Hið eina rétta að fella Birnu á Skaga

Birna á Skaga Greinilegt er að flestir sérfræðingar í málefnum ísbjarna telja drápið á Birnu á Skaga skynsamlega ákvörðun, þó erfið hafi verið og vandræðaleg fyrir umhverfisráðherrann sem ætlaði að slá sig til riddara með því að mæta á einkaflugvél á svæðið. Athygli vekur að í dag tjáir Björgvin, hinn setti umhverfisráðherra, sig um málið í því hlutverki. Er Þórunn farin aftur í frí?

Slæmt ástand dýrsins gefur svo til kynna að vonlaust hafi verið frá upphafi að flytja dýrið burt. Enda var þetta ekki sætur tuskubangsi eða gæf skepna, heldur svelt og langþreytt birna sem villtist af leið og virtist ekki tilbúin að láta mannfólkið ná sér. Eins og þrautreyndur ísbjarnasérfræðingur sagði, að mig minnir í hádegisfréttum útvarps, var þetta verkefni sem var erfitt frá upphafi og greinilegt þrátt fyrir lagasetningar að tillögur um björgun voru frekar í orði en á borði.

En allt var reynt og vissulega var það gott, þó að ekki fari allir sáttir frá þessu máli og enn sé talað eins og þetta hafi verið auðvelt og harmað að dýrið væri skotið, þó vel væri vitað að þetta yrði auðvelt einkum þar sem engin saga er fyrir því að reynt sé að bjarga þessum dýrum hérlendis. Kunnáttu og þekkingu var ábótavant í bæði skiptin en eflaust er hægt að læra eitthvað á þessu.

mbl.is Ísbjörninn ekki í góðu ásigkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Það er nú samt margt fáránlegt í þessu.

Varla gátu þeir vitað ástand ísbjarnarins fyrirfram heldur er þetta ágætis eftiráafsökun. Ekki var vitað um ormasýkinguna og ekki vissu þeir um sárar framlappir á dýrinu. Og að hafa óttast að dýrið myndi drukkna ef þeir deyfðu það áður en það kæmist útí sjó er jú fallega hugsað en ég er ekki viss um að það hafi verði mannúðlegra að drepa það til að bjarga því frá drukknun.

Svo var allur búnaður á staðnum s.s. þyrla og varðskip til að fylgja dýrinu eftir hefði það farið í sjóinn.

Og að lokum með þaulreyndan "ísbjarnarsérfræðing" að þá má kalla alla til og titla þá glæsilega til að reyna að fá fólk til að hlusta en engin reyndur ísbjarnarmaður kom á staðinn til að vinna í málinu.

Vilberg Helgason, 18.6.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Ingólfur

Hvað er þetta með þig og Umhverfisráðherra, það mætti halda að hún hefði eitthverntíman verið fyrir framan þig í röð og keypt síðasta kókbaukinn í sjoppunni frá þér.

Mér finnst það gott hjá Þórunni að koma úr fríinu enda var hún nýbúinn að kynna sér þessi mál og betra að hafa hana til taks í stað þess að settur umhverfisráðherra þyrfti að setja sig inn í allt aftur til þess að taka ákvarðanir.

Einnig er ekkert að því að hún haldi fríinu sínu áfram þegar málið er yfirstaðið.

Strax sama daginn og sást til birnu heyrði ég frá Þórunni að það þyrfti allt að ganga upp til þess að það tækist að flytja hvítabjörninn aftur á ísinn. Alltaf var ljóst að birnan yrði skotin ef hættuástand skapaðist.

Það er því fáránlegt að hún ætlaði að slá sig til riddara með þessu þegar vitað var að málið gat endað á hvorn veginn sem var.

Hún var þarna að vinna vinnuna sína og reynslan sem fékkst er hægt að nota til þess að útbúa almennilega viðbragðsáætlun.

Þegar ég frétti af því hver yrði umhverfisráðherra að þá hafði ég varla heyrt um Þórunni. En á þessu ári sem liðið er af ríkisstjórnarsamstarfinu að þá finnst mér hún hafa sýnt sig sem einn af betri ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

Ingólfur, 18.6.2008 kl. 17:51

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Papparassar í bóli birnu

Það læðist að mér sá grunur að Stebbi sé almennt hlynntur valdbeitingu.Hann styður gasmann aðgerðir lögreglunnar og almennt skytterí á farspendýrum. 

Það mun enginn geta sagt til um hvort bangsi hefði lifað af svæfingu. Hitt er fullreynt að hann lifði ekki af kúlnahríð.

Hvers vegna var skotið á dýrið? Jú, það tók á rás af ótta við jeppa og stemmdi, illu heilli, í humátt að papparössum sem lögreglan hafði leyft að koma sér fyrir til myndasmíði og æsifrásagnar innan skynsamlegrar fjarlægðar frá vettvangi. Af visir.is:

"Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Héraðsfréttablaðsins Feykis, staðfesti það rétt í þessu í samtali við Vísi en hún var sjónarvottur að atburðinum...Það er vatn fyrir neðan þar sem við erum stödd og fjörukambur og sjórinn þar handan við. Hann er sem sagt að hlaupa meðfram sjónum í áttina að okkur þegar þeir skjóta hann," sagði Guðný enn fremur í samtali við Vísi." 

Hafi fólk einhvern áhuga á því að kynna sér eitthvað vitrænt um hvítabirni þá mæli ég eindregið með lestri bóka eftir (líklega) helsta sérfræðing heimsins um líf og hátterni hvítabjarna Dr. Nikita Ovsyanikov.

Sigurður Ingi Jónsson, 18.6.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband