Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðvestri samþykktur

Sjálfstæðisflokkurinn Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins í Borgarnesi í dag. Alþingismennirnir Sturla Böðvarsson, Einar Kristinn Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson eru í þrem efstu sætum listans og konur skipa næstu þrjú sætin á framboðslistanum.

Í kosningunum 2003 hlaut flokkurinn þrjá menn kjörna í Norðvesturkjördæmi og er stærstur flokka þar og því er Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, fyrsti þingmaður kjördæmisins. Í komandi kosningum fækkar þingmönnum kjördæmisins um einn, úr tíu í níu og því skipa 18 einstaklingar framboðslista flokksins.

Listann skipa:

1. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Stykkishólmi
2. Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Bolungarvík
3. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, Flateyri
4. Herdís Þórðardóttir, fiskverkandi, Akranesi
5. Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi, Húnaþingi vestra
6. Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, Ísafirði
7. Magnea Guðmundsdóttir, húsfreyja, Skagafirði
8. Bergþór Ólason, aðstoðamaður samgönguráðherra, Akranesi
9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nemi, Akranesi
10. Örvar Már Marteinsson, skipstjóri, Snæfellsbæ
11. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti, Tálknafirði
12. Hjörtur Árnason, hótelstjóri, Borgarbyggð
13. Sigríður Svavarsdóttir, framhaldsskólakennari, Skagafirði.
14. Sunna Gestsdóttir, frjálsíþróttakona, Blönduósi
15. Guðmundur Skúli Halldórsson, formaður Egils FUS, Borgarbyggð
16. Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri, Suðureyri
17. Jóhanna Pálmadóttir, bóndi, Akri
18. Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Akranesi

mbl.is Sturla efstur á lista Sjálfstæðisflokks í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stebbi.  Mér sýnist þetta vera nokkuð öflugur listi hjá félögunum okkar í NV.  Þeir ættu að eiga góðan möguleika á því að halda sýnum þremur mönnum, þrátt fyrir fækkun þingmanna, ekki sýst vegna þess að það stefnir í ákveðið uppgjör hjá framsókn á þessu svæði og ekki enn ljóst hvað Kristinn H. gerir í stöðunni.

Rúnar Þórarinsson (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 18:08

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Rúnar

Tek undir skrif þín. Þetta er mjög sterkur listi og þeir munu væntanlega halda sínum mönnum. Svo eru þarna öflugar konur í næstu sætum og verði breytingar á þingmannahópnum kemur t.d. Herdís Þórðardóttir inn á þing, en hún er mjög öflug kona. Tel að sjálfstæðismenn séu með sterka stöðu þarna. Það verður fróðlegast að sjá hvernig að Samfylkingunni og Framsókn gengur þarna, en þessir flokkar hafa verið að dala á þessu svæði í skoðanakönnunum nýlega.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.11.2006 kl. 18:13

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég er sammála Kela galdrameistara hérna. Sorglegt að Sturla skuli vera sá eini sem D-listinn nær öruggum inn. Sennilega sleppur Einar K. samt með honum. Svo spái ég því að Vg fái einnig tvo, Samfó tvo, Framsókn einn og Frjálslyndir rétt ná tveimur. Sorrý sjálfstæðismenn, þið getið tala ykkur saman uppí þrjá þreytta þingmenn, en kjósendur vilja þá ekki.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 18.11.2006 kl. 22:06

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nýjasta skoðanakönnun Gallups sýnir Sjálfstæðisflokkinn með þrjá menn í Norðvestri, VG með tvo, Samfylkingu með tvo og Framsókn með tvo. Það verður fróðlegt hvað gerist. Mér sýnist VG vera sterkt þarna en Samfylking var minni en VG í tveim nýlegustu mánaðarkönnunum í NV en VG fór þó undir SF þar í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 35% í síðustu könnun, en það er löngu eftir að fyrir lá að allir þingmennirnir færu fram og að stillt yrði upp á lista. En það verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni þarna, sérstaklega eftir að grasrót Framsóknar í NV hafnaði Sleggjunni.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.11.2006 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband