Össur gagnrýnir hvítabjarnarveiðar á Skaga

Birna á SkagaÖssur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og fyrrum umhverfisráðherra, skrifar athyglisverðan pistil í kvöld þar sem hann gagnrýnir drápið á birnunni á Skaga að viðstaddri Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, og hvernig staðið var að hvítabjarnarveiðunum. Vill hann breyta lögum um veiðar á hvítabjörnum, sem upphaflega voru sett í ráðherratíð hans en breytt í ráðherratíð Sivjar Friðleifsdóttur árið 2002.

Sjálfur var Össur gagnrýndur harkalega á fyrstu ráðherradögum sínum í umhverfisráðuneytinu er ísbjörn var drepinn á Vestfjörðum og málið varð allt mjög eftirminnilegt. Eins og flestir muna voru lögin sett til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru drepnir sjálfkrafa hérlendis og uppfylla alþjóðlega samninga. Auk þess vildi Össur koma málunum lengra og taka á vafaatriðum. Merkilegast af öllu er þó að engin áætlun hefur verið til staðar og ráðaleysið er fyrri björninn kom í þessum mánuði var algjört.

Ekki var hægt að sjá annað en flumbrugangur, hik og almennur vandræðagangur hafi verið í fyrra skiptið. Í hið seinna virtust embættismenn og ráðherrann staðráðin í að fanga dýrið en atburðarásinni við Skaga lauk með því að birnan var felld. Augljóst er að Össur gagnrýnir hvernig staðið var að málum og hefur miklu við málið að athuga. Ekki er annað að sjá en erfiðara hafi verið að fara eftir lögunum en stefnt var að, enda enginn undirbúningur til staðar við því hvernig taka ætti á aðstæðum er ísbjörn kemur til landsins.

Má vera að umhverfisráðuneytið og undirstofnanir þess hafi lært sína lexíu síðustu vikurnar en greinilega vantaði eitthvað upp á raunhæfa framkvæmd laganna og hvernig þau virki er ísbjörn kemur til landsins áður en þessir tveir birnir komu. Það er lexían fyrir ráðherrann sem kom norður til að sjá birnuna skotna.


mbl.is Daprir en um leið sáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Já eitthvað þar að skoða þetta betur.  En gleðilegan þjóðhátíðardag (í gær) betra er seint en aldrei. 

Ester Júlía, 18.6.2008 kl. 06:59

2 identicon

Maður var nú nokkuð viss um að klúður væri í uppsiglingu fyrst Þórunn var mætt á svæðið. Hverju hefur hún EKKI klúðrað síðan hún var gerð að ráðherra?

Jón (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin.

Þakka kærlega góð orð Ester og Hörður. Gaman að heyra í ykkur.

Vona að dagurinn hafi verið þér skemmtilegur á Ítalíu Hörður. Þó að maður sé fjarri Íslandi á þjóðhátíðardegi er hugurinn þar. Hef upplifað þetta vel þegar að ég hef verið fjarri landinu okkar á þessum degi. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.6.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband