkuð hræðilegt í raun gerðist.

Kristján Hrannar Pálsson, 18.6.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Árni. Alveg sammála, það er mjög dapurlegt að fólk geti ekki virt fánann og þurfi að gera svona lagað. Þarf að taka almennilega á því og um leið þarf að taka þá í gegn sem geta ekki sýnt íslenska fánanum virðingu, sérstaklega á þjóðhátíðardeginum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.6.2008 kl. 00:03

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Stefán

Þetta er ekki flókið mál og snýst í raun ekki um vanvirðingu við fánann, heldur mikið stærra mál, sem er vanvirðing við það sem fáninn stendur fyrir, sem er eitthvað stærra og meira.

Hér er um að ræða svokallaða tilfinningu fyrir eigin þjóð, eigin ríki, eigin lögum (löggjafarvaldi), eigin framkvæmdavaldi (ráðuneytum, lögreglu, tollgæslu, umhverfisstofnun o.s.frv.), sem er flókið fyrirbrigði, sem ég ætla ekki að fara inn á hér og nú.

En ef við gefum þarna eftir og stjórnleysingar og aðrir, sem vilja taka lögin í eigin hendur, taka yfirhöndina, þá erum við mjög slæmum málum.

Ég er ekki málsvari þess, að stjórnvöld gangi jafnlangt og í Svíþjóð í gær (Big Brother is Watching You), en eðlilegt og lýðræðislega réttlætanlegt er eftirlit og löggæsla eins og viðhöfð var á 17. júní 2008. Spurningin er hvort við þurfum ættum ekki að hækka refsirammann vegna slíkra verka og fylgja þessum málum eftir. Það er eitt að mótmæla eða sýna "borgaralega óhlýðni" og hitt er að stunda skemmdarverk líkt og við Kárahnjúka eða "huglæga atlögu við lýðræðið" líkt og gert var 17. júní 2008 við Stjórnarráð Íslands.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.6.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband