Þrumandi veðurstuð

ÞrumuveðurFæ alltaf nettan hroll þegar talað er um þrumur og eldingar. Kannski er þetta bara kvikmyndaupplifun, en oftast nær er þetta veður notað til að undirstrika ógn eða kuldalegan kafla í kvikmyndum, kalla fram viðbrögð og netta hræðslu.

Eflaust eru þeir ekkert ógurlega hræddir við þetta veður fyrir sunnan en hristast yfir því í takt við skjálftakippina. Vonandi gengur þetta fljótt yfir.

Veðrið hér hefur verið lala í sumar. Ekkert spes svosem, aðallega gluggaveður að undanförnu. Vonandi mun Eyjólfur hressast í júlí.


mbl.is Þrumuveður gengur yfir landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Stebbi þó, ertu að gera grín að Sunnlendingum ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.6.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nei, reyndar ekki. Af hverju heldurðu það?

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.6.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband